Kósí að taka upp í þynnkunni með pabba Þórður Ingi Jónsson skrifar 4. desember 2014 10:00 Sindri Eldon Tónlistarmaðurinn Sindri Eldon hefur nú gefið út fyrstu formlegu sólóplötu sína ásamt hljómsveit sinni The Ways á vegum Smekkleysu. „Það hafði eiginlega enginn annar áhuga,“ segir Sindri og hlær. „Ég var svolítið fúll út í Smekkleysu af því að þeir skitu svolítið á sig með útgáfu þegar ég var í pönksveitinni Slugs fyrir nokkrum árum. Ég var mjög reiður út í þá en þeir hafa nú reyndar reynst mér ágætlega, ég ákvað að gefa þeim séns. Það hefur gengið betur heldur en með Slugs en ég held að þeir hafi líka alveg vitað upp á sig skömmina og verið til í að gera betur.“ Platan, sem heitir Bitter & Resentful var tekin upp í Studio Paradís og í Studio Tónaslóð með Danna Pollock og föður Sindra, Þór Eldon. „Pabbi tók upp gítarinn og sönginn. Uppi í Tónaslóð eru alls konar gítarar, magnarar og effektar liggjandi út um allt ásamt hágæða söngupptökugræjum. Það var ótrúlega næs, maður var oft hangandi úti á Granda með pabba í þynnkunni að drekka kaffi og taka upp gítar. Það var bara mjög kósí.“ Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Sindri Eldon hefur nú gefið út fyrstu formlegu sólóplötu sína ásamt hljómsveit sinni The Ways á vegum Smekkleysu. „Það hafði eiginlega enginn annar áhuga,“ segir Sindri og hlær. „Ég var svolítið fúll út í Smekkleysu af því að þeir skitu svolítið á sig með útgáfu þegar ég var í pönksveitinni Slugs fyrir nokkrum árum. Ég var mjög reiður út í þá en þeir hafa nú reyndar reynst mér ágætlega, ég ákvað að gefa þeim séns. Það hefur gengið betur heldur en með Slugs en ég held að þeir hafi líka alveg vitað upp á sig skömmina og verið til í að gera betur.“ Platan, sem heitir Bitter & Resentful var tekin upp í Studio Paradís og í Studio Tónaslóð með Danna Pollock og föður Sindra, Þór Eldon. „Pabbi tók upp gítarinn og sönginn. Uppi í Tónaslóð eru alls konar gítarar, magnarar og effektar liggjandi út um allt ásamt hágæða söngupptökugræjum. Það var ótrúlega næs, maður var oft hangandi úti á Granda með pabba í þynnkunni að drekka kaffi og taka upp gítar. Það var bara mjög kósí.“
Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira