Goðsögn miðlar visku Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. september 2014 09:00 Bassaleikarinn Billy Sheehan er þekktur fyrir mikla tækni í sinni spilamennsku. Vísir/Getty „Hann er algjör goðsögn og fólk fær að spyrja kallinn út í allt sem það vill vita,“ segir bassaleikarinn Guðni Finnsson og starfsmaður Hljóðfærahússins og Tónabúðarinnar en verslunin stendur fyrir komu bassaleikarans Billys Sheehan. Um er að ræða mikla kanónu í tónlistarheiminum sem hefur spilað með þekktum nöfnum í tónlistarheiminum, en Sheehan er meðal annars bassaleikari hljómsveitarinnar Mr. Big. Þá hefur hann einnig leikið með listamönnum á borð við Steve Vai og David Lee Roth svo nokkrir séu nefndir. „Þetta er ekki bara fyrir bassaleikara, allir tónlistarmenn og áhugamenn hefðu líka gaman af að sjá hann. Þessi maður er með ótrúlega tækni og verður líklega einn á sviðinu og miðlar visku sinni í skemmtilegri nálægð við áhorfendur,“ bætir Guðni við. Sheehan er þekktur fyrir mikla tækni í bassaleik sínum og leikur við hvern sinn fingur og spilar á bassann líkt og hann sé að spila á gítar. Hann er líka meðlimur í ofurhljómsveitunum Niacin og The Winery Dogs en báðar sveitirnar skarta heimsklassa hljóðfæraleikurum. Sheehan, sem hefur fimm sinnum verið valinn besti rokkbassaleikarinn af lesendum Guitar Player Magazine, mun spila og tala um bassaleik og tónlist almennt, og svara spurningum úr sal. Viðburðurinn er hluti af fyrirlestraferðalagi hjá Sheehan en hann hefur farið um öll Norðurlöndin að undanförnu en fer til Japans eftir stoppið á Íslandi. Sheehan kemur fram í í Hljóðfærahúsinu/Tónabúðinni á föstudagskvöld klukkan 20.00 og kostar 2.500 krónur inn. Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Hann er algjör goðsögn og fólk fær að spyrja kallinn út í allt sem það vill vita,“ segir bassaleikarinn Guðni Finnsson og starfsmaður Hljóðfærahússins og Tónabúðarinnar en verslunin stendur fyrir komu bassaleikarans Billys Sheehan. Um er að ræða mikla kanónu í tónlistarheiminum sem hefur spilað með þekktum nöfnum í tónlistarheiminum, en Sheehan er meðal annars bassaleikari hljómsveitarinnar Mr. Big. Þá hefur hann einnig leikið með listamönnum á borð við Steve Vai og David Lee Roth svo nokkrir séu nefndir. „Þetta er ekki bara fyrir bassaleikara, allir tónlistarmenn og áhugamenn hefðu líka gaman af að sjá hann. Þessi maður er með ótrúlega tækni og verður líklega einn á sviðinu og miðlar visku sinni í skemmtilegri nálægð við áhorfendur,“ bætir Guðni við. Sheehan er þekktur fyrir mikla tækni í bassaleik sínum og leikur við hvern sinn fingur og spilar á bassann líkt og hann sé að spila á gítar. Hann er líka meðlimur í ofurhljómsveitunum Niacin og The Winery Dogs en báðar sveitirnar skarta heimsklassa hljóðfæraleikurum. Sheehan, sem hefur fimm sinnum verið valinn besti rokkbassaleikarinn af lesendum Guitar Player Magazine, mun spila og tala um bassaleik og tónlist almennt, og svara spurningum úr sal. Viðburðurinn er hluti af fyrirlestraferðalagi hjá Sheehan en hann hefur farið um öll Norðurlöndin að undanförnu en fer til Japans eftir stoppið á Íslandi. Sheehan kemur fram í í Hljóðfærahúsinu/Tónabúðinni á föstudagskvöld klukkan 20.00 og kostar 2.500 krónur inn.
Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira