Hinsegin fólk fær ekki bílpróf í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2015 14:17 Bílaumferð í Rússlandi. International Business Times Ný lög í Rússlandi kveða á um það að hommar, lesbíur, transfólk og allri þeir sem sem rússnesk yfirvöld skilgreina sem „kynvillinga“ eigi ekki rétt á því að öðlast bílbróf. Sé þetta gert til að auka öryggi á rússneskum vegum. Þessi lög eiga einnig við fólk með sýniþörf, gluggagægja, spilafíkla, fólk með steliþörf, fólk sem er undir fimm fetum á hæð (um 152 sentimetrar) og fólk sem misst hefur útlimi. Með þessum lögum er því verið að skerða réttindi stórs hóps fólks og hefur lagasetningin sætt mikilli gagnrýni hinna ýmsu mannréttindahópa. Það var forsætisráðherrann Dmitry Medvedev sem skrifaði undir þessi nýju lög þann 29. desember síðastliðinn og hafa þau því gengið í gildi. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent
Ný lög í Rússlandi kveða á um það að hommar, lesbíur, transfólk og allri þeir sem sem rússnesk yfirvöld skilgreina sem „kynvillinga“ eigi ekki rétt á því að öðlast bílbróf. Sé þetta gert til að auka öryggi á rússneskum vegum. Þessi lög eiga einnig við fólk með sýniþörf, gluggagægja, spilafíkla, fólk með steliþörf, fólk sem er undir fimm fetum á hæð (um 152 sentimetrar) og fólk sem misst hefur útlimi. Með þessum lögum er því verið að skerða réttindi stórs hóps fólks og hefur lagasetningin sætt mikilli gagnrýni hinna ýmsu mannréttindahópa. Það var forsætisráðherrann Dmitry Medvedev sem skrifaði undir þessi nýju lög þann 29. desember síðastliðinn og hafa þau því gengið í gildi.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent