Fyrsta platan í átta ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. september 2014 09:00 Damien Rice kann best við sig á Íslandi af öllum stöðum í heiminum. vísir/getty Í gær var tilkynnt um útgáfu nýrrar plötu írska tónlistarmannsins Damiens Rice en eins konar hlustunarpartí fór fram á Kex Hostel í gær, þar sem blaðamenn hvaðanæva að ljáðu plötunni eyra. Platan ber titilinn My Favourite Faded Fantasy og kemur út þann 3. nóvember næstkomandi. „Af því að meirihluti plötunnar var tekinn upp og mixaður á Íslandi og platan var unnin með mikið af íslensku tónlistarfólki. Svo er Ísland sá staður sem Damien kann hvað best við sig á í heiminum,“ segir Kári Sturluson samstarfsmaður Damiens Rice, spurður út af hverju kynning plötunnar færi fram á Íslandi. Nýja platan er sú fyrsta sem Rice sendir frá sér í átta ár en hann sendi síðast frá sér plötuna 9 árið 2006 en frumburður hans, 0 kom út árið 2002. Sannkallaðar kanónur komu að vinnslu plötunnar og ber þar hæst að nefna Rick Rubin sem hefur unnið með mörgum af þekktustu listamönnum heims og hefur meðal annars unnið sjö Grammy verðlaun. Rick og Damien pródúsera sjö af átta lögum plötunnar saman og hafa þeir verið í samskiptum varðandi plötuna og unnið saman í þrjú til fjögur ár. Rick Rubin hefur unnið með nöfnum á borð við Metallica, Aerosmith, Adele, Jay Z, U2 og ótal fleiri nöfnum. Þá á Joel Shearer einnig þátt í plötunni og leikur á fjölda hljóðfæra inn á plötuna. Shearer er best þekktur fyrir störf sín með Alanis Morissette, Michael Bublé, Nelly Furtado og mörgum fleirum.Rick RubinVísir/GettyPlatan er tekin upp í Los Angeles og á Íslandi en í gærkvöldi fóru fram tónleikar í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ en hluti plötunnar var tekin upp þar. „Þetta voru svona tónleikar fyrir pressuna, vini og vandamenn, það var bara verið skála og fagna útgáfunni,“ bætir Kári við. Ekki liggur fyrir hvort Rice haldi tónleika hér á landi í kjölfar útgáfunnar. Rick Rubin hefur hlotið sjö Grammy-verðlaun, meðal annars fyrir upptökustjórn á plötum á borð við: Stadium Arcadium með Red Hot Chili Peppers21 með AdeleTaking The Long Way með Dixie Chicks. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við: Lady Gaga, Kanye West, Eminem, System of a Down, Rage Against the Machine og mörgum fleirum. Tónlist Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Í gær var tilkynnt um útgáfu nýrrar plötu írska tónlistarmannsins Damiens Rice en eins konar hlustunarpartí fór fram á Kex Hostel í gær, þar sem blaðamenn hvaðanæva að ljáðu plötunni eyra. Platan ber titilinn My Favourite Faded Fantasy og kemur út þann 3. nóvember næstkomandi. „Af því að meirihluti plötunnar var tekinn upp og mixaður á Íslandi og platan var unnin með mikið af íslensku tónlistarfólki. Svo er Ísland sá staður sem Damien kann hvað best við sig á í heiminum,“ segir Kári Sturluson samstarfsmaður Damiens Rice, spurður út af hverju kynning plötunnar færi fram á Íslandi. Nýja platan er sú fyrsta sem Rice sendir frá sér í átta ár en hann sendi síðast frá sér plötuna 9 árið 2006 en frumburður hans, 0 kom út árið 2002. Sannkallaðar kanónur komu að vinnslu plötunnar og ber þar hæst að nefna Rick Rubin sem hefur unnið með mörgum af þekktustu listamönnum heims og hefur meðal annars unnið sjö Grammy verðlaun. Rick og Damien pródúsera sjö af átta lögum plötunnar saman og hafa þeir verið í samskiptum varðandi plötuna og unnið saman í þrjú til fjögur ár. Rick Rubin hefur unnið með nöfnum á borð við Metallica, Aerosmith, Adele, Jay Z, U2 og ótal fleiri nöfnum. Þá á Joel Shearer einnig þátt í plötunni og leikur á fjölda hljóðfæra inn á plötuna. Shearer er best þekktur fyrir störf sín með Alanis Morissette, Michael Bublé, Nelly Furtado og mörgum fleirum.Rick RubinVísir/GettyPlatan er tekin upp í Los Angeles og á Íslandi en í gærkvöldi fóru fram tónleikar í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ en hluti plötunnar var tekin upp þar. „Þetta voru svona tónleikar fyrir pressuna, vini og vandamenn, það var bara verið skála og fagna útgáfunni,“ bætir Kári við. Ekki liggur fyrir hvort Rice haldi tónleika hér á landi í kjölfar útgáfunnar. Rick Rubin hefur hlotið sjö Grammy-verðlaun, meðal annars fyrir upptökustjórn á plötum á borð við: Stadium Arcadium með Red Hot Chili Peppers21 með AdeleTaking The Long Way með Dixie Chicks. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við: Lady Gaga, Kanye West, Eminem, System of a Down, Rage Against the Machine og mörgum fleirum.
Tónlist Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira