Segja skýringar ráðherrans slappar og lélegar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. janúar 2015 20:45 Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. Stjórnarandstaðan vill að forsætisráðherra skýri betur út fyrir þjóðinni hvað annað hafi verið svona mikilvægt. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG segir að þær skýringar sem ráðherrann hafi gefið séu með ólíkindum, þær séu svo slappar og lélegar. ,,Að nefna ástæðuna, margir samverkandi þættir, þegar rætt er um svona krefjandi spurningu, er óboðlegt.“ „Við hljótum að gera ráð fyrir því að það séu gildar ástæður sem liggja að baki því að það mæti enginn háttsettari en staðgengill sendiherra á svona mikilvægan viðburð,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og bætir við að ef það séu engar skárri skýringar en ráðherrann hafi gefið upp, þá hljóti þetta einfaldlega að vera mistök. „Við verðum að treysta því að menn læri af þeim mistökum.“ Birgitta Jónsdóttir kapteinn pírata segist ekki hafa séð neinar almennilegar skýringar frá ráðherranum. Þarna hafi menn verið að koma mjög langt að og komist þó. Og flestir fari þeir fyrir stærri þjóðum en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hafi því væntanlega meira að sýsla. Hún segist gera ráð fyrir því að hann hafi ekki lesið rétt í kringumstæðurnar. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segist farinn að hafa óeðlilega litlar væntingar til forystu ríkisstjórnarinnar í þessu sem öðru. Það komi því ekki sérstaklega á óvart að enginn forystumaður ríkisstjórnarinnar hafi verið viðstaddur og skýringarnar svo lélegar sem þær eru, komi heldur ekki á óvart. „Þetta verðskuldar bara skömm í hattinn og refsistig. Og forsætisráðherra er bara ekki að standa sig.“ Charlie Hebdo Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. Stjórnarandstaðan vill að forsætisráðherra skýri betur út fyrir þjóðinni hvað annað hafi verið svona mikilvægt. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG segir að þær skýringar sem ráðherrann hafi gefið séu með ólíkindum, þær séu svo slappar og lélegar. ,,Að nefna ástæðuna, margir samverkandi þættir, þegar rætt er um svona krefjandi spurningu, er óboðlegt.“ „Við hljótum að gera ráð fyrir því að það séu gildar ástæður sem liggja að baki því að það mæti enginn háttsettari en staðgengill sendiherra á svona mikilvægan viðburð,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og bætir við að ef það séu engar skárri skýringar en ráðherrann hafi gefið upp, þá hljóti þetta einfaldlega að vera mistök. „Við verðum að treysta því að menn læri af þeim mistökum.“ Birgitta Jónsdóttir kapteinn pírata segist ekki hafa séð neinar almennilegar skýringar frá ráðherranum. Þarna hafi menn verið að koma mjög langt að og komist þó. Og flestir fari þeir fyrir stærri þjóðum en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hafi því væntanlega meira að sýsla. Hún segist gera ráð fyrir því að hann hafi ekki lesið rétt í kringumstæðurnar. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segist farinn að hafa óeðlilega litlar væntingar til forystu ríkisstjórnarinnar í þessu sem öðru. Það komi því ekki sérstaklega á óvart að enginn forystumaður ríkisstjórnarinnar hafi verið viðstaddur og skýringarnar svo lélegar sem þær eru, komi heldur ekki á óvart. „Þetta verðskuldar bara skömm í hattinn og refsistig. Og forsætisráðherra er bara ekki að standa sig.“
Charlie Hebdo Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira