87% Frakka vilja ótakmarkaðan hámarkshraða Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 10:45 Á þýskri hraðbraut þar sem ótakmarkaður hraði er leyfður. Í könnun sem gerð var meðal franskra ökumanna kom í ljós að 87% vilja ótakmarkaðan ökuhraða á betri hraðbrautum landsins. Franskir ökumenn hafa lengi öfundað nágranna sína í Þýskalandi þar sem víða er ótakmarkaður ökuhraði og komið hefur í ljós að á þeim vegum eru slys ekki tíðari en á þeim vegum þar sem ökuhraðinn er takmarkaður. Vildu margir frönsku ökumannanna meina að takmörkun á ökuhraða leiði til þess að þeir séu frekar utangátta og aki allir á sama hraðanum, alveg sama á hvaða akrein þeir séu og því komist enginn leiðar sinnar á þeim hraða sem hentar þeim best. Þeir sem mæltu á móti ótakmörkuðum ökuhraða bentu á að Frakkar séu ekki nógu agaðir til að leyfa ótakmarkaðan hraða. Þeir myndu ekki nota stefnuljósin á jafn agaðan hátt og Þjóðverjar og að akreinaskipti þeirra yrðu of tíð og óöguð. Spennandi verður að sjá hvort þessi könnun hafi einhver áhrif á ákvarðanir samgönguráðuneytisins í Frakklandi. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Í könnun sem gerð var meðal franskra ökumanna kom í ljós að 87% vilja ótakmarkaðan ökuhraða á betri hraðbrautum landsins. Franskir ökumenn hafa lengi öfundað nágranna sína í Þýskalandi þar sem víða er ótakmarkaður ökuhraði og komið hefur í ljós að á þeim vegum eru slys ekki tíðari en á þeim vegum þar sem ökuhraðinn er takmarkaður. Vildu margir frönsku ökumannanna meina að takmörkun á ökuhraða leiði til þess að þeir séu frekar utangátta og aki allir á sama hraðanum, alveg sama á hvaða akrein þeir séu og því komist enginn leiðar sinnar á þeim hraða sem hentar þeim best. Þeir sem mæltu á móti ótakmörkuðum ökuhraða bentu á að Frakkar séu ekki nógu agaðir til að leyfa ótakmarkaðan hraða. Þeir myndu ekki nota stefnuljósin á jafn agaðan hátt og Þjóðverjar og að akreinaskipti þeirra yrðu of tíð og óöguð. Spennandi verður að sjá hvort þessi könnun hafi einhver áhrif á ákvarðanir samgönguráðuneytisins í Frakklandi.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent