Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 28. janúar 2015 18:25 Saric var hetja Katarmanna eftir leikinn í kvöld. Vísir/Eva Björk Valero Rivero, hinn spænski þjálfari landsliðs Katars, sá til þess að hvorki hann né markvörðurinn Danijel Saric svöruðu spurningum blaðamanna sem snerust um annað en handbolta. „Við spiluðum okkar besta handbolta á þessu móti í fyrri hálfleik. Það dugði til að vinna þennan leik,“ sagði Rivera á blaðamannafundinum eftir leikinn í kvöld. Katar leiddi lengst af í leiknum og vann að lokum sigur. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd liðsins, fyrir hönd handknattleikssambands Katars og þjóðarinnar allrar. Katar hefur gert mikið fyrir handboltaíþróttina og á skilið að verða fyrsta Asíuþjóðin sem kemst í undanúrslit heimsmeistaramóts,“ bætti þjálfarinn við. Markvörðurinn Danijel Saric varði stórkostlega þegar mest á reyndi undir lok leiksins og var valinn maður leiksins. Saric er fæddur í gömlu Júgóslavíu, er Bosníumaður, en hefur spilað með landsliðum Serbíu og Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu og Hersegóvínu og nú Katar. „Ég er afar hamingjusamur með að vera kominn í undanúrslitin. Mér fannst fyrri hálfleikur frábærlega spilaður hjá okkur en Þjóðverjar voru góðir í seinni hálfleik. Við gáfum allt sem við áttum og það dugði til,“ sagði Saric á spænsku en hann leikur nú með Barcelona. Rivero talaði á ensku og tók að sér starf túlks fyrir Saric á blaðamannafundinum. „Það er hápunktur minn ferils að spila í undanúrslitum á HM. Við eigum það skilið, liðið og leikmenn sem og þjóðin öll. Vonandi tekst okkur að fara enn lengra um helgina.“ Saric var spurður hvort að hann upplifði sig meira sem Katarbúi með hverjum deginum. Valero greip inn í og sagði að þeir myndu engum spurningum svara nema þeim sem sneri að handbolta. Valero var síðar spurður hvort að hann teldi að handboltalandslið þjóðarinnar, sem er að mestu byggt upp á aðkomumönnum, gæti verið fyrirmynd fyrir landslið Katar í öðrum íþróttum. „Jú, þetta hefur gefið góða raun. En ég er handboltaþjálfari og tjái mig aðeins um handbolta,“ sagði Rivero. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Valero Rivero, hinn spænski þjálfari landsliðs Katars, sá til þess að hvorki hann né markvörðurinn Danijel Saric svöruðu spurningum blaðamanna sem snerust um annað en handbolta. „Við spiluðum okkar besta handbolta á þessu móti í fyrri hálfleik. Það dugði til að vinna þennan leik,“ sagði Rivera á blaðamannafundinum eftir leikinn í kvöld. Katar leiddi lengst af í leiknum og vann að lokum sigur. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd liðsins, fyrir hönd handknattleikssambands Katars og þjóðarinnar allrar. Katar hefur gert mikið fyrir handboltaíþróttina og á skilið að verða fyrsta Asíuþjóðin sem kemst í undanúrslit heimsmeistaramóts,“ bætti þjálfarinn við. Markvörðurinn Danijel Saric varði stórkostlega þegar mest á reyndi undir lok leiksins og var valinn maður leiksins. Saric er fæddur í gömlu Júgóslavíu, er Bosníumaður, en hefur spilað með landsliðum Serbíu og Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu og Hersegóvínu og nú Katar. „Ég er afar hamingjusamur með að vera kominn í undanúrslitin. Mér fannst fyrri hálfleikur frábærlega spilaður hjá okkur en Þjóðverjar voru góðir í seinni hálfleik. Við gáfum allt sem við áttum og það dugði til,“ sagði Saric á spænsku en hann leikur nú með Barcelona. Rivero talaði á ensku og tók að sér starf túlks fyrir Saric á blaðamannafundinum. „Það er hápunktur minn ferils að spila í undanúrslitum á HM. Við eigum það skilið, liðið og leikmenn sem og þjóðin öll. Vonandi tekst okkur að fara enn lengra um helgina.“ Saric var spurður hvort að hann upplifði sig meira sem Katarbúi með hverjum deginum. Valero greip inn í og sagði að þeir myndu engum spurningum svara nema þeim sem sneri að handbolta. Valero var síðar spurður hvort að hann teldi að handboltalandslið þjóðarinnar, sem er að mestu byggt upp á aðkomumönnum, gæti verið fyrirmynd fyrir landslið Katar í öðrum íþróttum. „Jú, þetta hefur gefið góða raun. En ég er handboltaþjálfari og tjái mig aðeins um handbolta,“ sagði Rivero.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48
Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58
Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01
Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03