Puritalia 427 er 605 hestafla smábíll Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 16:00 Puritalia 427 er enginn letingi. Hann ætti að verða snöggur þessi litli bíll með 605 hestöfl undir húddinu. Framleiðandi þessa bíls er ítalskur og heitir Puritalia. Þar á bæ er meiningin að framleiða 427 eintök af þessum snaggaralega bíl og selja þá á 220.000 dollara, eða um 28 milljónir króna. Grunngerð bílsins er 445 hestöfl sem kemur frá Ford Coyote V8 vél með 5,0 lítra sprengirými. Bílinn verður einnig hægt að fá með 605 hestafla útfærslu vélarinnar sem fær stóran keflablásara til aflaukningarinnar. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er með 6 gíra beinskiptingu. Til stendur að selja bílinn í Evrópu, Bandaríkjunum og í miðausturlöndum þar sem nóg er af forríkum kaupendum svona bíla. Puritalia ætlar í kjölfar smíði þessa bíls að framleiða sportbíl með miðjusetta vél sem fær aukið afl með rafmótorum. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent
Hann ætti að verða snöggur þessi litli bíll með 605 hestöfl undir húddinu. Framleiðandi þessa bíls er ítalskur og heitir Puritalia. Þar á bæ er meiningin að framleiða 427 eintök af þessum snaggaralega bíl og selja þá á 220.000 dollara, eða um 28 milljónir króna. Grunngerð bílsins er 445 hestöfl sem kemur frá Ford Coyote V8 vél með 5,0 lítra sprengirými. Bílinn verður einnig hægt að fá með 605 hestafla útfærslu vélarinnar sem fær stóran keflablásara til aflaukningarinnar. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er með 6 gíra beinskiptingu. Til stendur að selja bílinn í Evrópu, Bandaríkjunum og í miðausturlöndum þar sem nóg er af forríkum kaupendum svona bíla. Puritalia ætlar í kjölfar smíði þessa bíls að framleiða sportbíl með miðjusetta vél sem fær aukið afl með rafmótorum.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent