Verður markamet Meistaradeildarinnar slegið í vikunni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2014 06:00 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru frábærir á stóra sviðinu. Vísir/AFP Tveir bestu knattspyrnumenn heimsins, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa verið duglegir að slá hvers konar markamet á síðustu árum. Eitt þeirra meta sem gæti fallið á næstu vikum er markametið í Meistaradeild Evrópu. Það er sem stendur í eigu Raúl González, leikja- og markahæsta leikmanns í sögu Real Madrid, en hann skoraði 71 mark á árunum 1995-2011. Raúl skoraði 66 þessara marka fyrir Real Madrid og fimm fyrir Schalke 04. Ronaldo kemur næstur á markalistanum í Meistaradeildinni með 68 mörk; 15 þeirra skoraði hann fyrir Manchester United og 53 fyrir Real Madrid. Hann vantar því aðeins þrjú mörk til að ná manninum sem lék í treyju númer sjö hjá Real Madrid á undan honum. Markatölfræði Portúgalans með Real Madrid í Meistaradeildinni er lygileg, en Ronaldo þurfti aðeins 52 leiki til að ná þessum markafjölda. Hann er með öðrum orðum með meira en mark að meðaltali í leik með spænska stórliðinu í Meistaradeildinni. Ronaldo á einnig metið yfir flest mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, en hann skoraði 17 mörk þegar Real Madrid fór alla leið í fyrra. Lionel Messi er þriðji á listanum. Argentínumaðurinn hefur skorað 67 mörk fyrir Barcelona í Meistaradeildinni, einu minna en Ronaldo og fjórum minna en Raúl. Messi er hins vegar með besta markameðaltalið af þessum þremur, en hann er með 0,77 mörk að meðaltali í leik gegn 0,5 hjá Raúl og 0,65 hjá Ronaldo. Ronaldo skoraði gegn Basel í fyrsta leik Real Madrid í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hann fær tækifæri til að bæta við þann fjölda þegar Evrópumeistararnir mæta Ludogorets frá Búlgaríu á morgun. Messi á talsvert erfiðara verkefni fyrir höndum, en Barcelona sækir Paris SG heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Flest mörk í Meistaradeild Evrópu: 71 mark - Raúl González 68 mörk - Cristiano Ronaldo 67 mörk - Lionel Messi 56 mörk - Ruud van Nistelrooy 50 mörk - Thierry Henry 48 mörk - Andriy Shevchenko 46 mörk - Filippo Inzaghi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Sjá meira
Tveir bestu knattspyrnumenn heimsins, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa verið duglegir að slá hvers konar markamet á síðustu árum. Eitt þeirra meta sem gæti fallið á næstu vikum er markametið í Meistaradeild Evrópu. Það er sem stendur í eigu Raúl González, leikja- og markahæsta leikmanns í sögu Real Madrid, en hann skoraði 71 mark á árunum 1995-2011. Raúl skoraði 66 þessara marka fyrir Real Madrid og fimm fyrir Schalke 04. Ronaldo kemur næstur á markalistanum í Meistaradeildinni með 68 mörk; 15 þeirra skoraði hann fyrir Manchester United og 53 fyrir Real Madrid. Hann vantar því aðeins þrjú mörk til að ná manninum sem lék í treyju númer sjö hjá Real Madrid á undan honum. Markatölfræði Portúgalans með Real Madrid í Meistaradeildinni er lygileg, en Ronaldo þurfti aðeins 52 leiki til að ná þessum markafjölda. Hann er með öðrum orðum með meira en mark að meðaltali í leik með spænska stórliðinu í Meistaradeildinni. Ronaldo á einnig metið yfir flest mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, en hann skoraði 17 mörk þegar Real Madrid fór alla leið í fyrra. Lionel Messi er þriðji á listanum. Argentínumaðurinn hefur skorað 67 mörk fyrir Barcelona í Meistaradeildinni, einu minna en Ronaldo og fjórum minna en Raúl. Messi er hins vegar með besta markameðaltalið af þessum þremur, en hann er með 0,77 mörk að meðaltali í leik gegn 0,5 hjá Raúl og 0,65 hjá Ronaldo. Ronaldo skoraði gegn Basel í fyrsta leik Real Madrid í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hann fær tækifæri til að bæta við þann fjölda þegar Evrópumeistararnir mæta Ludogorets frá Búlgaríu á morgun. Messi á talsvert erfiðara verkefni fyrir höndum, en Barcelona sækir Paris SG heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Flest mörk í Meistaradeild Evrópu: 71 mark - Raúl González 68 mörk - Cristiano Ronaldo 67 mörk - Lionel Messi 56 mörk - Ruud van Nistelrooy 50 mörk - Thierry Henry 48 mörk - Andriy Shevchenko 46 mörk - Filippo Inzaghi
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Sjá meira