Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Lögreglustjórinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt að hún hafi ekki gert neitt rangt er hún afhenti greinargerð um hælisleitanda. Fréttablaðið/GVA Ekki fæst staðfest hvort greinargerð sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra fyrir rúmu ári sé enn til hjá lögregluembættinu.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda aðstoðarmanni ráðherrans greinargerð um hælisleitandann Tony Omos að svarið velti á því hvað nákvæmlega hafi verið í skjalinu. „Það er alveg klárt að það eru takmarkanir á því hvað er eðlilegt að lögreglustjóri afhendi ráðuneyti,“ segir hann. Trausti segir að í málinu reyni á stjórnsýslulegt samband ráðuneytis og lögreglustjóraembættis og ákvæði í stjórnarráðslögunum um heimildir ráðuneytis til að biðja um upplýsingar. Heimildirnar séu afmarkaðar við það sem þörf sé á til þess að sinna eftirliti og yfirstjórn. Einnig reyni á reglur um þagnarskyldu. „Í þriðja lagi eru persónuverndarlög og reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglunni,“ segir Trausti, sem minnir á að Persónuvernd sé að skoða málið. Þannig sé það í réttu ferli hvað þetta varði. „Það veltur í raun allt á því hvaða upplýsingar þetta eru og það er mjög erfitt að segja til um hvort einhverjar reglur hafi verið brotnar nema það sé upplýst,“ segir Trausti. Hann bætir við að líka þurfi að taka tillit til hugsanlegra verklagsreglna og hefða í ráðuneytinu um hlutverk aðstoðarmanna ráðherra.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.„Aðstoðarmenn koma að pólitískri stefnumörkun en ekki að ákvörðunartöku. Á hinn bóginn þá er ekki sjálfgefið að þeim sé óheimilt að taka við hvers kyns upplýsingum, það verður allt að skoðast í heildarsamhengi hlutanna,“ segir Trausti og útskýrir að starfsmenn ráðuneytis hafi vegna sinna verkefna heimildir í umboði ráðherra til að kalla eftir upplýsingum frá undirstofnunum. „Þess vegna er erfitt að segja fyrirfram að það sé alveg óheimilt að láta aðstoðarmann hafa upplýsingar eða að honum sé óheimilt að spyrja – ekki nema vita um hvað hann er að spyrja og nánar tiltekið hvað hann fær,“ segir Trausti. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá því 20. nóvember segir um greinargerðina sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, að hún hafi verið um „málefni Tony Omos er tengdust meðal annars hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma og talinn vera í felum á Suðurnesjum“. Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum hvort greinargerðin sem forveri hans sendi væri enn til hjá embættinu og hvort hægt væri að fá afrit af henni. „Málið er til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis og einnig hefur Persónuvernd óskað upplýsinga. Frekari upplýsingar er ekki unnt að veita fyrr en fyrir liggur hver afgreiðsla þessara stofnana verður,“ svarar Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Eins og fram hefur komið er greinargerðin ekki til í innanríkisráðuneytinu. Lögmenn tveggja sem nefnd eru í minnisblaðinu um Tony Omos, sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu, hafa hvor um sig óskað eftir öllum gögnum sem tengjast þeirra skjólstæðingum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gögn hafa enn ekki borist til þeirra. Lekamálið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Ekki fæst staðfest hvort greinargerð sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra fyrir rúmu ári sé enn til hjá lögregluembættinu.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda aðstoðarmanni ráðherrans greinargerð um hælisleitandann Tony Omos að svarið velti á því hvað nákvæmlega hafi verið í skjalinu. „Það er alveg klárt að það eru takmarkanir á því hvað er eðlilegt að lögreglustjóri afhendi ráðuneyti,“ segir hann. Trausti segir að í málinu reyni á stjórnsýslulegt samband ráðuneytis og lögreglustjóraembættis og ákvæði í stjórnarráðslögunum um heimildir ráðuneytis til að biðja um upplýsingar. Heimildirnar séu afmarkaðar við það sem þörf sé á til þess að sinna eftirliti og yfirstjórn. Einnig reyni á reglur um þagnarskyldu. „Í þriðja lagi eru persónuverndarlög og reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglunni,“ segir Trausti, sem minnir á að Persónuvernd sé að skoða málið. Þannig sé það í réttu ferli hvað þetta varði. „Það veltur í raun allt á því hvaða upplýsingar þetta eru og það er mjög erfitt að segja til um hvort einhverjar reglur hafi verið brotnar nema það sé upplýst,“ segir Trausti. Hann bætir við að líka þurfi að taka tillit til hugsanlegra verklagsreglna og hefða í ráðuneytinu um hlutverk aðstoðarmanna ráðherra.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.„Aðstoðarmenn koma að pólitískri stefnumörkun en ekki að ákvörðunartöku. Á hinn bóginn þá er ekki sjálfgefið að þeim sé óheimilt að taka við hvers kyns upplýsingum, það verður allt að skoðast í heildarsamhengi hlutanna,“ segir Trausti og útskýrir að starfsmenn ráðuneytis hafi vegna sinna verkefna heimildir í umboði ráðherra til að kalla eftir upplýsingum frá undirstofnunum. „Þess vegna er erfitt að segja fyrirfram að það sé alveg óheimilt að láta aðstoðarmann hafa upplýsingar eða að honum sé óheimilt að spyrja – ekki nema vita um hvað hann er að spyrja og nánar tiltekið hvað hann fær,“ segir Trausti. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá því 20. nóvember segir um greinargerðina sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, að hún hafi verið um „málefni Tony Omos er tengdust meðal annars hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma og talinn vera í felum á Suðurnesjum“. Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum hvort greinargerðin sem forveri hans sendi væri enn til hjá embættinu og hvort hægt væri að fá afrit af henni. „Málið er til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis og einnig hefur Persónuvernd óskað upplýsinga. Frekari upplýsingar er ekki unnt að veita fyrr en fyrir liggur hver afgreiðsla þessara stofnana verður,“ svarar Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Eins og fram hefur komið er greinargerðin ekki til í innanríkisráðuneytinu. Lögmenn tveggja sem nefnd eru í minnisblaðinu um Tony Omos, sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu, hafa hvor um sig óskað eftir öllum gögnum sem tengjast þeirra skjólstæðingum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gögn hafa enn ekki borist til þeirra.
Lekamálið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira