Sprenging í tónleikahaldi Íslendinga í útlöndum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Sigtryggur Baldursson segir að búið sé að bjóða sextán íslenskum tónlistarmönnum að taka þátt í Eurosonic-hátíðinni 2015. fréttablaðið/Andri Marínó Stærsta breytingin á tekjumódelum tónlistarmanna síðustu árin er það að með minnkandi diskasölu er meiri áhersla á tónleikahald, segir Sigtryggur Baldursson hjá Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að þetta sé hluti af þeirri ástæðu að sprenging hefur orðið í tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. „Menn þurfa bara að komast út að spila,“ segir hann. Íslenskir tónlistarmenn hafi tekið þátt í þeirri þróun eins og aðrir. Sigtryggur tók þátt í umræðufundi um fjármál í íslenskri tónlist á vegum VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í gær. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að íslenskir tónlistarmenn taki sífellt meiri þátt í tónleikahaldi erlendis. En víða í öðrum löndum hafi menn einnig orðið varir við hið sama. „Aukningin hefur kannski verið sérstaklega áberandi hérna af því að þetta er svo lítill markaður og þetta er ákveðin vinna sem er að skila sér,“ segir hann. Hann segir að margir aðilar hafi komið að tengslamyndunarvinnu og markaðssetningarvinnu sem sé farin að skila sér. Iceland Airwaves er gott dæmi. Útón líka og svo geirinn sjálfur,“ segir Sigtryggur. Til dæmis um aukinn áhuga á íslenskri tónlist bendir Sigtryggur á að Ísland sé fókusland á Eurosonic-hátíðinni 2015. Hún verður haldin í Hollandi. „Það voru yfir 70 íslenskir listamenn sem sóttu um fyrir fyrsta september og það er nú þegar búið að bjóða sextán íslenskum listamönnum þarna inn,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir að það sem skorti hér á Íslandi einna helst séu innviðir til þess að hægt sé að reka tónlistariðnaðinn út frá viðskiptalegum forsendum héðan frá Íslandi. Þetta þurfi að gera með því að bæta viðskiptastjórn tónlistarmannanna. Útón sé í mjög virku sambandi við Maríu Rut Reynisdóttur, sem er meðal annars umboðsmaður Ásgeirs Trausta tónlistarmanns. Henni hafi gengið vel í viðskiptastjórninni. „Ólafur Arnalds er dæmi um „self-management“ sem er að virka vel,“ segir Sigtryggur. Þá bendir hann á að Sykurmolarnir hafi stjórnað sínum eigin málum fyrir 25 árum og það hafi gengið vel. Sigtryggur var einmitt sjálfur trommuleikari í Sykurmolunum „En við vorum að vinna með mjög góðu fólki í Englandi,“ segir Sigtryggur. Tónlistarmennirnir þurfi alltaf að vinna með sterkum viðskiptaaðilum. Sigtryggur segir að Útón hafi unnið markvisst að því að efla viðskiptastjórn, meðal annars með fræðslufundum hér á landi. Airwaves Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Stærsta breytingin á tekjumódelum tónlistarmanna síðustu árin er það að með minnkandi diskasölu er meiri áhersla á tónleikahald, segir Sigtryggur Baldursson hjá Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að þetta sé hluti af þeirri ástæðu að sprenging hefur orðið í tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. „Menn þurfa bara að komast út að spila,“ segir hann. Íslenskir tónlistarmenn hafi tekið þátt í þeirri þróun eins og aðrir. Sigtryggur tók þátt í umræðufundi um fjármál í íslenskri tónlist á vegum VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í gær. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að íslenskir tónlistarmenn taki sífellt meiri þátt í tónleikahaldi erlendis. En víða í öðrum löndum hafi menn einnig orðið varir við hið sama. „Aukningin hefur kannski verið sérstaklega áberandi hérna af því að þetta er svo lítill markaður og þetta er ákveðin vinna sem er að skila sér,“ segir hann. Hann segir að margir aðilar hafi komið að tengslamyndunarvinnu og markaðssetningarvinnu sem sé farin að skila sér. Iceland Airwaves er gott dæmi. Útón líka og svo geirinn sjálfur,“ segir Sigtryggur. Til dæmis um aukinn áhuga á íslenskri tónlist bendir Sigtryggur á að Ísland sé fókusland á Eurosonic-hátíðinni 2015. Hún verður haldin í Hollandi. „Það voru yfir 70 íslenskir listamenn sem sóttu um fyrir fyrsta september og það er nú þegar búið að bjóða sextán íslenskum listamönnum þarna inn,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir að það sem skorti hér á Íslandi einna helst séu innviðir til þess að hægt sé að reka tónlistariðnaðinn út frá viðskiptalegum forsendum héðan frá Íslandi. Þetta þurfi að gera með því að bæta viðskiptastjórn tónlistarmannanna. Útón sé í mjög virku sambandi við Maríu Rut Reynisdóttur, sem er meðal annars umboðsmaður Ásgeirs Trausta tónlistarmanns. Henni hafi gengið vel í viðskiptastjórninni. „Ólafur Arnalds er dæmi um „self-management“ sem er að virka vel,“ segir Sigtryggur. Þá bendir hann á að Sykurmolarnir hafi stjórnað sínum eigin málum fyrir 25 árum og það hafi gengið vel. Sigtryggur var einmitt sjálfur trommuleikari í Sykurmolunum „En við vorum að vinna með mjög góðu fólki í Englandi,“ segir Sigtryggur. Tónlistarmennirnir þurfi alltaf að vinna með sterkum viðskiptaaðilum. Sigtryggur segir að Útón hafi unnið markvisst að því að efla viðskiptastjórn, meðal annars með fræðslufundum hér á landi.
Airwaves Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira