Klippti saman Disney og klám Baldvin Þormóðsson skrifar 1. september 2014 11:30 Sveitina skipa Kristinn Þór Óskarsson, Daníel Jón Jónsson, Jón Rúnar Ingimarsson, Haukur Jóhannesson og Eyrún Engilbertsdóttir. vísir/anton „Við erum alveg nett manískt band,“ segir Daníel Jón Jónsson, söngvari sveitarinnar Hide Your Kids, en þrátt fyrir að vera aðeins þriggja ára gömul hefur sveitin meðal annars hitað upp fyrir Of Monsters and Men. „Það koma lægðir þar sem við spilum ekkert saman en síðan á Músíktilraunum í fyrra höfum við verið að rífa okkur í gang,“ segir Daníel Jón og bætir því við að sveitin sé nokkuð heppin með gigg. Gítarleikari sveitarinnar, Kristinn Þór Óskarsson, tekur undir með Daníel en hann lýsir reynslunni að hafa deilt sviði með Of Monsters and Men sem sturlaðri. „Þetta er alveg það besta sem við höfum gert sem hljómsveit,“ segir Kristinn en áhorfendafjöldinn var í kringum tíu þúsund manns. Nýlega sendi sveitin frá sér sína aðra smáskífu en sú fyrri kom út í lok seinasta sumars. Nýja lagið ber nafnið Mia og klippti Daníel Jón saman ansi áhugavert tónlistarmyndband við smáskífuna. „Þetta átti bara að vera djók til að byrja með,“ segir Daníel Jón og hlær en hann klippti saman alls konar Disney-klippur við klippur úr klámmyndum þar sem búið er að teikna yfir hið allra heilagasta og er útkoman vægast sagt lífleg. Myndbandið við Mia má finna á Youtube en sveitin ætlar sér að taka upp efni í stúdíói í haust og er draumurinn að ná að senda frá sér fyrstu plötuna fyrir jól. „Við eigum nóg af efni, það þarf bara aðeins að fínpússa þetta.“ Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við erum alveg nett manískt band,“ segir Daníel Jón Jónsson, söngvari sveitarinnar Hide Your Kids, en þrátt fyrir að vera aðeins þriggja ára gömul hefur sveitin meðal annars hitað upp fyrir Of Monsters and Men. „Það koma lægðir þar sem við spilum ekkert saman en síðan á Músíktilraunum í fyrra höfum við verið að rífa okkur í gang,“ segir Daníel Jón og bætir því við að sveitin sé nokkuð heppin með gigg. Gítarleikari sveitarinnar, Kristinn Þór Óskarsson, tekur undir með Daníel en hann lýsir reynslunni að hafa deilt sviði með Of Monsters and Men sem sturlaðri. „Þetta er alveg það besta sem við höfum gert sem hljómsveit,“ segir Kristinn en áhorfendafjöldinn var í kringum tíu þúsund manns. Nýlega sendi sveitin frá sér sína aðra smáskífu en sú fyrri kom út í lok seinasta sumars. Nýja lagið ber nafnið Mia og klippti Daníel Jón saman ansi áhugavert tónlistarmyndband við smáskífuna. „Þetta átti bara að vera djók til að byrja með,“ segir Daníel Jón og hlær en hann klippti saman alls konar Disney-klippur við klippur úr klámmyndum þar sem búið er að teikna yfir hið allra heilagasta og er útkoman vægast sagt lífleg. Myndbandið við Mia má finna á Youtube en sveitin ætlar sér að taka upp efni í stúdíói í haust og er draumurinn að ná að senda frá sér fyrstu plötuna fyrir jól. „Við eigum nóg af efni, það þarf bara aðeins að fínpússa þetta.“
Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira