Utan vallar: Stærsta en ekki síðasta varðan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2014 07:00 Gylfi Þór og Aron Einar fagna marki þess fyrrnefnda. vísir/Andri marinó Þegar Lars Lagerbäck skrifaði undir samning við KSÍ í október 2011 byrjaði hann um leið að skrifa nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu. Íslenska karlalandsliðið hefur yfirstigið margar hindranir og náð ótal áföngum síðan Svíinn yfirvegaði tók til starfa. Batamerkin sáust fljótlega og úrslitin fylgdu í kjölfarið. Eftir þrjá leiki í síðustu undankeppni var Ísland búið að vinna jafn marga leiki og það vann í tveimur undankeppnum þar á undan. Ísland vann sigur á liði frá Austur-Evrópu á útivelli – ekki einn, heldur tvo. Ísland kom til baka og náði jafntefli eftir að hafa verið 4-1 undir gegn sterku liði Sviss á útivelli. Ísland fór taplaust í gegnum fjóra síðustu leiki undankeppninnar og komst í fyrsta sinn í umspil um sæti á stórmóti. Draumurinn um sæti á HM í Brasilíu varð að engu í Zagreb þar sem Ísland tapaði fyrir frábæru liði Króata. Og svo virtist sem vonbrigðin sætu enn í leikmönnum liðsins í vináttulandsleikjunum í ár. Spilamennska íslenska liðsins í leikjunum gegn Svíþjóð, Wales, Austurríki og Eistlandi var flöt og það virtist þungt yfir liðinu. En frammistaðan og úrslitin í þeim leikjum gleymdist þegar Ísland sýndi á sér sparihliðarnar gegn Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016. Niðurstaðan var 3-0 sigur og annar slíkur vannst í Ríga í Lettlandi á föstudagskvöldið. Þessir leikir voru bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Á mánudagskvöldið náði íslenska landsliðið sínum bestu úrslitum frá upphafi þegar það lagði Holland, bronsliðið frá síðasta HM, með tveimur mörkum gegn engu. Það voru ekki einungis úrslitin sem voru frábær, heldur var spilamennskan fyrsta flokks. Varnarleikurinn var sterkur, sóknarleikurinn beittur, vinnusemin til fyrirmyndar, baráttan góð og skipulagið upp á tíu. Þegar þessir þættir eru til staðar geta góðir hlutir gerst. Það verður erfitt fyrir íslenska landsliðið að toppa Hollandsleikinn sem verður væntanlega með tíð og tíma stærsta og glæsilegasta varðan um þetta lið. En þetta eru ekki síðustu merkisúrslitin sem íslenska landsliðið á eftir ná á næstu árum. Liðið er á góðum aldri og skipað leikmönnum sem höndla pressu, álag og væntingar sem munu eflaust aukast í kjölfar sigursins á Hollandi. Leikmennirnir sem skipa landsliðið eru góðir og vita af því. Framundan eru erfið verkefni, en liðið fær mann til að trúa að það geti leyst þau. Það er af sem áður var. Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Þegar Lars Lagerbäck skrifaði undir samning við KSÍ í október 2011 byrjaði hann um leið að skrifa nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu. Íslenska karlalandsliðið hefur yfirstigið margar hindranir og náð ótal áföngum síðan Svíinn yfirvegaði tók til starfa. Batamerkin sáust fljótlega og úrslitin fylgdu í kjölfarið. Eftir þrjá leiki í síðustu undankeppni var Ísland búið að vinna jafn marga leiki og það vann í tveimur undankeppnum þar á undan. Ísland vann sigur á liði frá Austur-Evrópu á útivelli – ekki einn, heldur tvo. Ísland kom til baka og náði jafntefli eftir að hafa verið 4-1 undir gegn sterku liði Sviss á útivelli. Ísland fór taplaust í gegnum fjóra síðustu leiki undankeppninnar og komst í fyrsta sinn í umspil um sæti á stórmóti. Draumurinn um sæti á HM í Brasilíu varð að engu í Zagreb þar sem Ísland tapaði fyrir frábæru liði Króata. Og svo virtist sem vonbrigðin sætu enn í leikmönnum liðsins í vináttulandsleikjunum í ár. Spilamennska íslenska liðsins í leikjunum gegn Svíþjóð, Wales, Austurríki og Eistlandi var flöt og það virtist þungt yfir liðinu. En frammistaðan og úrslitin í þeim leikjum gleymdist þegar Ísland sýndi á sér sparihliðarnar gegn Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016. Niðurstaðan var 3-0 sigur og annar slíkur vannst í Ríga í Lettlandi á föstudagskvöldið. Þessir leikir voru bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Á mánudagskvöldið náði íslenska landsliðið sínum bestu úrslitum frá upphafi þegar það lagði Holland, bronsliðið frá síðasta HM, með tveimur mörkum gegn engu. Það voru ekki einungis úrslitin sem voru frábær, heldur var spilamennskan fyrsta flokks. Varnarleikurinn var sterkur, sóknarleikurinn beittur, vinnusemin til fyrirmyndar, baráttan góð og skipulagið upp á tíu. Þegar þessir þættir eru til staðar geta góðir hlutir gerst. Það verður erfitt fyrir íslenska landsliðið að toppa Hollandsleikinn sem verður væntanlega með tíð og tíma stærsta og glæsilegasta varðan um þetta lið. En þetta eru ekki síðustu merkisúrslitin sem íslenska landsliðið á eftir ná á næstu árum. Liðið er á góðum aldri og skipað leikmönnum sem höndla pressu, álag og væntingar sem munu eflaust aukast í kjölfar sigursins á Hollandi. Leikmennirnir sem skipa landsliðið eru góðir og vita af því. Framundan eru erfið verkefni, en liðið fær mann til að trúa að það geti leyst þau. Það er af sem áður var.
Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira