Aðeins helmingur bílavarahluta lækkar Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2015 11:06 Um það bil helmingur bílavarahluta lækkar vegna niðurfellingar á vörugjöldum. Með breytingum er stjórnvöld gerðu á vörugjöldum um sl. áramót voru vörugjöld á bílavarahlutum felld niður. Bílgreinasambandið hefur lengi bent á og barist fyrir að vörugjöld á varahlutum væru felld niður og þá sérstaklega þeim hlutum er snúa beint að öryggisbúnaði. Nú hefur það ánægjulega gerst og varahlutir bera ekki lengur vörugjöld. Hins vegar að gefnu tilefni er rétt að benda á að um það bil 50% varahluta í bíla báru ekki vörugjöld fyrir þessar breytingar og því er langt því frá að allir varahlutir hafi lækkað í verði eftir að áðurnefndar breytingar áttu sér stað um sl. áramót. Nokkuð hefur borið á misskilningi vegna þessa og því vill Bílgreinasambandið benda á þá staðreynd að ekki er um flata lækkun á varahlutum er að ræða. Hægt er að kynna sér hvaða hlutir báru vörugjöld og hverjir ekki hjá Tollstjóra. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent
Með breytingum er stjórnvöld gerðu á vörugjöldum um sl. áramót voru vörugjöld á bílavarahlutum felld niður. Bílgreinasambandið hefur lengi bent á og barist fyrir að vörugjöld á varahlutum væru felld niður og þá sérstaklega þeim hlutum er snúa beint að öryggisbúnaði. Nú hefur það ánægjulega gerst og varahlutir bera ekki lengur vörugjöld. Hins vegar að gefnu tilefni er rétt að benda á að um það bil 50% varahluta í bíla báru ekki vörugjöld fyrir þessar breytingar og því er langt því frá að allir varahlutir hafi lækkað í verði eftir að áðurnefndar breytingar áttu sér stað um sl. áramót. Nokkuð hefur borið á misskilningi vegna þessa og því vill Bílgreinasambandið benda á þá staðreynd að ekki er um flata lækkun á varahlutum er að ræða. Hægt er að kynna sér hvaða hlutir báru vörugjöld og hverjir ekki hjá Tollstjóra.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent