Audi og Fiat rífast um nöfnin Q2 og Q4 Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2015 15:24 Jeppa- og jepplingaflóra Audi mun fara sífellt stækkandi. Audi bætir sífellt við jeppa- og jepplingalínu sína og hefur hug á að fjölga gerðum þeirra verulega. Með því þurfa Audi menn að bæta sléttum tölum fyrir aftan Q, en hingað til hafa aðeins verið til Audi bílarnir Q3, Q5 og Q7. Nú stendur hinsvegar til að framleiða bílana Audi Q2 og Q4, en einn hængur er á því. Fiat, sem einnig á Alfa Romeo merkið, á réttinn á bæði Q2 og Q4 nöfnunum. Alfa Romeo framleiddi 159 Q4 og 159 Q2 bílana, en þeir eru fjórhjóladrifsútgáfa og framhjóladrifsútgáfa 159 bílsins sem framleiddur var á árunum 2005 til 2011. Nú hefur því verrið hætt við framleiðslu bílanna og því hefur Fiat litla þörf fyrir Q2 og Q4 nöfnin. Það þýðir hinsvegar ekki að Fiat vilja láta frá sér réttinn á notkun nafnanna sem það öðlaðist sannarlega fyrir framleiðslu 159 bílsins. Hvort Fiat gefur Audi eftir notkun Q2 og Q4 nafnanna þykir mörgum líklegt, en þeir sömu telja að forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, geri það ekki nema fá eitthvað í staðinn, hvað sem það má svosem vera. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent
Audi bætir sífellt við jeppa- og jepplingalínu sína og hefur hug á að fjölga gerðum þeirra verulega. Með því þurfa Audi menn að bæta sléttum tölum fyrir aftan Q, en hingað til hafa aðeins verið til Audi bílarnir Q3, Q5 og Q7. Nú stendur hinsvegar til að framleiða bílana Audi Q2 og Q4, en einn hængur er á því. Fiat, sem einnig á Alfa Romeo merkið, á réttinn á bæði Q2 og Q4 nöfnunum. Alfa Romeo framleiddi 159 Q4 og 159 Q2 bílana, en þeir eru fjórhjóladrifsútgáfa og framhjóladrifsútgáfa 159 bílsins sem framleiddur var á árunum 2005 til 2011. Nú hefur því verrið hætt við framleiðslu bílanna og því hefur Fiat litla þörf fyrir Q2 og Q4 nöfnin. Það þýðir hinsvegar ekki að Fiat vilja láta frá sér réttinn á notkun nafnanna sem það öðlaðist sannarlega fyrir framleiðslu 159 bílsins. Hvort Fiat gefur Audi eftir notkun Q2 og Q4 nafnanna þykir mörgum líklegt, en þeir sömu telja að forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, geri það ekki nema fá eitthvað í staðinn, hvað sem það má svosem vera.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent