Top Gear þríeykið semur til 2018 Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2015 10:20 Richard Hammond, James May og Jeremy Clarkson, þáttastjórnendur Top Gear þáttanna. Aðdáendur Top Gear bílaþáttanna þurfa ekki að örvænta þar sem þeir þrír þáttastjórnendur sem hafa með þáttagerðina að gera hafa samið við BBC um áframhaldandi starf til ársins 2018. Í fyrra komu upp hættumerki um áframhaldandi tilvist þáttanna þar sem Jeremy Clarkson, einn stjórnendanna, hlýtti rannsókn vegna nokkurra ummæla hans í þáttunum sem þóttu meiðandi fyrir heilu þjóðirnar og ýmsa minnihlutahópa. Þær hafa nú verið gleymdar og grafnar en hann fékk þó viðvaranir og tilmæli um að láta af slíkum ummælum. Top Gear þættirnir skapa BBC mjög mikla tekjur vegna sölu þáttanna til svo til allra landa heims og því væri það sjónvarpsstöðinni mikið áfall að stöðva áframhaldandi gerð þeirra. Nú er þó framtíð þeirra tryggð til næstu þriggja ára og fátt annað fyrir aðdáendur þeirra að gera en að hlakka til næstu þáttaraða. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Aðdáendur Top Gear bílaþáttanna þurfa ekki að örvænta þar sem þeir þrír þáttastjórnendur sem hafa með þáttagerðina að gera hafa samið við BBC um áframhaldandi starf til ársins 2018. Í fyrra komu upp hættumerki um áframhaldandi tilvist þáttanna þar sem Jeremy Clarkson, einn stjórnendanna, hlýtti rannsókn vegna nokkurra ummæla hans í þáttunum sem þóttu meiðandi fyrir heilu þjóðirnar og ýmsa minnihlutahópa. Þær hafa nú verið gleymdar og grafnar en hann fékk þó viðvaranir og tilmæli um að láta af slíkum ummælum. Top Gear þættirnir skapa BBC mjög mikla tekjur vegna sölu þáttanna til svo til allra landa heims og því væri það sjónvarpsstöðinni mikið áfall að stöðva áframhaldandi gerð þeirra. Nú er þó framtíð þeirra tryggð til næstu þriggja ára og fátt annað fyrir aðdáendur þeirra að gera en að hlakka til næstu þáttaraða.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent