Strax vinsæl: Plata Bjarkar í efsta sæti í 30 löndum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. janúar 2015 16:39 Vulnicura fer vel í fólk. Ný plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura, hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hún var óvænt sett á iTunes í gærkvöldi. Platan situr í efsta sæti yfir þær plötur sem eru á tónlistarveitunni í þrjátíu löndum, þrátt fyrir að hafa ekki verið á vefnum í sólarhring. Þetta má sjá á lista sem byggir á rauntíma upplýsingum frá iTunes. Björk situr meðal annars á toppnum í Bretlandi, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Noregi, Rússlandi og Póllandi. Platan er einnig í öðru sæti í níu löndnum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Afríku. Platan hefur fengið mjög góða dóma. Blaðamaður breska miðilsins The Guardian segir Björk hafa sett sjálfa sig og umhverfisvitund sína aftur í forgrunn með plötunni. Hann segir að þetta sé mikilvægasta plata Bjarkar síðan árið 2001 og notar sterk lýsingarorð og segir að platan sé „særð, hrá og - það mikilvægasta af öllu - mannleg." Í gagnrýni miðilsins Irish Times fær Björk fjórar stjörnur fyrir plötuna. Þar segir að Björk hafi neyðst til að gefa plötuna út snemma, en að það hafi svo sannarlega verið sigur fyrir íslensku söngkonuna. Blaðamaður MTV segir plötuna vera magnaða. Hann segir plötuna hreinlega lama hlustandann. Hann segir plötuna vera lífræna en samt svo fjarlæga. Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ný plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura, hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hún var óvænt sett á iTunes í gærkvöldi. Platan situr í efsta sæti yfir þær plötur sem eru á tónlistarveitunni í þrjátíu löndum, þrátt fyrir að hafa ekki verið á vefnum í sólarhring. Þetta má sjá á lista sem byggir á rauntíma upplýsingum frá iTunes. Björk situr meðal annars á toppnum í Bretlandi, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Noregi, Rússlandi og Póllandi. Platan er einnig í öðru sæti í níu löndnum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Afríku. Platan hefur fengið mjög góða dóma. Blaðamaður breska miðilsins The Guardian segir Björk hafa sett sjálfa sig og umhverfisvitund sína aftur í forgrunn með plötunni. Hann segir að þetta sé mikilvægasta plata Bjarkar síðan árið 2001 og notar sterk lýsingarorð og segir að platan sé „særð, hrá og - það mikilvægasta af öllu - mannleg." Í gagnrýni miðilsins Irish Times fær Björk fjórar stjörnur fyrir plötuna. Þar segir að Björk hafi neyðst til að gefa plötuna út snemma, en að það hafi svo sannarlega verið sigur fyrir íslensku söngkonuna. Blaðamaður MTV segir plötuna vera magnaða. Hann segir plötuna hreinlega lama hlustandann. Hann segir plötuna vera lífræna en samt svo fjarlæga.
Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“