Audi og Fiat rífast um nöfnin Q2 og Q4 Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2015 15:24 Jeppa- og jepplingaflóra Audi mun fara sífellt stækkandi. Audi bætir sífellt við jeppa- og jepplingalínu sína og hefur hug á að fjölga gerðum þeirra verulega. Með því þurfa Audi menn að bæta sléttum tölum fyrir aftan Q, en hingað til hafa aðeins verið til Audi bílarnir Q3, Q5 og Q7. Nú stendur hinsvegar til að framleiða bílana Audi Q2 og Q4, en einn hængur er á því. Fiat, sem einnig á Alfa Romeo merkið, á réttinn á bæði Q2 og Q4 nöfnunum. Alfa Romeo framleiddi 159 Q4 og 159 Q2 bílana, en þeir eru fjórhjóladrifsútgáfa og framhjóladrifsútgáfa 159 bílsins sem framleiddur var á árunum 2005 til 2011. Nú hefur því verrið hætt við framleiðslu bílanna og því hefur Fiat litla þörf fyrir Q2 og Q4 nöfnin. Það þýðir hinsvegar ekki að Fiat vilja láta frá sér réttinn á notkun nafnanna sem það öðlaðist sannarlega fyrir framleiðslu 159 bílsins. Hvort Fiat gefur Audi eftir notkun Q2 og Q4 nafnanna þykir mörgum líklegt, en þeir sömu telja að forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, geri það ekki nema fá eitthvað í staðinn, hvað sem það má svosem vera. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent
Audi bætir sífellt við jeppa- og jepplingalínu sína og hefur hug á að fjölga gerðum þeirra verulega. Með því þurfa Audi menn að bæta sléttum tölum fyrir aftan Q, en hingað til hafa aðeins verið til Audi bílarnir Q3, Q5 og Q7. Nú stendur hinsvegar til að framleiða bílana Audi Q2 og Q4, en einn hængur er á því. Fiat, sem einnig á Alfa Romeo merkið, á réttinn á bæði Q2 og Q4 nöfnunum. Alfa Romeo framleiddi 159 Q4 og 159 Q2 bílana, en þeir eru fjórhjóladrifsútgáfa og framhjóladrifsútgáfa 159 bílsins sem framleiddur var á árunum 2005 til 2011. Nú hefur því verrið hætt við framleiðslu bílanna og því hefur Fiat litla þörf fyrir Q2 og Q4 nöfnin. Það þýðir hinsvegar ekki að Fiat vilja láta frá sér réttinn á notkun nafnanna sem það öðlaðist sannarlega fyrir framleiðslu 159 bílsins. Hvort Fiat gefur Audi eftir notkun Q2 og Q4 nafnanna þykir mörgum líklegt, en þeir sömu telja að forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, geri það ekki nema fá eitthvað í staðinn, hvað sem það má svosem vera.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent