Vegurinn til glötunar Birgir Dýrfjörð skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Leiðarvísar við þjóðvegi eru oft kallaðir vegprestar. Þeir vísa veginn. Þegar mikill munur þykir á orðum og gjörðum ýmiss konar predikara er þeim því oft líkt við vegpresta, og þá með þeirri skýringu að þeir vísa veginn en fara hann ekki sjálfir. Þykir þá sannast, sem sagt er, að vegurinn til glötunar er varðaður fögrum fyrirheitum. Mér komu þau orð í huga þegar ég las í 3. grein í siðareglum Alþjóðasambands jafnaðarmanna, sem samþykktar voru á 22. þingi þess í Sao Paulo, þar sem segir um samstarf við aðrar stjórnmálahreyfingar: „að samþykkja ekki neins konar pólitískt bandalag eða samvinnu, á hvaða stigi sem er, við hvern þann stjórnmálaflokk sem hvetur til eða reynir að kynda undir þjóðernis- eða kynþáttahatri“. Hér er afdráttarlaust kveðið að orði, ekkert bandalag eða samvinnu „á hvaða stigi sem er“. Í borgarstjórn Fólk, sem með einum eða öðrum hætti aðhyllist hugmyndir jafnaðarstefnunnar um mannréttindi má því vera ánægt með staðfestu þeirra borgarfulltrúa, sem ákváðu að hafa enga samvinnu við Framsóknarflokkinn, meðan hann gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum vegna þjóðernis- og kynþáttahyggju frambjóðenda hans fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar. Flest fullorðið fólk veit að auðveldara er að gefa fögur fyrirheit en halda þau, og stundum kostar að vera maður orða sinna. Því miður er sú greiðsla þó ekki alltaf öllum laus í hendi. Það er því fagnaðarefni að í borgarstjórn Reykjavíkur er fólk, sem reyndist borgunarmenn fyrir orðum jafnaðarmanna. Sem kjósandi í Reykjavík og fulltrúi í flokksstjórn Samfylkingarinnar finnst mér skylt að þakka því fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Leiðarvísar við þjóðvegi eru oft kallaðir vegprestar. Þeir vísa veginn. Þegar mikill munur þykir á orðum og gjörðum ýmiss konar predikara er þeim því oft líkt við vegpresta, og þá með þeirri skýringu að þeir vísa veginn en fara hann ekki sjálfir. Þykir þá sannast, sem sagt er, að vegurinn til glötunar er varðaður fögrum fyrirheitum. Mér komu þau orð í huga þegar ég las í 3. grein í siðareglum Alþjóðasambands jafnaðarmanna, sem samþykktar voru á 22. þingi þess í Sao Paulo, þar sem segir um samstarf við aðrar stjórnmálahreyfingar: „að samþykkja ekki neins konar pólitískt bandalag eða samvinnu, á hvaða stigi sem er, við hvern þann stjórnmálaflokk sem hvetur til eða reynir að kynda undir þjóðernis- eða kynþáttahatri“. Hér er afdráttarlaust kveðið að orði, ekkert bandalag eða samvinnu „á hvaða stigi sem er“. Í borgarstjórn Fólk, sem með einum eða öðrum hætti aðhyllist hugmyndir jafnaðarstefnunnar um mannréttindi má því vera ánægt með staðfestu þeirra borgarfulltrúa, sem ákváðu að hafa enga samvinnu við Framsóknarflokkinn, meðan hann gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum vegna þjóðernis- og kynþáttahyggju frambjóðenda hans fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar. Flest fullorðið fólk veit að auðveldara er að gefa fögur fyrirheit en halda þau, og stundum kostar að vera maður orða sinna. Því miður er sú greiðsla þó ekki alltaf öllum laus í hendi. Það er því fagnaðarefni að í borgarstjórn Reykjavíkur er fólk, sem reyndist borgunarmenn fyrir orðum jafnaðarmanna. Sem kjósandi í Reykjavík og fulltrúi í flokksstjórn Samfylkingarinnar finnst mér skylt að þakka því fólki.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar