Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. janúar 2015 19:00 Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. Umborðsmaður Alþingis birti í gær athugun sína á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í sambandi við rannsókn lekamálsins svokallaða. Niðurstaða umboðsmanns var afgerandi og á þann veg að ráðherra hefði farið langt út fyrir valdsvið sitt í samskiptunum við lögreglustjórnann auk þess sem hún hafi ekki sagt allan sannleikann í svörum til umboðsmanns. Hanna Birna hefur verið í leyfi frá þingstörfum síðan hún sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember en hugðist snúa aftur til starfa í mars. „Það sem ég held að forysta Sjáfstæðisflokksins verði að hugleiða vel er að hver sú ákvörðun sem verður tekin mun senda út mjög sterk skilaboð um skilning flokksins á pólitískri ábyrgð,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnmálafræði. Sigurbjörg segir það miður að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi lýst yfir trausti til Hönnu Birnu áður en málinu lauk. Flokkurinn þurfi að horfa á stóru myndina og ákveða hvað sé við hæfi við þessar aðstæður. Hvorki Hanna Birna sjálf, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingfloksformaður, vildu tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Til stendur að þingflokkurinn fundi á mánudaginn, þar sem þetta mál verður rætt, og vænta má viðbragða í kjölfarið. „Þetta mál er einstakt og sérstakt í íslenskri stjórnmálasögu. Það er mjög margt sem við getum lært af því. Eitt er það að sjá að við getum lært af því og dregið af því ákveðinn lærdóm fyrir framtíðina, en annað er það að vera tilbúin til þess. Það mun koma fram á næstu dögum, og nú hvílir mjög mikil ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum, á forystu Sjálfstæðisflokksins og öðrum þingmönnum í þinginu. Hver verða næstu skref og hvað ætla menn að gera með málið í framhaldinu,“ segir Sigurbjörg. Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjóra áttu eigi sér ekki stað. 23. janúar 2015 19:27 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. Umborðsmaður Alþingis birti í gær athugun sína á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í sambandi við rannsókn lekamálsins svokallaða. Niðurstaða umboðsmanns var afgerandi og á þann veg að ráðherra hefði farið langt út fyrir valdsvið sitt í samskiptunum við lögreglustjórnann auk þess sem hún hafi ekki sagt allan sannleikann í svörum til umboðsmanns. Hanna Birna hefur verið í leyfi frá þingstörfum síðan hún sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember en hugðist snúa aftur til starfa í mars. „Það sem ég held að forysta Sjáfstæðisflokksins verði að hugleiða vel er að hver sú ákvörðun sem verður tekin mun senda út mjög sterk skilaboð um skilning flokksins á pólitískri ábyrgð,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnmálafræði. Sigurbjörg segir það miður að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi lýst yfir trausti til Hönnu Birnu áður en málinu lauk. Flokkurinn þurfi að horfa á stóru myndina og ákveða hvað sé við hæfi við þessar aðstæður. Hvorki Hanna Birna sjálf, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingfloksformaður, vildu tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Til stendur að þingflokkurinn fundi á mánudaginn, þar sem þetta mál verður rætt, og vænta má viðbragða í kjölfarið. „Þetta mál er einstakt og sérstakt í íslenskri stjórnmálasögu. Það er mjög margt sem við getum lært af því. Eitt er það að sjá að við getum lært af því og dregið af því ákveðinn lærdóm fyrir framtíðina, en annað er það að vera tilbúin til þess. Það mun koma fram á næstu dögum, og nú hvílir mjög mikil ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum, á forystu Sjálfstæðisflokksins og öðrum þingmönnum í þinginu. Hver verða næstu skref og hvað ætla menn að gera með málið í framhaldinu,“ segir Sigurbjörg.
Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjóra áttu eigi sér ekki stað. 23. janúar 2015 19:27 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjóra áttu eigi sér ekki stað. 23. janúar 2015 19:27
Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26