Lifir af himinhátt fall Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2015 11:33 Hálfnakinn maður lifði af himinhátt fall ofan af vegabrú í Mexíkósku borginni Tijuana og náðu vegfarendur myndum af athæfi hans. Eitthvað átti lögreglan í borginni vantalað við þennan heppna mann því hún hafði króað hann af beggja megin brúarinnar. Sá hann þá þann kost vænstan að láta sig falla niður af brúnni og lendir á bakinu á veginum neðan hennar. Búast hefði mátt við því að það yrði hans síðasta, en með hreinum ólíkindum er að sjá hann standa upp jafnóðum og virðist ekki saka mikið. Gekk hann síðan heill heilsu í burtu. Svo virðist sem hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi, enda hefði honum tæpast dottið þetta í hug nema undir miklum áhrifum. Lögreglan hafði á endanum hár í höndum mannsins og reyndist hann gersamlega útúr heiminum af völdum eiturlyfjakokteils. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent
Hálfnakinn maður lifði af himinhátt fall ofan af vegabrú í Mexíkósku borginni Tijuana og náðu vegfarendur myndum af athæfi hans. Eitthvað átti lögreglan í borginni vantalað við þennan heppna mann því hún hafði króað hann af beggja megin brúarinnar. Sá hann þá þann kost vænstan að láta sig falla niður af brúnni og lendir á bakinu á veginum neðan hennar. Búast hefði mátt við því að það yrði hans síðasta, en með hreinum ólíkindum er að sjá hann standa upp jafnóðum og virðist ekki saka mikið. Gekk hann síðan heill heilsu í burtu. Svo virðist sem hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi, enda hefði honum tæpast dottið þetta í hug nema undir miklum áhrifum. Lögreglan hafði á endanum hár í höndum mannsins og reyndist hann gersamlega útúr heiminum af völdum eiturlyfjakokteils.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent