Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2015 11:26 Gísli Freyr var á endanum dæmdur fyrir lekann. Hanna Birna gerði minnst tvær athugasemdir við aðgerðir lögreglu gagnvart honum á rannsóknartímanum. Vísir/GVA/Daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ í rannsókn lögreglunnar á leka á trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu væri á aðstoðarmönnum ráðherra en ekki almennt á starfsmönnum ráðuneytisins. Þessa athugasemd ítrekaði hún við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingi sem hefur eftir Stefáni að Hanna Birna hafi gert „mjög nákvæmar athugasemdir við einstaka þætti í rannsókninni“. Þær hafi gjarnan komið til í tengslum við rannsóknaraðgerðir lögreglunnar.Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Í álitinu kemur fram að athugasemdir Hönnu Birnu hafi byrjað áður en að formleg rannsókn hófst en hún fann sérstaklega að því að yfirlögregluþjónn við embætti Stefáns hefði staðfest við blaðamann að kæra væri komin fram á hendur ráðuneytinu. Taldi hún að ráðuneytið hefði átt að vera upplýst um kæruna en fram kemur að aðstoðarmaður hennar hefði leitað eftir upplýsingum um kæru án árangurs. Hanna Birna gerði athugasemdir við að lögreglan handlagði tölvu Gísla Freys Valdórssonar, annars aðstoðarmanna hennar, sem síðar viðurkenndi að hafa lekið gögnunum. Hún gerði einnig athugasemdir við tímasetningu á viðbótarskýrslutöku af Gísla Frey og taldi „algjörlega ómögulegt“, samkvæmt orðum Stefáns, að aðstoðarmaðurinn þyrfti að bíða fram yfir helgi til að mæta í skýrslutökuna.Sjá einnig: Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Eftir að tveir dómar Hæstaréttar þar sem tekin var afstaða til heimilda lögreglunnar í rannsókninni voru birtir gerði Hanna Birna einnig athugasemdir. „Lögreglustjórinn segir að í báðum tilvikum hafi ráðherra hringt og verið mjög ósátt við framgöngu lögreglunnar og rannsókn málsins, bæði almennt sem og varðandi einstök atriði sem komu fram, einkum í úrskurðum héraðsdóms,“ segir í álitinu. Í álitinu segir einnig að Hanna Birna hefði nafngreint þrjá tiltekna starfsmenn sem sinntu rannsókninni í samtali við Stefán og gert „þátt þeirra og ákvarðanir í málinu að umtalsefni“. Þá hafi í því samhengi - komið fram „áhyggjur hennar af því að málið ætti sér pólitískar rætur“ og hefði í því samhengi verið vísað til fjölskyldutengsla eins rannsakenda, að því er vitnað í Stefán í álitinu. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ í rannsókn lögreglunnar á leka á trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu væri á aðstoðarmönnum ráðherra en ekki almennt á starfsmönnum ráðuneytisins. Þessa athugasemd ítrekaði hún við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingi sem hefur eftir Stefáni að Hanna Birna hafi gert „mjög nákvæmar athugasemdir við einstaka þætti í rannsókninni“. Þær hafi gjarnan komið til í tengslum við rannsóknaraðgerðir lögreglunnar.Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Í álitinu kemur fram að athugasemdir Hönnu Birnu hafi byrjað áður en að formleg rannsókn hófst en hún fann sérstaklega að því að yfirlögregluþjónn við embætti Stefáns hefði staðfest við blaðamann að kæra væri komin fram á hendur ráðuneytinu. Taldi hún að ráðuneytið hefði átt að vera upplýst um kæruna en fram kemur að aðstoðarmaður hennar hefði leitað eftir upplýsingum um kæru án árangurs. Hanna Birna gerði athugasemdir við að lögreglan handlagði tölvu Gísla Freys Valdórssonar, annars aðstoðarmanna hennar, sem síðar viðurkenndi að hafa lekið gögnunum. Hún gerði einnig athugasemdir við tímasetningu á viðbótarskýrslutöku af Gísla Frey og taldi „algjörlega ómögulegt“, samkvæmt orðum Stefáns, að aðstoðarmaðurinn þyrfti að bíða fram yfir helgi til að mæta í skýrslutökuna.Sjá einnig: Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Eftir að tveir dómar Hæstaréttar þar sem tekin var afstaða til heimilda lögreglunnar í rannsókninni voru birtir gerði Hanna Birna einnig athugasemdir. „Lögreglustjórinn segir að í báðum tilvikum hafi ráðherra hringt og verið mjög ósátt við framgöngu lögreglunnar og rannsókn málsins, bæði almennt sem og varðandi einstök atriði sem komu fram, einkum í úrskurðum héraðsdóms,“ segir í álitinu. Í álitinu segir einnig að Hanna Birna hefði nafngreint þrjá tiltekna starfsmenn sem sinntu rannsókninni í samtali við Stefán og gert „þátt þeirra og ákvarðanir í málinu að umtalsefni“. Þá hafi í því samhengi - komið fram „áhyggjur hennar af því að málið ætti sér pólitískar rætur“ og hefði í því samhengi verið vísað til fjölskyldutengsla eins rannsakenda, að því er vitnað í Stefán í álitinu.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30