Handritshöfundar hornkerlingar á Eddunni Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2015 16:08 Kollegar Margrétar eru henni hjartanlega sammála og nú bíða þau viðbragða frá framkvæmdastjóra Eddunnar. Margrét Örnólfsdóttir, rithöfundur með meiru, er afar ósátt við það hvernig þeir sem sjá um Edduverðlaunin haga tilnefningum í flokki handrita. Henni þykir skjóta skökku við að sjónvarpþættirnir Orðbragð séu tilefndir. Hún segir Orðbragð vandaða og velheppnaða sjónvarpsþætti. Hins vegar er handrit að kvikmynd eða sjónvarps-mynd/þáttaröð og sjónvarpsþætti sem Orðbragði er einfaldlega sitthvor hluturinn. Vísir spurði Margréti einfaldlega hvort henni finnist þeir sem sjá um að skipuleggja Edduna þá ekki hafa nokkurn skilning á mikilvægi handritsgerðar? „Þú hittir algjörlega naglann á höfuðið þarna, líklega án þess að átta þig á því, þegar þú velur að nota orðið handritsgerð. Það er nefnilega ekki sama handritsgerð og handritsskrif. Handrit að þáttum á borð við Orðbragð er handritsgerð en maður skrifar hins vegar handrit að kvikmynd eða leiknu sjónvarpefni. Gæti hljómað eins smásmyglisháttur hjá mér, hvort tveggja er að sjálfsögðu skrifað, en það er grundvallarmunur á. Það má til dæmis benda á að það tekur yfirleitt mörg ár að þróa kvikmyndahandrit, frá því hugmynd kviknar og þar til hægt er að kalla handritið lokaútgáfu. Það er hreint og klárt höfundaverk sem á lítið skylt við sjónvarpsþætti þar sem til að mynda stór hluti efnisins byggir á framlagi viðmælenda, viðtölum og slíku. Flokkurinn handrit ársins hjá alvöru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunum ætti að takmarkast við handrit að leiknu efni. Skilyrðin fyrir innsendingum í þennan flokk eru því augljóslega of slök eða óljós.“ Margrét segir það rétt vera að handritsgerð hafi verið hálfgerð hornkerling í íslenskri kvikmyndagerð, alla tíð. „Það hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu tíu árum eða svo enda margir farnir bæði að mennta sig sérstaklega í handritsskrifum og sífellt fleiri hafa nokkuð samfellda atvinnu af þessu, sérstaklega síðan kippur kom í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni. Sömuleiðis hefur almennt vaxið skilningur á mikilvægi handritsþáttarins, honum gert hærra undir höfði og lagt meira upp úr handritsþróun en áður.“ Margrét skrifaði pistil um málið sem birtist á kvikmyndavefnum Klapptré. Og hún hefur fengið talsverð viðbrögð við þeim skrifum. „Fyrir utan læk og deilingar á facebook? Kollegarnir eru auðvitað hjartanlega sammála en ég er ennþá að bíða eftir viðbrögðum við athugasemdum sem ég sendi framkvæmdastjóra Eddunnar.“ Eddan Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Margrét Örnólfsdóttir, rithöfundur með meiru, er afar ósátt við það hvernig þeir sem sjá um Edduverðlaunin haga tilnefningum í flokki handrita. Henni þykir skjóta skökku við að sjónvarpþættirnir Orðbragð séu tilefndir. Hún segir Orðbragð vandaða og velheppnaða sjónvarpsþætti. Hins vegar er handrit að kvikmynd eða sjónvarps-mynd/þáttaröð og sjónvarpsþætti sem Orðbragði er einfaldlega sitthvor hluturinn. Vísir spurði Margréti einfaldlega hvort henni finnist þeir sem sjá um að skipuleggja Edduna þá ekki hafa nokkurn skilning á mikilvægi handritsgerðar? „Þú hittir algjörlega naglann á höfuðið þarna, líklega án þess að átta þig á því, þegar þú velur að nota orðið handritsgerð. Það er nefnilega ekki sama handritsgerð og handritsskrif. Handrit að þáttum á borð við Orðbragð er handritsgerð en maður skrifar hins vegar handrit að kvikmynd eða leiknu sjónvarpefni. Gæti hljómað eins smásmyglisháttur hjá mér, hvort tveggja er að sjálfsögðu skrifað, en það er grundvallarmunur á. Það má til dæmis benda á að það tekur yfirleitt mörg ár að þróa kvikmyndahandrit, frá því hugmynd kviknar og þar til hægt er að kalla handritið lokaútgáfu. Það er hreint og klárt höfundaverk sem á lítið skylt við sjónvarpsþætti þar sem til að mynda stór hluti efnisins byggir á framlagi viðmælenda, viðtölum og slíku. Flokkurinn handrit ársins hjá alvöru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunum ætti að takmarkast við handrit að leiknu efni. Skilyrðin fyrir innsendingum í þennan flokk eru því augljóslega of slök eða óljós.“ Margrét segir það rétt vera að handritsgerð hafi verið hálfgerð hornkerling í íslenskri kvikmyndagerð, alla tíð. „Það hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu tíu árum eða svo enda margir farnir bæði að mennta sig sérstaklega í handritsskrifum og sífellt fleiri hafa nokkuð samfellda atvinnu af þessu, sérstaklega síðan kippur kom í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni. Sömuleiðis hefur almennt vaxið skilningur á mikilvægi handritsþáttarins, honum gert hærra undir höfði og lagt meira upp úr handritsþróun en áður.“ Margrét skrifaði pistil um málið sem birtist á kvikmyndavefnum Klapptré. Og hún hefur fengið talsverð viðbrögð við þeim skrifum. „Fyrir utan læk og deilingar á facebook? Kollegarnir eru auðvitað hjartanlega sammála en ég er ennþá að bíða eftir viðbrögðum við athugasemdum sem ég sendi framkvæmdastjóra Eddunnar.“
Eddan Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira