Manchester City enn í basli í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2014 06:00 Sergio Aguero og félagar eru enn á ný í vandræðum í Meistaradeildinni. Vísir/Getty Besta lið ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár hefur ekki verið nógu gott fyrir Meistaradeildina og ljósbláu mönnunum frá Manchester gengur enn illa að breyta þeirri hefð. Stjörnum prýtt lið Manchester City hefur unnið ensku deildina tvisvar sinnum á síðustu þremur tímabilum en á sama tíma hefur ekkert gengið í Evrópu. Það kemur því ekki á óvart að knattspyrnuspekingar skrifi og tali um mikla ráðgátu í umfjöllun sinni um Meistaradeildarútgáfu Manchester City. Manchester City gerði 1-1 jafntefli á heimavelli í fyrrakvöld þegar ítalska liðið Roma kom í heimsókn. City-liðið er nú í hættu á að sitja eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. „Þetta var mjög mikilvægur leikur og það er aldrei gott að tapa tveimur stigum á heimavelli. Við vorum að mæta sterku liði og spiluðum ekki nógu vel,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, á blaðamannafundi efir leikinn. „Ég lofa því að við munum berjast fyrir þeim tólf stigum sem eru í boði hér eftir og svo sjáum við bara hvaða lið komast áfram. Við berjumst allt til enda,“ sagði Pellegrini. Manchester City hefur aðeins einu sinni náð þremur stigum út úr fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni og það var einmitt í fyrra þegar liðið komst í fyrsta og eina skiptið upp úr sínum riðli. Leikmenn Manchester City náðu heldur ekki að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í Meistaradeildinni en það hefur ekki tekist hjá þessu vel mannaða liði á þessum fjórum tímabilum liðsins í Meistaradeildinni. Manchester City hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum og er nú þremur stigum á eftir Roma sem er í öðru sætinu. Bayern München er í góðum málum með fullt hús á toppi riðilsins. „Við erum samt bara þremur stigum á eftir Roma og nú verðum við bara að fara til Rússlands og vinna,“ sagði Pellegrini. Næstu tveir leikir Manchester City í Meistaradeildinni eru á móti CSKA Moskvu og ekkert minna en sex stig dugir fyrir lokabaráttuna við Bayern München og Roma um sæti í sextán liða úrslitunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Besta lið ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár hefur ekki verið nógu gott fyrir Meistaradeildina og ljósbláu mönnunum frá Manchester gengur enn illa að breyta þeirri hefð. Stjörnum prýtt lið Manchester City hefur unnið ensku deildina tvisvar sinnum á síðustu þremur tímabilum en á sama tíma hefur ekkert gengið í Evrópu. Það kemur því ekki á óvart að knattspyrnuspekingar skrifi og tali um mikla ráðgátu í umfjöllun sinni um Meistaradeildarútgáfu Manchester City. Manchester City gerði 1-1 jafntefli á heimavelli í fyrrakvöld þegar ítalska liðið Roma kom í heimsókn. City-liðið er nú í hættu á að sitja eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. „Þetta var mjög mikilvægur leikur og það er aldrei gott að tapa tveimur stigum á heimavelli. Við vorum að mæta sterku liði og spiluðum ekki nógu vel,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, á blaðamannafundi efir leikinn. „Ég lofa því að við munum berjast fyrir þeim tólf stigum sem eru í boði hér eftir og svo sjáum við bara hvaða lið komast áfram. Við berjumst allt til enda,“ sagði Pellegrini. Manchester City hefur aðeins einu sinni náð þremur stigum út úr fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni og það var einmitt í fyrra þegar liðið komst í fyrsta og eina skiptið upp úr sínum riðli. Leikmenn Manchester City náðu heldur ekki að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í Meistaradeildinni en það hefur ekki tekist hjá þessu vel mannaða liði á þessum fjórum tímabilum liðsins í Meistaradeildinni. Manchester City hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum og er nú þremur stigum á eftir Roma sem er í öðru sætinu. Bayern München er í góðum málum með fullt hús á toppi riðilsins. „Við erum samt bara þremur stigum á eftir Roma og nú verðum við bara að fara til Rússlands og vinna,“ sagði Pellegrini. Næstu tveir leikir Manchester City í Meistaradeildinni eru á móti CSKA Moskvu og ekkert minna en sex stig dugir fyrir lokabaráttuna við Bayern München og Roma um sæti í sextán liða úrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira