Glöggt er gestsaugað Stjórnarmaðurinn skrifar 3. desember 2014 09:00 Stjórnarmanninum þykir sem málaferli breska kaupsýslumannsins Vincents Tchenguiz gegn Kaupþingi og öðrum hafi ekki farið jafn hátt í fjölmiðlum hér á landi og efni standa til. Fréttir af málinu hafa einblínt á þær upphæðir sem deilt er um, en krafa Tchenguiz nemur ríflega 400 milljörðum íslenskra króna, eða sem samsvarar rúmlega helmingi uppgefinna heildareigna Kaupþings. Minna hefur hins vegar farið fyrir því að skoða þær forsendur sem að baki liggja. Forsagamálsins er sú að snemma árs 2011 réðst breska efnahagsbrotadeildin SFO í húsleit hjá Tchenguiz-bræðrum í London, og handtók þá í kjölfarið. Síðar kom á daginn að húsleitirnar og handtökurnar höfðu verið ólögmætar, og gekk þetta mál svo nærri SFO að rætt var um það af fullri alvöru í Bretlandi að leggja þyrfti stofnunina niður. Fór þó svo að lokum að SFO greiddi Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda í skaðabætur og birti opinberlega afsökunarbeiðni. Í skaðabótakröfu Tchenguiz gegn Kaupþingi kemur fram að aðgerðir SFO voru byggðar á gögnum frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og slitastjórn Kaupþings. SFO taldi sig ekki hafa næg gögn til að rannsaka Tchenguiz, og fékk því Grant Thornton til að útbúa skýrslu þar sem fram komu ásakanir á hendur Tchenguiz um saknæmt athæfi. Þar með fékk SFO átyllu til að ráðast gegn Tchenguiz, en í þessu ferli öllu virðist sem slitastjórn Kaupþings og Sérstakur saksóknari á Íslandi hafi verið með í ráðum. Örlög SFO eru dæmi um hverjar afleiðingar misbeiting valds getur haft í siðuðum réttarríkjum. Það er nefnilega ekki þannig að tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Glöggt er gestsaugað og þessi áfellisdómur yfir vinnubrögðum SFO, Kaupþings og Sérstaks saksóknara vekur okkur vonandi til umhugsunar um hvort rétt hafi verið haldið á spilunum við rannsóknir síðustu ára hér á landi.Þrætuepli til söluÁkvörðun atvinnuveganefndar að setja átta virkjanakosti í nýtingarflokk fór misvel í menn og talaði stjórnarandstaðan um fruntaskap ríkisstjórnarinnar. Það stóð ekki á svörunum frá fulltrúum ríkisstjórnarinnar: „Þið byrjuðuð!“ Atkvæðaveiðar og kjördæmapólitík hafa lengi ráðið ferðinni þegar kemur að ákvörðunartöku sem snýr að þessum málaflokki. Ljóst er að ef arðsemissjónarmið væru höfð að leiðarljósi væri öðru vísi haldið á spilunum. Tímabært er að skoða alvarlega þann möguleika að selja Landsvirkjun, í hluta eða heild, samhliða eflingu regluverksins. Langtímahagsmunum þjóðarinnar er alltént ekki þjónað í núverandi kerfi.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Stjórnarmanninum þykir sem málaferli breska kaupsýslumannsins Vincents Tchenguiz gegn Kaupþingi og öðrum hafi ekki farið jafn hátt í fjölmiðlum hér á landi og efni standa til. Fréttir af málinu hafa einblínt á þær upphæðir sem deilt er um, en krafa Tchenguiz nemur ríflega 400 milljörðum íslenskra króna, eða sem samsvarar rúmlega helmingi uppgefinna heildareigna Kaupþings. Minna hefur hins vegar farið fyrir því að skoða þær forsendur sem að baki liggja. Forsagamálsins er sú að snemma árs 2011 réðst breska efnahagsbrotadeildin SFO í húsleit hjá Tchenguiz-bræðrum í London, og handtók þá í kjölfarið. Síðar kom á daginn að húsleitirnar og handtökurnar höfðu verið ólögmætar, og gekk þetta mál svo nærri SFO að rætt var um það af fullri alvöru í Bretlandi að leggja þyrfti stofnunina niður. Fór þó svo að lokum að SFO greiddi Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda í skaðabætur og birti opinberlega afsökunarbeiðni. Í skaðabótakröfu Tchenguiz gegn Kaupþingi kemur fram að aðgerðir SFO voru byggðar á gögnum frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og slitastjórn Kaupþings. SFO taldi sig ekki hafa næg gögn til að rannsaka Tchenguiz, og fékk því Grant Thornton til að útbúa skýrslu þar sem fram komu ásakanir á hendur Tchenguiz um saknæmt athæfi. Þar með fékk SFO átyllu til að ráðast gegn Tchenguiz, en í þessu ferli öllu virðist sem slitastjórn Kaupþings og Sérstakur saksóknari á Íslandi hafi verið með í ráðum. Örlög SFO eru dæmi um hverjar afleiðingar misbeiting valds getur haft í siðuðum réttarríkjum. Það er nefnilega ekki þannig að tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Glöggt er gestsaugað og þessi áfellisdómur yfir vinnubrögðum SFO, Kaupþings og Sérstaks saksóknara vekur okkur vonandi til umhugsunar um hvort rétt hafi verið haldið á spilunum við rannsóknir síðustu ára hér á landi.Þrætuepli til söluÁkvörðun atvinnuveganefndar að setja átta virkjanakosti í nýtingarflokk fór misvel í menn og talaði stjórnarandstaðan um fruntaskap ríkisstjórnarinnar. Það stóð ekki á svörunum frá fulltrúum ríkisstjórnarinnar: „Þið byrjuðuð!“ Atkvæðaveiðar og kjördæmapólitík hafa lengi ráðið ferðinni þegar kemur að ákvörðunartöku sem snýr að þessum málaflokki. Ljóst er að ef arðsemissjónarmið væru höfð að leiðarljósi væri öðru vísi haldið á spilunum. Tímabært er að skoða alvarlega þann möguleika að selja Landsvirkjun, í hluta eða heild, samhliða eflingu regluverksins. Langtímahagsmunum þjóðarinnar er alltént ekki þjónað í núverandi kerfi.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira