Jibbí í síðasta sæti í Júróvision Ellen Calmon og Halldór Sævar Guðbergsson skrifar 13. september 2014 07:00 Við viljum gjarnan gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða meðal annars með þátttöku í Júróvision. Júróvisión hefur mikið skemmtanagildi, sameinar fjölskyldur og vini yfir sjónvarpinu og hvetur okkur til að grilla snemma að vori. En því miður þá höfum við oftar en ekki vermt síðustu sætin, við reynum þó og tökum þátt. Við ættum líka að vilja gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða í stórum málum eins og mannréttindamálum. Mannréttindi veita okkur alls konar rétt svo sem til framfærslu, sjálfstæðs lífs, náms, starfa, heilbrigðisþjónustu, háralitunar og margs annars sem skiptir okkur öll máli í daglegu lífi. Við hjá ÖBÍ efumst stundum um áhuga stjórnvalda á að gera sig gildandi í mannréttindamálum. Nýlega áttum við fund með ráðherra mannréttindamála, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þar sem við bentum á að Ísland er eitt af síðustu löndum til að innleiða mannréttindasamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 30. mars 2007, síðan þá hafa stjórnvöld nokkrum sinnum áætlað að leggja fram frumvarp á Alþingi um fullgildingu samningsins en af því hefur ekki orðið. Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefni fatlaðs fólks til ársins 2014, sem Alþingi samþykkti 11. júní 2012, kemur fram að frumvarp eigi að fara fyrir Alþingi eigi síðar en á vorþingi 2013. Það gekk ekki eftir og var því næsta áætlun á vorþingi 2014, sem hefur heldur ekki orðið. Nú hafa stjórnvöld sagt að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi 2015. 158 lönd hafa þegar skrifað undir samninginn og þar af hafa 150 innleitt hann. Núverandi staða er sú að Ísland er eitt af átta síðustu löndunum. Það er vissulega von okkar að stjórnvöld taki við sér og keppist við að stýra landinu með slagorðinu „með mannréttindalögum skal land byggja“. Staðreyndin er hins vegar sú að við vermum sæti neðarlega á listanum. Er markmiðið að verða síðust til innleiðingar á mannréttindasáttmála? Ef svo er, þá verður hæglega hægt að hrópa: „Jibbí við urðum í síðasta sæti!“ og er þá ekki um að ræða glamúrkeppni Júróvision heldur MANNRÉTTINDI! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við viljum gjarnan gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða meðal annars með þátttöku í Júróvision. Júróvisión hefur mikið skemmtanagildi, sameinar fjölskyldur og vini yfir sjónvarpinu og hvetur okkur til að grilla snemma að vori. En því miður þá höfum við oftar en ekki vermt síðustu sætin, við reynum þó og tökum þátt. Við ættum líka að vilja gera okkur gildandi á meðal stærri þjóða í stórum málum eins og mannréttindamálum. Mannréttindi veita okkur alls konar rétt svo sem til framfærslu, sjálfstæðs lífs, náms, starfa, heilbrigðisþjónustu, háralitunar og margs annars sem skiptir okkur öll máli í daglegu lífi. Við hjá ÖBÍ efumst stundum um áhuga stjórnvalda á að gera sig gildandi í mannréttindamálum. Nýlega áttum við fund með ráðherra mannréttindamála, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þar sem við bentum á að Ísland er eitt af síðustu löndum til að innleiða mannréttindasamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 30. mars 2007, síðan þá hafa stjórnvöld nokkrum sinnum áætlað að leggja fram frumvarp á Alþingi um fullgildingu samningsins en af því hefur ekki orðið. Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefni fatlaðs fólks til ársins 2014, sem Alþingi samþykkti 11. júní 2012, kemur fram að frumvarp eigi að fara fyrir Alþingi eigi síðar en á vorþingi 2013. Það gekk ekki eftir og var því næsta áætlun á vorþingi 2014, sem hefur heldur ekki orðið. Nú hafa stjórnvöld sagt að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi 2015. 158 lönd hafa þegar skrifað undir samninginn og þar af hafa 150 innleitt hann. Núverandi staða er sú að Ísland er eitt af átta síðustu löndunum. Það er vissulega von okkar að stjórnvöld taki við sér og keppist við að stýra landinu með slagorðinu „með mannréttindalögum skal land byggja“. Staðreyndin er hins vegar sú að við vermum sæti neðarlega á listanum. Er markmiðið að verða síðust til innleiðingar á mannréttindasáttmála? Ef svo er, þá verður hæglega hægt að hrópa: „Jibbí við urðum í síðasta sæti!“ og er þá ekki um að ræða glamúrkeppni Júróvision heldur MANNRÉTTINDI!
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar