Allt í plati Ragna Sigurðardóttir skrifar 9. desember 2014 07:00 Aldrei nokkurn tímann datt mér í hug að verkfall lækna stæði yfir í 6 vikur. Sjötta vika verkfalls lækna, þess fyrsta í sögunni, er þó gengin í garð. Læknar eru byrjaðir að birta uppsagnarbréf. Læknanemar og kandídatar neita að vinna á spítalanum án samninga. Helmingur sérfræðilækna á landinu, 181 læknir, segist íhuga sterklega eða hafa þegar ákveðið að flytja úr landi á næstu árum. Helmingur meltingarlækna spítalans hefur þegar sagt upp störfum. Svæfingarlæknar, gjörgæslulæknar og taugalæknar íhuga uppsagnir strax eftir áramót. 12 vikna verkfall án nokkurra hléa blasir við – frá áramótum fram að páskum. Forsætisráðherra kallar hins vegar eftir þjóðarsátt um forgangsröðun í þágu heilbrigðiskerfisins. 90% þjóðarinnar vilja forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. 78% segjast styðja kjarabaráttu lækna. 70% vilja að læknar fái hækkun umfram aðrar stéttir. Minnst 11 starfsstéttir hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu lækna. Í sérstakri umræðu á Alþingi í nóvember um verkfall lækna voru allir þeir þingmenn sem tóku til máls, úr öllum flokkum, sammála um að leysa þyrfti deiluna sem fyrst. Samt kallar forsætisráðherra eftir þjóðarsátt. Fjármálaráðherra telur kröfur lækna vera óraunhæfar. Þær samrýmast ekki markmiði Seðlabankans um 3,5-4% hámark á launahækkunum vegna verðbólgumarkmiðs SÍ. Skuldaleiðréttingin samræmist ekki heldur þessu markmiði. Raunhæfar kröfur? En eru raunhæfar kröfur gerðar til lækna á Íslandi? Er raunhæft að áætla að unglæknar snúi til síns heima eftir sérnám, á eigin kostnaði, með óleiðrétt námslán á herðum sér, þegar kjör þeirra hér eru margfalt verri en annars staðar? Búast stjórnvöld við að læknar, sem haldið hafa út í niðurskurðartíð undanfarins áratugar, láti bjóða sér aðeins 3% launahækkun þegar starfsmönnum spítalans hefur fækkað og verkefnum fjölgað um leið? Er líklegt að læknar sem hætt hafa störfum á Íslandi vegna aðstöðu og kjara, snúi til baka fyrir 3% launahækkun? Er raunhæft að áætla að kandídatar og nemar starfi á spítalanum við óbreytt kjör? Ríkisstjórnin segist setja heilbrigðismál í forgang. Hún segist hafa gert það með því að leggja til „auka“ milljarð í rekstur Landspítalans. Þar að auki hefur hún lagt tæpar 900 milljónir í hönnun nýs spítala. Það er verulegt fagnaðarefni. Það blæs manni von í brjóst. En þetta er ekki forgangsröðun í þágu heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg forgangsröðun einkennist ekki af spurningum formanns fjárlaganefndar um „hvenær sé nóg nóg“ þegar bent er á að enn vanti milljarð í rekstrargrunn Landspítalans. Hún felur ekki í sér að forsætisráðherra kalli eftir „þjóðarsátt“ þegar tæp 80% þjóðarinnar styðja kjarabaráttu lækna. Hún lýsir sér ekki í því að fjármálaráðherra fullyrði að „kröfur lækna séu óraunhæfar“ þegar kröfur ríkisins sjálfs til lækna eru ekki aðeins óraunhæfar heldur ómanneskjulegar. Mun forgangsröðun ríkisstjórnarinnar bjarga heilbrigðiskerfinu? Eða er þetta allt í plati? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Aldrei nokkurn tímann datt mér í hug að verkfall lækna stæði yfir í 6 vikur. Sjötta vika verkfalls lækna, þess fyrsta í sögunni, er þó gengin í garð. Læknar eru byrjaðir að birta uppsagnarbréf. Læknanemar og kandídatar neita að vinna á spítalanum án samninga. Helmingur sérfræðilækna á landinu, 181 læknir, segist íhuga sterklega eða hafa þegar ákveðið að flytja úr landi á næstu árum. Helmingur meltingarlækna spítalans hefur þegar sagt upp störfum. Svæfingarlæknar, gjörgæslulæknar og taugalæknar íhuga uppsagnir strax eftir áramót. 12 vikna verkfall án nokkurra hléa blasir við – frá áramótum fram að páskum. Forsætisráðherra kallar hins vegar eftir þjóðarsátt um forgangsröðun í þágu heilbrigðiskerfisins. 90% þjóðarinnar vilja forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. 78% segjast styðja kjarabaráttu lækna. 70% vilja að læknar fái hækkun umfram aðrar stéttir. Minnst 11 starfsstéttir hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu lækna. Í sérstakri umræðu á Alþingi í nóvember um verkfall lækna voru allir þeir þingmenn sem tóku til máls, úr öllum flokkum, sammála um að leysa þyrfti deiluna sem fyrst. Samt kallar forsætisráðherra eftir þjóðarsátt. Fjármálaráðherra telur kröfur lækna vera óraunhæfar. Þær samrýmast ekki markmiði Seðlabankans um 3,5-4% hámark á launahækkunum vegna verðbólgumarkmiðs SÍ. Skuldaleiðréttingin samræmist ekki heldur þessu markmiði. Raunhæfar kröfur? En eru raunhæfar kröfur gerðar til lækna á Íslandi? Er raunhæft að áætla að unglæknar snúi til síns heima eftir sérnám, á eigin kostnaði, með óleiðrétt námslán á herðum sér, þegar kjör þeirra hér eru margfalt verri en annars staðar? Búast stjórnvöld við að læknar, sem haldið hafa út í niðurskurðartíð undanfarins áratugar, láti bjóða sér aðeins 3% launahækkun þegar starfsmönnum spítalans hefur fækkað og verkefnum fjölgað um leið? Er líklegt að læknar sem hætt hafa störfum á Íslandi vegna aðstöðu og kjara, snúi til baka fyrir 3% launahækkun? Er raunhæft að áætla að kandídatar og nemar starfi á spítalanum við óbreytt kjör? Ríkisstjórnin segist setja heilbrigðismál í forgang. Hún segist hafa gert það með því að leggja til „auka“ milljarð í rekstur Landspítalans. Þar að auki hefur hún lagt tæpar 900 milljónir í hönnun nýs spítala. Það er verulegt fagnaðarefni. Það blæs manni von í brjóst. En þetta er ekki forgangsröðun í þágu heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg forgangsröðun einkennist ekki af spurningum formanns fjárlaganefndar um „hvenær sé nóg nóg“ þegar bent er á að enn vanti milljarð í rekstrargrunn Landspítalans. Hún felur ekki í sér að forsætisráðherra kalli eftir „þjóðarsátt“ þegar tæp 80% þjóðarinnar styðja kjarabaráttu lækna. Hún lýsir sér ekki í því að fjármálaráðherra fullyrði að „kröfur lækna séu óraunhæfar“ þegar kröfur ríkisins sjálfs til lækna eru ekki aðeins óraunhæfar heldur ómanneskjulegar. Mun forgangsröðun ríkisstjórnarinnar bjarga heilbrigðiskerfinu? Eða er þetta allt í plati?
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar