Stanslaust sírenuvæl í hverfinu í allan dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2015 17:15 Brynhildur Jónsdóttir-Givelet segir að atburðir siðustu daga hafi haft áhrif á daglegt líf Parísarbúa, þvert á vilja þeirra. Vísir „Ég var einmitt að taka eftir því að sírenuvælið var að dvína en það er búið að vera stanslaust í allan dag,“ segir Brynhildur Jónsdóttir-Givelet sem býr í 12. hverfi Parísar. Vopnaður maður tók fólk í gíslingu í matvörubúð í hverfinu í dag og réðst lögregla til atlögu þar um klukkan 16 í dag. Að minnsta kosti fjórir gíslanna eru látnir, auk gíslatökumannsins. „Þegar þetta byrjaði allt um hálftvö þá dreif ég mig út að sækja son minn í skólann. Hann er ekki í skóla í hverfinu heldur niðri í Le Marais sem er gmala gyðingahverfið. Þar er búin að vera gríðarlega mikil öryggisgæsla síðan á miðvikudaginn. Sonur minn er í gagnfræðaskóla, hann er að verða 12 ára, en maður sér að fólk er að fylgja börnunum og sækja þau í skólann,“ segir Brynhildur. Hún og fjölskylda hennar búa ekki alveg við þar sem gíslatakan var í dag enda er 12. hverfi gríðarstórt: „Við gátum því verið frjáls hér í okkar hluta hverfisins en því var lokað aðeins austar og fólki ráðlagt að halda sig innandyra. Börnum var meðal annars ekki hleypt heim úr skólanum og var fólki bannað að koma inn í hverfið eða því ráðlagt að halda sig innandyra,“ segir Brynhildur. Aðspurð um hvernig andrúmsloftið hefur verið í París seinustu daga segir Brynhildur: „Þetta hefur verið voðalega skrýtið. Fólk er á því að það vilji halda áfram sínu daglega lífi en á sama tíma sér maður að fólki er órótt. Í dag virtist þetta ekki vera neitt skipulagt hjá þessum mönnum og maður vissi ekki hvað þeim dytti í hug að gera næst.“ Hún segir að þó að fólk hafi ekki viljað láta hryðjuverkamennina komast upp með að setja líf sitt á annan endann þá hafi atburðir seinustu daga engu að síður haft áhrif á daglegt líf. Nokkrum metróstöðvum hafi meðal annars verið lokað og þá standi vopnaður vörður við hlið vagnstjóra í strætisvögnum borgarinnar. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
„Ég var einmitt að taka eftir því að sírenuvælið var að dvína en það er búið að vera stanslaust í allan dag,“ segir Brynhildur Jónsdóttir-Givelet sem býr í 12. hverfi Parísar. Vopnaður maður tók fólk í gíslingu í matvörubúð í hverfinu í dag og réðst lögregla til atlögu þar um klukkan 16 í dag. Að minnsta kosti fjórir gíslanna eru látnir, auk gíslatökumannsins. „Þegar þetta byrjaði allt um hálftvö þá dreif ég mig út að sækja son minn í skólann. Hann er ekki í skóla í hverfinu heldur niðri í Le Marais sem er gmala gyðingahverfið. Þar er búin að vera gríðarlega mikil öryggisgæsla síðan á miðvikudaginn. Sonur minn er í gagnfræðaskóla, hann er að verða 12 ára, en maður sér að fólk er að fylgja börnunum og sækja þau í skólann,“ segir Brynhildur. Hún og fjölskylda hennar búa ekki alveg við þar sem gíslatakan var í dag enda er 12. hverfi gríðarstórt: „Við gátum því verið frjáls hér í okkar hluta hverfisins en því var lokað aðeins austar og fólki ráðlagt að halda sig innandyra. Börnum var meðal annars ekki hleypt heim úr skólanum og var fólki bannað að koma inn í hverfið eða því ráðlagt að halda sig innandyra,“ segir Brynhildur. Aðspurð um hvernig andrúmsloftið hefur verið í París seinustu daga segir Brynhildur: „Þetta hefur verið voðalega skrýtið. Fólk er á því að það vilji halda áfram sínu daglega lífi en á sama tíma sér maður að fólki er órótt. Í dag virtist þetta ekki vera neitt skipulagt hjá þessum mönnum og maður vissi ekki hvað þeim dytti í hug að gera næst.“ Hún segir að þó að fólk hafi ekki viljað láta hryðjuverkamennina komast upp með að setja líf sitt á annan endann þá hafi atburðir seinustu daga engu að síður haft áhrif á daglegt líf. Nokkrum metróstöðvum hafi meðal annars verið lokað og þá standi vopnaður vörður við hlið vagnstjóra í strætisvögnum borgarinnar.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35