Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Arnar Björnsson skrifar 24. janúar 2015 20:15 Danir verða mótherjar Íslendinga. Þeir unnu fjögurra marka sigur á Pólverjum 31-27 í Lusail í kvöld. Danir höfðu undirtökin allan leikinn, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar náðu sjö marka forystu þegar tæpar 11 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. 11 Danir skoruðu í leiknum. Hans Lindberg skoraði 6 mörk úr jafnmörgum skotum og þeir Mikkel Hansen, Lasse Svan og Jesper Nöddesbo skoruðu fjögur mörk hver. Pólsku markverðirnir voru aðeins með 14% markvörslu, vörðu 5 skot en Nicklas Landin varði 11 skot í danska markinu. Hann byrjaði frábærlega þegar Danir komust í 3-0 á fyrstu mínútum leiksins. Línumaðurinn Bartosz Jurecki skoraði flest mörk Pólverja, fimm talsins þar af 4 af vítalínunni. Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. Hann er alveg með það á hreinu hverjir verða andstæðingar Dana í 16 liða úrslitum. „Já, já, ég veit það. Það er bara eins og það er. Þetta verður spennandi verkefni,“ sagði Guðmundur. Langar þig ekki að vera hinum megin í þeim leik? „Nei nú er ég með Dani og gef allt í þetta sem ég get fyrir mitt lið. Það er ekkert annað sem kemst að. „Þetta var svakalegur leikur. Mikilvægt að dreifa álaginu. Margt gott í leiknum, góðir kaflar í vörn og góð markvarsla á köflum og við spiluðum af yfirvegun í sókninni.“ Íslendingar búnir að fá á baukinn í tveimur leikjum en nú eru þeir komnir með blóð á tennurnar. „Já við líka. Við fengum líka á baukinn þannig að ég held að það sé líkt á komið með liðunum.“ Á baukinn, þið gerðuð jafntefli við Argentínumenn og það reyndust bara fínustu úrslit. „Það eru ekki allir sammála því. En án gríns þá held ég að við höfum bara verið að vinna okkur inn í keppnina hægt og sígandi og mér finnst við hafa verið að bæta okkar leik með hverjum leik. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fá fleiri leikmenn inná völlinn til að jafna álagið.“ Ég veit að það þýðir ekkert að spyrja þig hvað þú varst ánægðustur með en óánægðastur? „Það var ekki margt, kannski nokkur atriði í vörninni, hún hefði mátt vera þéttari. Við vorum allan tímann með forystuna og það var ákveðin yfirvegun í þessu hjá okkur. Þú heldur náttúrulega með Íslandi í leiknum gegn Dönum. „Nei nú skilja leiðir í 60 mínútur.“ HM 2015 í Katar Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Danir verða mótherjar Íslendinga. Þeir unnu fjögurra marka sigur á Pólverjum 31-27 í Lusail í kvöld. Danir höfðu undirtökin allan leikinn, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar náðu sjö marka forystu þegar tæpar 11 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. 11 Danir skoruðu í leiknum. Hans Lindberg skoraði 6 mörk úr jafnmörgum skotum og þeir Mikkel Hansen, Lasse Svan og Jesper Nöddesbo skoruðu fjögur mörk hver. Pólsku markverðirnir voru aðeins með 14% markvörslu, vörðu 5 skot en Nicklas Landin varði 11 skot í danska markinu. Hann byrjaði frábærlega þegar Danir komust í 3-0 á fyrstu mínútum leiksins. Línumaðurinn Bartosz Jurecki skoraði flest mörk Pólverja, fimm talsins þar af 4 af vítalínunni. Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. Hann er alveg með það á hreinu hverjir verða andstæðingar Dana í 16 liða úrslitum. „Já, já, ég veit það. Það er bara eins og það er. Þetta verður spennandi verkefni,“ sagði Guðmundur. Langar þig ekki að vera hinum megin í þeim leik? „Nei nú er ég með Dani og gef allt í þetta sem ég get fyrir mitt lið. Það er ekkert annað sem kemst að. „Þetta var svakalegur leikur. Mikilvægt að dreifa álaginu. Margt gott í leiknum, góðir kaflar í vörn og góð markvarsla á köflum og við spiluðum af yfirvegun í sókninni.“ Íslendingar búnir að fá á baukinn í tveimur leikjum en nú eru þeir komnir með blóð á tennurnar. „Já við líka. Við fengum líka á baukinn þannig að ég held að það sé líkt á komið með liðunum.“ Á baukinn, þið gerðuð jafntefli við Argentínumenn og það reyndust bara fínustu úrslit. „Það eru ekki allir sammála því. En án gríns þá held ég að við höfum bara verið að vinna okkur inn í keppnina hægt og sígandi og mér finnst við hafa verið að bæta okkar leik með hverjum leik. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fá fleiri leikmenn inná völlinn til að jafna álagið.“ Ég veit að það þýðir ekkert að spyrja þig hvað þú varst ánægðustur með en óánægðastur? „Það var ekki margt, kannski nokkur atriði í vörninni, hún hefði mátt vera þéttari. Við vorum allan tímann með forystuna og það var ákveðin yfirvegun í þessu hjá okkur. Þú heldur náttúrulega með Íslandi í leiknum gegn Dönum. „Nei nú skilja leiðir í 60 mínútur.“
HM 2015 í Katar Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira