Fatlaður maður skilinn eftir af ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. janúar 2015 14:50 Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Anton Fatlaður maður var í gærkvöldi skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni. Þeir eru búsettir á sama stað. „Bíllinn kemur þarna á réttum tíma til að sækja þá. Sá sem varð eftir átti að fara í einhvern boltatíma fyrr um daginn en þegar starfsfólk áttar sig á því að boltatímarnir byrja ekki fyrr en í næstu viku, þá afpöntuðu þau þá ferð en þá hefur ferðaþjónustan afpantað allan daginn. Tekið út ferðina um kvöldið,“ segir Hjálmar Kristjánsson, faðir mannanna, aðspurður um atvikið í samtali við Vísi. Hjálmar furðar sig á því sem gerðist næst. „Síðan mætir þarna bílstjóri á smárútu til að ná í annan þeirra, sem var skráður fyrir ferðinni. Sá er í hjólastól. Af því að hinn var ekki skráður sagðist hann ekki mega taka hann með þó að hann væri að fara á sama stað, fram og til baka. Þannig að hann var bara skilinn eftir hjá starfsfólkinu á þeim stað þar sem þeir búa,“ segir hann. Þegar aðeins annar bróðirinn skilaði sér í kvöldmatinn höfðu Hjálmar og kona hans, móðir mannanna, samband við ferðaþjónustu fatlaðra. Þar var fátt um svör annað en að um mistök hafi verið að ræða. „Þeir eru þrítugir þannig að við þekkjum þetta í gegnum tíðina. Eftir að þeir breyttu þessu fyrirkomulagi og sögðu upp öllu gömlu fólki, fólkinu sem var að vinna þarna áður, þá varð þetta alveg óstarfhæft. Þetta var í fínu standi hérna áður,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann ferðaþjónustu fatlaðra eða upplýsingafulltrúa Strætó vegna málsins. Í morgun var þó send út almenn afsökunarbeiðni til notenda akstursþjónustunnar. „Strætó biðst afsökunar á óþægindum sem notendur akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki er vísað til einstakra tilvika í yfirlýsingunni. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Fatlaður maður var í gærkvöldi skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni. Þeir eru búsettir á sama stað. „Bíllinn kemur þarna á réttum tíma til að sækja þá. Sá sem varð eftir átti að fara í einhvern boltatíma fyrr um daginn en þegar starfsfólk áttar sig á því að boltatímarnir byrja ekki fyrr en í næstu viku, þá afpöntuðu þau þá ferð en þá hefur ferðaþjónustan afpantað allan daginn. Tekið út ferðina um kvöldið,“ segir Hjálmar Kristjánsson, faðir mannanna, aðspurður um atvikið í samtali við Vísi. Hjálmar furðar sig á því sem gerðist næst. „Síðan mætir þarna bílstjóri á smárútu til að ná í annan þeirra, sem var skráður fyrir ferðinni. Sá er í hjólastól. Af því að hinn var ekki skráður sagðist hann ekki mega taka hann með þó að hann væri að fara á sama stað, fram og til baka. Þannig að hann var bara skilinn eftir hjá starfsfólkinu á þeim stað þar sem þeir búa,“ segir hann. Þegar aðeins annar bróðirinn skilaði sér í kvöldmatinn höfðu Hjálmar og kona hans, móðir mannanna, samband við ferðaþjónustu fatlaðra. Þar var fátt um svör annað en að um mistök hafi verið að ræða. „Þeir eru þrítugir þannig að við þekkjum þetta í gegnum tíðina. Eftir að þeir breyttu þessu fyrirkomulagi og sögðu upp öllu gömlu fólki, fólkinu sem var að vinna þarna áður, þá varð þetta alveg óstarfhæft. Þetta var í fínu standi hérna áður,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann ferðaþjónustu fatlaðra eða upplýsingafulltrúa Strætó vegna málsins. Í morgun var þó send út almenn afsökunarbeiðni til notenda akstursþjónustunnar. „Strætó biðst afsökunar á óþægindum sem notendur akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki er vísað til einstakra tilvika í yfirlýsingunni.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira