Gæti þakkað 100 manns fyrir þessi ótrúlegu 20 ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2014 06:30 Þóru B. Helgadóttur var fagnað af liðsfélögum sínum eftir að hún skoraði mark úr vítaspyrnu í kveðjuleiknum. vísir/stefán „Það eru sannkölluð forréttindi að fá að enda landsliðsferilinn á þennan máta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, eftir 9-1 sigur Íslands á Serbíu í undankeppni HM 2015 í gær. Þóra kvaddi landsliðið í gær eftir sextán ára feril og 108 leiki. Ísland lék á als oddi í leiknum í gær og sýndi að framtíðin er sannarlega björt. Stelpurnar áttu ekki lengur möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Kanada en sýndu þrátt fyrir það mikinn styrk og vilja í frábærum sigri. Leiksins verður þó fyrst og fremst minnst sem kveðjuleiks Þóru Bjargar sem skoraði meira að segja eitt marka Íslands. Það gerði hún úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og var henni gríðarlega vel fagnað, bæði af áhorfendum og liðsfélögum. „Ég verð örugglega sátt við ákvörðunina þegar ég vakna í fyrramálið en líka svolítið leið. En það hefði ekki verið hægt að biðja um betri endi – með þennan stuðning úr stúkunni og stórsigri á heimavelli.“ Hún segir erfitt að lýsa þessum sextán árum með íslenska A-landsliðinu. „Það hefur gengið á ýmsu, bæði gott og slæmt, en mest allt hefur verið gott og jákvætt. Það hafa verið ótrúlegar framfarir í liðinu og ég hef átt margar frábærar stundir með ótalmörgum félögum. Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað,“ segir Þóra sem var rétt rúmlega sautján ára gömul þegar hún lék fyrsta landsleikinn. „Þá kom ég inn á gegn Bandaríkjunum en ég var svo stressuð að ég man ekki eftir neinu. Í dag er ég önnur manneskja enda var ég barn þá. Ég hef í raun alist upp hjá KSÍ, með öllu því góða fólki þar, og upplifað ótalmargt í næstum 20 ár.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari lofaði Þóru í hástert eftir leikinn og sagðist vera þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með henni. „Ég vona að íþróttaheimurinn átti sig á því hversu stórkostlegur íþróttamaður hún er. Hún hefur verið í fremstu röð síðan 1998 og það eitt og sér er mikið og stórt afrek,“ sagði hann. „Hún býr yfir hæfileikum sem ekki margir hafa og var á sínum tíma langt á undan sinni samtíð.“ Þar sem Danmörk tapaði óvænt fyrir Ísrael í gær endaði Ísland í öðru sæti riðilsins. Það dugði þó ekki til að tryggja liðinu sæti í umspilskeppninni í haust. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
„Það eru sannkölluð forréttindi að fá að enda landsliðsferilinn á þennan máta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, eftir 9-1 sigur Íslands á Serbíu í undankeppni HM 2015 í gær. Þóra kvaddi landsliðið í gær eftir sextán ára feril og 108 leiki. Ísland lék á als oddi í leiknum í gær og sýndi að framtíðin er sannarlega björt. Stelpurnar áttu ekki lengur möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Kanada en sýndu þrátt fyrir það mikinn styrk og vilja í frábærum sigri. Leiksins verður þó fyrst og fremst minnst sem kveðjuleiks Þóru Bjargar sem skoraði meira að segja eitt marka Íslands. Það gerði hún úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og var henni gríðarlega vel fagnað, bæði af áhorfendum og liðsfélögum. „Ég verð örugglega sátt við ákvörðunina þegar ég vakna í fyrramálið en líka svolítið leið. En það hefði ekki verið hægt að biðja um betri endi – með þennan stuðning úr stúkunni og stórsigri á heimavelli.“ Hún segir erfitt að lýsa þessum sextán árum með íslenska A-landsliðinu. „Það hefur gengið á ýmsu, bæði gott og slæmt, en mest allt hefur verið gott og jákvætt. Það hafa verið ótrúlegar framfarir í liðinu og ég hef átt margar frábærar stundir með ótalmörgum félögum. Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað,“ segir Þóra sem var rétt rúmlega sautján ára gömul þegar hún lék fyrsta landsleikinn. „Þá kom ég inn á gegn Bandaríkjunum en ég var svo stressuð að ég man ekki eftir neinu. Í dag er ég önnur manneskja enda var ég barn þá. Ég hef í raun alist upp hjá KSÍ, með öllu því góða fólki þar, og upplifað ótalmargt í næstum 20 ár.“ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari lofaði Þóru í hástert eftir leikinn og sagðist vera þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með henni. „Ég vona að íþróttaheimurinn átti sig á því hversu stórkostlegur íþróttamaður hún er. Hún hefur verið í fremstu röð síðan 1998 og það eitt og sér er mikið og stórt afrek,“ sagði hann. „Hún býr yfir hæfileikum sem ekki margir hafa og var á sínum tíma langt á undan sinni samtíð.“ Þar sem Danmörk tapaði óvænt fyrir Ísrael í gær endaði Ísland í öðru sæti riðilsins. Það dugði þó ekki til að tryggja liðinu sæti í umspilskeppninni í haust.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47 Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00
Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Þóra Björg Helgadóttir var að farast úr stressi þegar hún fékk að taka vítaspyrnu í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu í kvöld. 17. september 2014 19:47
Freyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. 17. september 2014 20:01