5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2015 14:15 Fjölskylda frá Sýrlandi komin til borgarinnar Trípolí í Líbanon. Þau fengu hæli í Úrúgvaí ásamt rúmlega 100 öðrum sýrlenskum flóttamönnum. VÍSIR/AP 5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs í Mið-Austurlöndum, Afríku og víðar á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. Um mitt það ár nutu 46,3 milljónir manna aðstoðar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) en það er 3,4 milljónum meira en í árslok 2013 og er metfjöldi. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UNHCR höfðu 5,5 milljónir orðið að flýja, þar af 1,4 yfir alþjóðleg landamæri og teljast þar með flóttamenn samkvæmt alþjóðalögum. Aðrir eru á flótta innan landamæra heimalanda sinna. Sýrlendingar eru nú í fyrsta skipti fjölmennasti hópur flóttamanna sem Flóttamannahjálpin aðstoðar. Palestínumenn njóta hins vegar aðstoðar UNRWA, sérstakrar stofnunar SÞ um þeirra málefni. Afganir hafa verið fjölmennastir um rúmlega þriggja áratugaskeið. Sýrlenskir flóttamenn eru nú 23% allra flóttamanna sem UNHCR aðstoðar. Þrátt fyrir að Afganir séu nú aðeins næst fjölmennastir eru þeir mjög fjölmennir, eða 2,7 milljónir. Á eftir Sýrlandi og Afganistan hafa flestir flúið frá eftirfarandi ríkjum: Sómalíai (1,1 milljón), Súdan (670 þúsund), Suður-Súdan (509 þúsund), Lýðveldið Kongó (493 þúsund), Myanmar (480 þúsund) og Írak 426 þúsund). Pakistan, hýsir flesta flóttamenn allra ríkja heimsins eða 1,6 milljónir Afgana. Önnur ríki sem hafa tekið á móti miklum fjölda flóttamanna eru Líbanon (1,1 milljón), Íran (982 þúsund), Tyrkland (824 þúsund), Jórdanía (737 þúsund), Eþíópía (588 þúsund), Kenía (537 þúsund) og Tsjad (455 þúsund). Í skýrslu Flóttamannahjálparinnar er einnig litið til þess hversu hátt hlutfall flóttamanna er af íbúatölu og efnahag móttökulandsins. Miðað við íbúafjölda hafa Líbanon og Jórdaníu tekið á móti flestum flóttamönnum, en sé miðað við stærð hagkerfisins eru þyngstar byrðar lagðar á Eþíópiú og Pakistan. Þegar tillit hefur verið tekið til þeirra sem snúið hafa aftur heim og tölur hafa verið endurskoðaðar var fjöldi þeirra sem eru landflótta eða flóttamenn í heimalöndum sínum 46,3 miljónir um mitt síðasta ár. Gera má ráð fyrir að tölur yfir þá sem flosnað hafa upp innan heimalandsins séu í raun hærri því tölur UNHCR ná einungis yfir þau ríki sem leitað hafa aðstoðar Flóttamannahjálparinnar. Flóttamenn sem leitað hafa skjóls í öðrum ríkjum og njóta lagalegrar stöðu sem slíkir eru nú 13 milljónir og hafa aldrei verið fleiri. „Árið 2014 hefur fjöldi fólks sem við sinnum aukist meir en dæmi eru um. Svo lengi sem alþjóðasamfélagið er ekki í stakk búið til að finna pólitískar lausnir á deilumálum sem leitt hafa til átaka, er það hlutskipti okkar að takast á við hörmulegar mannlegar afleiðingar,” segir António Guterres, forstjóri Flóttamannahjálparinnar (UNHCR).Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. Flóttamenn Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs í Mið-Austurlöndum, Afríku og víðar á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. Um mitt það ár nutu 46,3 milljónir manna aðstoðar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) en það er 3,4 milljónum meira en í árslok 2013 og er metfjöldi. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UNHCR höfðu 5,5 milljónir orðið að flýja, þar af 1,4 yfir alþjóðleg landamæri og teljast þar með flóttamenn samkvæmt alþjóðalögum. Aðrir eru á flótta innan landamæra heimalanda sinna. Sýrlendingar eru nú í fyrsta skipti fjölmennasti hópur flóttamanna sem Flóttamannahjálpin aðstoðar. Palestínumenn njóta hins vegar aðstoðar UNRWA, sérstakrar stofnunar SÞ um þeirra málefni. Afganir hafa verið fjölmennastir um rúmlega þriggja áratugaskeið. Sýrlenskir flóttamenn eru nú 23% allra flóttamanna sem UNHCR aðstoðar. Þrátt fyrir að Afganir séu nú aðeins næst fjölmennastir eru þeir mjög fjölmennir, eða 2,7 milljónir. Á eftir Sýrlandi og Afganistan hafa flestir flúið frá eftirfarandi ríkjum: Sómalíai (1,1 milljón), Súdan (670 þúsund), Suður-Súdan (509 þúsund), Lýðveldið Kongó (493 þúsund), Myanmar (480 þúsund) og Írak 426 þúsund). Pakistan, hýsir flesta flóttamenn allra ríkja heimsins eða 1,6 milljónir Afgana. Önnur ríki sem hafa tekið á móti miklum fjölda flóttamanna eru Líbanon (1,1 milljón), Íran (982 þúsund), Tyrkland (824 þúsund), Jórdanía (737 þúsund), Eþíópía (588 þúsund), Kenía (537 þúsund) og Tsjad (455 þúsund). Í skýrslu Flóttamannahjálparinnar er einnig litið til þess hversu hátt hlutfall flóttamanna er af íbúatölu og efnahag móttökulandsins. Miðað við íbúafjölda hafa Líbanon og Jórdaníu tekið á móti flestum flóttamönnum, en sé miðað við stærð hagkerfisins eru þyngstar byrðar lagðar á Eþíópiú og Pakistan. Þegar tillit hefur verið tekið til þeirra sem snúið hafa aftur heim og tölur hafa verið endurskoðaðar var fjöldi þeirra sem eru landflótta eða flóttamenn í heimalöndum sínum 46,3 miljónir um mitt síðasta ár. Gera má ráð fyrir að tölur yfir þá sem flosnað hafa upp innan heimalandsins séu í raun hærri því tölur UNHCR ná einungis yfir þau ríki sem leitað hafa aðstoðar Flóttamannahjálparinnar. Flóttamenn sem leitað hafa skjóls í öðrum ríkjum og njóta lagalegrar stöðu sem slíkir eru nú 13 milljónir og hafa aldrei verið fleiri. „Árið 2014 hefur fjöldi fólks sem við sinnum aukist meir en dæmi eru um. Svo lengi sem alþjóðasamfélagið er ekki í stakk búið til að finna pólitískar lausnir á deilumálum sem leitt hafa til átaka, er það hlutskipti okkar að takast á við hörmulegar mannlegar afleiðingar,” segir António Guterres, forstjóri Flóttamannahjálparinnar (UNHCR).Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.
Flóttamenn Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira