Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Tómas Þór Þórðarsson skrifar 6. september 2014 07:00 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fúlskeggjaður. Fréttablaðið/Anton Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður klár í slaginn með íslenska liðinu á þriðjudaginn þegar það mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. Leikurinn markar upphaf nýrrar undankeppni hjá strákunum okkar, en eins og allir vita voru þeir nálægt því að vinna sér sæti á HM. „Það eru virkilega sterk lið í riðlinum (Tyrkland, Tékkland, Holland, Lettland og Kasakstan) og hann verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi í gær. „Það er mikilvægt að byrja vel eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar. Hann segir sorgina eftir tapið í Króatíu síðasta vetur vera gleymda og grafna og nú einbeiti menn sér að næsta verkefni. Hann viðurkennir þó að það hafi haft áhrif á leikmenn, meðal annars hann sjálfan. En hann er búinn að vinna sér sæti sitt hjá Cardiff á ný og fer vel af stað með liðinu. „Ég var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið og gerði það. Ég spilaði fyrstu fjóra leikina en meiddist svo á ökkla og var ekki með í síðasta leik. En liðið byrjar bara vel. Ég er sáttur á meðan ég fæ að spila og landsliðsþjálfarinn er líka ánægður með það,“ sagði Aron Einar, en samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar á miðri miðjunni var dýrmæt í síðustu undankeppni. Landsliðsþjálfarinn er bjartsýnn á sigur, en telur Tyrkina næstbesta á eftir Hollendingum í riðlinum. „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir væru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður samt gaman að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður klár í slaginn með íslenska liðinu á þriðjudaginn þegar það mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. Leikurinn markar upphaf nýrrar undankeppni hjá strákunum okkar, en eins og allir vita voru þeir nálægt því að vinna sér sæti á HM. „Það eru virkilega sterk lið í riðlinum (Tyrkland, Tékkland, Holland, Lettland og Kasakstan) og hann verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi í gær. „Það er mikilvægt að byrja vel eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar. Hann segir sorgina eftir tapið í Króatíu síðasta vetur vera gleymda og grafna og nú einbeiti menn sér að næsta verkefni. Hann viðurkennir þó að það hafi haft áhrif á leikmenn, meðal annars hann sjálfan. En hann er búinn að vinna sér sæti sitt hjá Cardiff á ný og fer vel af stað með liðinu. „Ég var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið og gerði það. Ég spilaði fyrstu fjóra leikina en meiddist svo á ökkla og var ekki með í síðasta leik. En liðið byrjar bara vel. Ég er sáttur á meðan ég fæ að spila og landsliðsþjálfarinn er líka ánægður með það,“ sagði Aron Einar, en samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar á miðri miðjunni var dýrmæt í síðustu undankeppni. Landsliðsþjálfarinn er bjartsýnn á sigur, en telur Tyrkina næstbesta á eftir Hollendingum í riðlinum. „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir væru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður samt gaman að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira