Frumbirta jólalag sitt í Fréttablaðinu Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. nóvember 2014 12:00 Nýja lagið er bræðingur af lögum Prins Póló og Braga. Vísir/GVA/Valli „Þetta var alltaf gert þegar Elvis var að gefa út á sínum tíma. Þá kom alltaf fyrst nótnahefti til landsins, svo nokkrum mánuðum seinna kom lagið. Megas var að segja okkur frá því – hann fór alltaf og keypti Elvis-lögin, svo var hann hummandi þetta löngu áður en hann heyrði lagið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti en þeir kappar gefa nú út nóturnar að jólalaginu Kalt á toppnum ásamt Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló. „Við ætlum svo að gefa út lagið sjálft á mánudaginn en fyrst ætlum við að setja nótnablaðið á netið og leyfa fólki að sækja það. Fólki er frjálst að spreyta sig á nótunum og láta okkur heyra útkomuna. Það gæti orðið skrautlegt,“ segir Bragi. Svavar segir að lagið sé bræðingur sinn af hvoru laginu eftir Braga og Svavar. „Hann Bragi var svo snöggur að hugsa og var á undan að búa til texta og lag en ég var bara úti að plægja akurinn. Þegar ég var kominn inn frá dráttarvélinni ákvað ég að setja mína putta í þetta, fór og samdi annað lag en þessi lög fóru í svona einvígi.“ Að sögn Svavars var það Kiddi í Hjálmum sem hóaði þeim saman. „Hann læsti okkur inni í klukkutíma með flyglinum. Svo hleypti hann okkur ekki út fyrr en við kæmumst að einhverju samkomulagi. Í rauninni bræddum við saman þessi tvö lög,“ segir Svavar en samkvæmt honum komu Guðmundur Pétursson og Ásgeir Trausti líka að gerð lagsins. „Allir sem áttu leið hjá hljóðverinu létu ljós sitt skína þangað til tölvan sagði nei og hún vildi ekki fleiri rásir,“ segir Svavar en Prins Póló verður sérstakur gestur á jólatónleikum Baggalúts, eða Prins Jóló eins og Baggalútsmenn kjósa að kalla hann. Vilt þú spreyta þig á nýja laginu með Baggalút og Prins Póló? Náðu í nóturnar hér fyrir neðan og skjóttu hlekk á þína útgáfu í athugasemdum hér við fréttina eða sendu Baggalút línu til að leyfa þeim að heyra. Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta var alltaf gert þegar Elvis var að gefa út á sínum tíma. Þá kom alltaf fyrst nótnahefti til landsins, svo nokkrum mánuðum seinna kom lagið. Megas var að segja okkur frá því – hann fór alltaf og keypti Elvis-lögin, svo var hann hummandi þetta löngu áður en hann heyrði lagið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti en þeir kappar gefa nú út nóturnar að jólalaginu Kalt á toppnum ásamt Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló. „Við ætlum svo að gefa út lagið sjálft á mánudaginn en fyrst ætlum við að setja nótnablaðið á netið og leyfa fólki að sækja það. Fólki er frjálst að spreyta sig á nótunum og láta okkur heyra útkomuna. Það gæti orðið skrautlegt,“ segir Bragi. Svavar segir að lagið sé bræðingur sinn af hvoru laginu eftir Braga og Svavar. „Hann Bragi var svo snöggur að hugsa og var á undan að búa til texta og lag en ég var bara úti að plægja akurinn. Þegar ég var kominn inn frá dráttarvélinni ákvað ég að setja mína putta í þetta, fór og samdi annað lag en þessi lög fóru í svona einvígi.“ Að sögn Svavars var það Kiddi í Hjálmum sem hóaði þeim saman. „Hann læsti okkur inni í klukkutíma með flyglinum. Svo hleypti hann okkur ekki út fyrr en við kæmumst að einhverju samkomulagi. Í rauninni bræddum við saman þessi tvö lög,“ segir Svavar en samkvæmt honum komu Guðmundur Pétursson og Ásgeir Trausti líka að gerð lagsins. „Allir sem áttu leið hjá hljóðverinu létu ljós sitt skína þangað til tölvan sagði nei og hún vildi ekki fleiri rásir,“ segir Svavar en Prins Póló verður sérstakur gestur á jólatónleikum Baggalúts, eða Prins Jóló eins og Baggalútsmenn kjósa að kalla hann. Vilt þú spreyta þig á nýja laginu með Baggalút og Prins Póló? Náðu í nóturnar hér fyrir neðan og skjóttu hlekk á þína útgáfu í athugasemdum hér við fréttina eða sendu Baggalút línu til að leyfa þeim að heyra.
Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira