Nyegaard: Hvar eru ungu mennirnir í íslenska liðinu? Arnar Björnsson skrifar 28. janúar 2015 18:45 Bent Nyegaard, fyrrverandi þjálfari, er sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Hann er búinn að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu í mörg ár og hrifist af. Hann óttast að nú séu ákveðin tímamót. Íslendingar gætu verið að missa af lestinni, meira fjármagn þarf í handboltann á Íslandi og hreyfingin þarf að ná í fleiri iðkendur líkt og Danir hafa gert á undanförnum árum. Nyegaard sagði þetta eftir leik Íslendinga og Dana. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að þetta varð aldrei neinn leikur vegna þess að Íslendingar höfðu ekki erindi sem erfiði. Því miður gat Aron Pálmarsson ekki spilað og Íslendingar höfðu því ekki nógu góð spil á hendi. Við sem lýstum leiknum ræddum það í lýsingunni að íslenska liðið væri orðið of gamalt. Hvar eru ungu mennirnir“? Óttastu að hér séu ákveðin tímamót hjá íslenska landsliðinu? „Ég óttast það. Ef við skoðum leikmennina sem léku gegn Dönum þá voru lykilmennirnir sem léku allan leikinn flestir komnir yfir þrítugt. Þetta er of mikið en þessir strákar hafa afrekað mikið á síðustu 10 árum. Við Danir höfum úr fleiri leikmönnum að velja. Ef við skoðum danska liðið að þá eru leikmennirnir á aldrinum 22-24 ára. Reyndustu leikmennirnir eru varamenn, Bo Spellerberg og Henrik Möllgaard. Þetta eru leikmenn sem þjálfarinn þarf ekki að reiða sig á í hverjum leik“. Hver gæti verið lausnin fyrir okkur Íslendinga? „Aðalatriðið er að fá fleiri börn og unglinga til að æfa og spila handbolta. Ég veit að áhuginn á handbolta er mikill á Íslandi en hann þarf að vera meiri. Þrátt fyrir að bæði karla og kvennalandsliðunum hafi vegnað vel að þá settu allan hagnað ef Evrópumótinu í fyrra í íþróttina, 15 milljónir danskra króna. Þjóðverjar fóru eins að þegar þeir héldu keppnina 2007. Nú eru reglurnar þannig í Þýskalandi að félögin í þýsku úrvalsdeildinni verða að setja ákveðinn hluta tekna sinna í unglingastarfið. Svarið við spurningunni er því, peningar, meiri áhugi og fleiri börn sem spila handbolta er eina leiðin til að komast á réttan kjöl á ný." HM 2015 í Katar Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Bent Nyegaard, fyrrverandi þjálfari, er sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Hann er búinn að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu í mörg ár og hrifist af. Hann óttast að nú séu ákveðin tímamót. Íslendingar gætu verið að missa af lestinni, meira fjármagn þarf í handboltann á Íslandi og hreyfingin þarf að ná í fleiri iðkendur líkt og Danir hafa gert á undanförnum árum. Nyegaard sagði þetta eftir leik Íslendinga og Dana. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að þetta varð aldrei neinn leikur vegna þess að Íslendingar höfðu ekki erindi sem erfiði. Því miður gat Aron Pálmarsson ekki spilað og Íslendingar höfðu því ekki nógu góð spil á hendi. Við sem lýstum leiknum ræddum það í lýsingunni að íslenska liðið væri orðið of gamalt. Hvar eru ungu mennirnir“? Óttastu að hér séu ákveðin tímamót hjá íslenska landsliðinu? „Ég óttast það. Ef við skoðum leikmennina sem léku gegn Dönum þá voru lykilmennirnir sem léku allan leikinn flestir komnir yfir þrítugt. Þetta er of mikið en þessir strákar hafa afrekað mikið á síðustu 10 árum. Við Danir höfum úr fleiri leikmönnum að velja. Ef við skoðum danska liðið að þá eru leikmennirnir á aldrinum 22-24 ára. Reyndustu leikmennirnir eru varamenn, Bo Spellerberg og Henrik Möllgaard. Þetta eru leikmenn sem þjálfarinn þarf ekki að reiða sig á í hverjum leik“. Hver gæti verið lausnin fyrir okkur Íslendinga? „Aðalatriðið er að fá fleiri börn og unglinga til að æfa og spila handbolta. Ég veit að áhuginn á handbolta er mikill á Íslandi en hann þarf að vera meiri. Þrátt fyrir að bæði karla og kvennalandsliðunum hafi vegnað vel að þá settu allan hagnað ef Evrópumótinu í fyrra í íþróttina, 15 milljónir danskra króna. Þjóðverjar fóru eins að þegar þeir héldu keppnina 2007. Nú eru reglurnar þannig í Þýskalandi að félögin í þýsku úrvalsdeildinni verða að setja ákveðinn hluta tekna sinna í unglingastarfið. Svarið við spurningunni er því, peningar, meiri áhugi og fleiri börn sem spila handbolta er eina leiðin til að komast á réttan kjöl á ný."
HM 2015 í Katar Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira