Nálægðin getur verið erfið Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Sigurjón J. Sigurðsson. Frá stofnun Bæjarins besta á Ísafirði fyrir þrjátíu árum hefur aldrei fallið út vika í útgáfu. Mynd/Bæjarins besta Á föstudaginn kemur er vikuritið Bæjarins besta á Ísafirði 30 ára gamalt. Í janúarbyrjun komandi er svo jafnframt 15 ára afmæli fréttavefsins bb.is. Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri Bæjarins besta og bb.is, segir rétt að aldrei hafi fallið út vika í útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína. „Og það þótt við búum á svona erfiðu svæði,“ bætir hann við. Fyrstu árin hafi hins vegar verið sérstaklega erfið því þá hafi blaðið verið sett upp á gamla mátann. „Við þurftum að líma það upp eins og gert var þá og senda til Reykjavíkur í vinnslu og fá plötur til baka í flugi.“ Blaðið var svo prentað fyrir vestan. Þótt vel hafi gengið og blaðið orðið þetta gamalt segir Sigurjón vissulega hafa komið erfiða tíma inn á milli. „Það er ekkert auðvelt verk að gefa út blað í svona litlu samfélagi,“ segir hann, en bætir við að hann hafi aldrei látið nálægðina við viðfangsefnin stöðva sig. „Fréttir eru fréttir, hvort sem öllum líkar þær eða ekki,“ segir hann, en viðurkennir um leið að sumt hafi verið erfiðara en annað. „Erfiðast var þetta í kring um snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri og við vorum náttúrlega með ljósmyndara á vettvangi í Súðavík, sem var þarna björgunarmaður líka, meðeigandi minn í blaðinu.“ Fyrsta hálfa árið var Bæjarins besta fríblað með sjónvarpsdagskrá og skemmtiefni, en eftir það ákváðu stofnendurnir, Sigurjón og Halldór Sveinbjörnsson, að breyta því í fréttablað. „Fyrstu árin dreifðum við blaðinu frítt, en svo fór það í sölu og var þannig alveg þangað til um áramótin 2012/2013 þegar við breyttum því aftur í fríblað.“ Það segir Sigurjón fyrst og fremst hafa verið gert til þess að efla auglýsingasölu í blaðið, því auglýsendur hafi verið viljugri til að auglýsa í fríblaði en áskriftar- og sölublaði. Sigurjón segir það samt hafa kallað á dálitla umhugsun að breyta blaðinu aftur. Í gegn um tíðina hefur Bæjarins besta fengið samkeppni frá einum fjórum eða fimm blöðum, bæði sjónvarpsdagskrám og fréttablöðum. „En þau hafa öll hætt og ég hef bara brugðist við með því að gefa út betra blað, en ekki farið út í fríblaðsformið.“ Núna sé blaðinu hins vegar dreift í öll hús á svæðinu sem ekki var orðið á þeim tíma. Síðan styðji blaðið vefinn og öfugt. Sigurjón vonast til þess að Bæjarins besta eigi langa framtíð fyrir sér enn, þótt hann sjái ekki fyrir sér þrjátíu ár í viðbót. „Ég ætla ekki að vera í þessu fram í nírætt,“ segir hann og hlær. „En ég vona svo sannarlega að áfram verði haldið hér úti fréttablaði næstu áratugina.“ Fréttir af flugi Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Á föstudaginn kemur er vikuritið Bæjarins besta á Ísafirði 30 ára gamalt. Í janúarbyrjun komandi er svo jafnframt 15 ára afmæli fréttavefsins bb.is. Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri Bæjarins besta og bb.is, segir rétt að aldrei hafi fallið út vika í útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína. „Og það þótt við búum á svona erfiðu svæði,“ bætir hann við. Fyrstu árin hafi hins vegar verið sérstaklega erfið því þá hafi blaðið verið sett upp á gamla mátann. „Við þurftum að líma það upp eins og gert var þá og senda til Reykjavíkur í vinnslu og fá plötur til baka í flugi.“ Blaðið var svo prentað fyrir vestan. Þótt vel hafi gengið og blaðið orðið þetta gamalt segir Sigurjón vissulega hafa komið erfiða tíma inn á milli. „Það er ekkert auðvelt verk að gefa út blað í svona litlu samfélagi,“ segir hann, en bætir við að hann hafi aldrei látið nálægðina við viðfangsefnin stöðva sig. „Fréttir eru fréttir, hvort sem öllum líkar þær eða ekki,“ segir hann, en viðurkennir um leið að sumt hafi verið erfiðara en annað. „Erfiðast var þetta í kring um snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri og við vorum náttúrlega með ljósmyndara á vettvangi í Súðavík, sem var þarna björgunarmaður líka, meðeigandi minn í blaðinu.“ Fyrsta hálfa árið var Bæjarins besta fríblað með sjónvarpsdagskrá og skemmtiefni, en eftir það ákváðu stofnendurnir, Sigurjón og Halldór Sveinbjörnsson, að breyta því í fréttablað. „Fyrstu árin dreifðum við blaðinu frítt, en svo fór það í sölu og var þannig alveg þangað til um áramótin 2012/2013 þegar við breyttum því aftur í fríblað.“ Það segir Sigurjón fyrst og fremst hafa verið gert til þess að efla auglýsingasölu í blaðið, því auglýsendur hafi verið viljugri til að auglýsa í fríblaði en áskriftar- og sölublaði. Sigurjón segir það samt hafa kallað á dálitla umhugsun að breyta blaðinu aftur. Í gegn um tíðina hefur Bæjarins besta fengið samkeppni frá einum fjórum eða fimm blöðum, bæði sjónvarpsdagskrám og fréttablöðum. „En þau hafa öll hætt og ég hef bara brugðist við með því að gefa út betra blað, en ekki farið út í fríblaðsformið.“ Núna sé blaðinu hins vegar dreift í öll hús á svæðinu sem ekki var orðið á þeim tíma. Síðan styðji blaðið vefinn og öfugt. Sigurjón vonast til þess að Bæjarins besta eigi langa framtíð fyrir sér enn, þótt hann sjái ekki fyrir sér þrjátíu ár í viðbót. „Ég ætla ekki að vera í þessu fram í nírætt,“ segir hann og hlær. „En ég vona svo sannarlega að áfram verði haldið hér úti fréttablaði næstu áratugina.“
Fréttir af flugi Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira