Kretzschmar: Ísland kemst ekki í undanúrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2015 14:00 Stefan Kretzschmar við hlið Heiner Brand. Vísir/Getty Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í handbolta, er einn fremsti sérfræðingur landsins um íþróttina og áberandi í umfjöllun þýskra fjölmiðla um handbolta. Hann er nú staddur hér í Katar á HM í handbolta og tók Vísir hann tali, bæði um aðkomu Dags Sigurðssonar að þýska landsliðinu og möguleika íslenska landsliðsins í keppninni sem er fram undan. Kretzschmar segir að það séu hófstilltar væntingar gagnvart þýska liðinu sem hefur gengið í gegnum lægð undanfarin ár. „Við erum í fyrsta lagi bara ánægð með að vera komin hingað. Við komumst ekki á mótið með hefðbundnum leiðum,“ sagði Kretzchmar í samtali við Vísi. Hann sagði að Dagur hafi haft góð áhrif á þýska landsliðið. „Þegar undirbúningsleikirnir fjórir eru skoðaðir, og líka leikir liðsins í undankeppni EM í haust sér maður að þetta er lið sem er komið með nýtt andlit.“ „Liðið er farið að spila betri vörn - betri en nokkru sinni fyrr. Boltinn gengur svo hratt í sókninni og liðið er að spila álitlegan handbolta. Æfingaleikirnir gegn Íslandi voru til að mynda góðir,“ segir hann og á þar við æfingaleikina í Laugardalshöll. „Þess vegna getur maður leyft sér að vera nokkuð ánægður eins og málin standa núna. En þú veist hvernig þetta er - núna byrjar mótið og þá verða spilin stokkuð upp á nýtt.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins.Vísir/ErnirÞýskaland og Pólland eigast við í fyrstu umferð riðlakeppninnar í dag en þessi lið mættust einnig í undankeppni HM 2015, þar sem Pólverjar höfðu betur. Þýskaland komst svo inn á mótið með krókaleiðum eins og frægt er. „Dagur hafði auðvitað ekkert að gera með þessa leiki við Pólverja á sínum tíma. En ég trúi því meira að segja að Pólland eigi möguleika á því að verða heimsmeistari - liðið tilheyrir að minnsta kosti í hópi fimm bestu liðanna.“ „Dagur var því rólegur á blaðamannafundi í dag en ég tel að Pólland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það sem mestu skiptir er að Þýskaland verði í einu af þremur efstu sætum riðilsins til að sleppa við Frakkland í 16-liða úrslitunum,“ segir Kretzschmar en hann gerir ráð fyrir að Frakkland vinni C-riðil og að Ísland, Svíþjóð og Tékkland komist einnig áfram. Kretzchmar segir að íslenska liðið hafi greinilega saknað Arons Pálmarssonar í æfingaleikjunum gegn Þýskalandi og því styrki endurkoma hans liðið til muna. „Alexander Petersson er frábær hægri skytta og Guðjón Valur sömuleiðis í vinstra horninu. Snorri Steinn er afar klókur miðjumaður með mjög mikla handboltagreind og svo tvo baráttumenn á línunni.“ „Það kemur mér alltaf á óvart hversu marga framúrskarandi handboltamenn Ísland getur búið til. Ég held að það séu tvöfalt fleiri íbúar í Leipzig, þar sem ég bý, en á öllu Íslandi.“ „En það eru ákveðnar takmarkanir á liðinu. Það er afar háð Aroni Pálmarssyni sem er besti leikmaður liðsins sem annað hvort vinnur leikina eða tapar þeim. “ „Það er svo bara einn góður markvörður í liðinu. Hinn er ekki svo sterkur. Ísland er því með gott lið eins og svo oft áður en ég tel að það eigi ekki raunhæfa möguleika á sæti í undanúrslitum.“Vísir/VilhelmHonum er þó sama hvort að Þýskaland mætir Íslandi í 16-liða úrslitum keppninnar eða ekki. „Ég tel að það sé ekki mikill munur á því að spila við Svíþjóð, Ísland eða Tékkland - þó svo að liðin sjálf spili ólíkan handbolta. Úr þessum hópi geta allir unnið alla.“ „Það yrði örugglega ekki auðvelt að spila við Ísland, sérstaklega ef að Aron finnur sig vel á mótinu, en Svíþjóð verður heldur ekki auðveldur andstæðingur. Við unnum Tékka tvisvar í undirbúningnum og kannski yrði það léttasti mótherjinn en maður veit aldrei á HM - það gæti allt gerst.“ „Aðalmálið er að sleppa við Frakkland. Það væri skelfilegt að þurfa að spila við þá í 16-liða úrslitunum.“ Handbolti HM 2015 í Katar Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í handbolta, er einn fremsti sérfræðingur landsins um íþróttina og áberandi í umfjöllun þýskra fjölmiðla um handbolta. Hann er nú staddur hér í Katar á HM í handbolta og tók Vísir hann tali, bæði um aðkomu Dags Sigurðssonar að þýska landsliðinu og möguleika íslenska landsliðsins í keppninni sem er fram undan. Kretzschmar segir að það séu hófstilltar væntingar gagnvart þýska liðinu sem hefur gengið í gegnum lægð undanfarin ár. „Við erum í fyrsta lagi bara ánægð með að vera komin hingað. Við komumst ekki á mótið með hefðbundnum leiðum,“ sagði Kretzchmar í samtali við Vísi. Hann sagði að Dagur hafi haft góð áhrif á þýska landsliðið. „Þegar undirbúningsleikirnir fjórir eru skoðaðir, og líka leikir liðsins í undankeppni EM í haust sér maður að þetta er lið sem er komið með nýtt andlit.“ „Liðið er farið að spila betri vörn - betri en nokkru sinni fyrr. Boltinn gengur svo hratt í sókninni og liðið er að spila álitlegan handbolta. Æfingaleikirnir gegn Íslandi voru til að mynda góðir,“ segir hann og á þar við æfingaleikina í Laugardalshöll. „Þess vegna getur maður leyft sér að vera nokkuð ánægður eins og málin standa núna. En þú veist hvernig þetta er - núna byrjar mótið og þá verða spilin stokkuð upp á nýtt.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins.Vísir/ErnirÞýskaland og Pólland eigast við í fyrstu umferð riðlakeppninnar í dag en þessi lið mættust einnig í undankeppni HM 2015, þar sem Pólverjar höfðu betur. Þýskaland komst svo inn á mótið með krókaleiðum eins og frægt er. „Dagur hafði auðvitað ekkert að gera með þessa leiki við Pólverja á sínum tíma. En ég trúi því meira að segja að Pólland eigi möguleika á því að verða heimsmeistari - liðið tilheyrir að minnsta kosti í hópi fimm bestu liðanna.“ „Dagur var því rólegur á blaðamannafundi í dag en ég tel að Pólland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það sem mestu skiptir er að Þýskaland verði í einu af þremur efstu sætum riðilsins til að sleppa við Frakkland í 16-liða úrslitunum,“ segir Kretzschmar en hann gerir ráð fyrir að Frakkland vinni C-riðil og að Ísland, Svíþjóð og Tékkland komist einnig áfram. Kretzchmar segir að íslenska liðið hafi greinilega saknað Arons Pálmarssonar í æfingaleikjunum gegn Þýskalandi og því styrki endurkoma hans liðið til muna. „Alexander Petersson er frábær hægri skytta og Guðjón Valur sömuleiðis í vinstra horninu. Snorri Steinn er afar klókur miðjumaður með mjög mikla handboltagreind og svo tvo baráttumenn á línunni.“ „Það kemur mér alltaf á óvart hversu marga framúrskarandi handboltamenn Ísland getur búið til. Ég held að það séu tvöfalt fleiri íbúar í Leipzig, þar sem ég bý, en á öllu Íslandi.“ „En það eru ákveðnar takmarkanir á liðinu. Það er afar háð Aroni Pálmarssyni sem er besti leikmaður liðsins sem annað hvort vinnur leikina eða tapar þeim. “ „Það er svo bara einn góður markvörður í liðinu. Hinn er ekki svo sterkur. Ísland er því með gott lið eins og svo oft áður en ég tel að það eigi ekki raunhæfa möguleika á sæti í undanúrslitum.“Vísir/VilhelmHonum er þó sama hvort að Þýskaland mætir Íslandi í 16-liða úrslitum keppninnar eða ekki. „Ég tel að það sé ekki mikill munur á því að spila við Svíþjóð, Ísland eða Tékkland - þó svo að liðin sjálf spili ólíkan handbolta. Úr þessum hópi geta allir unnið alla.“ „Það yrði örugglega ekki auðvelt að spila við Ísland, sérstaklega ef að Aron finnur sig vel á mótinu, en Svíþjóð verður heldur ekki auðveldur andstæðingur. Við unnum Tékka tvisvar í undirbúningnum og kannski yrði það léttasti mótherjinn en maður veit aldrei á HM - það gæti allt gerst.“ „Aðalmálið er að sleppa við Frakkland. Það væri skelfilegt að þurfa að spila við þá í 16-liða úrslitunum.“
Handbolti HM 2015 í Katar Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira