Semja við norskt útgáfufyrirtæki Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. ágúst 2014 10:00 Þungarokkshljómsveitin Momentum gerir það gott erlendis. mynd/Gunnar Már Pétursson „Það er auðvitað frábært að fá svona samning, hann nær yfir nýjustu plötu okkar og einnig standa yfir viðræður um útgáfu á fyrri plötum okkar,“ segir Hörður Ólafsson, söngvari og bassaleikari þungarokkshljómsveitarinnar Momentum, en sveitin hefur skrifað undir samning við norska plötufyrirtækið Dark Essence Records. Norska fyrirtækið mun því gefa út væntanlega plötu sveitarinnar, The Freak Is Alive, en hún er jafnframt fjórða plata sveitarinnar. „Þetta er önnur platan okkar í fullri lengd, við höfum samt einnig gefið út tvær EP-plötur,“ bætir Hörður við. Nýjasta plata sveitarinnar kemur út með haustinu en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir enn. „Hún fer allavega í dreifingu á heimsvísu, ég geri þó ekki ráð fyrir að henni verði dreift í hverja einustu plötuverslun en fyrirtækið dreifir henni á heimsvísu,“ segir Hörður um samninginn. Momentum, sem var stofnuð árið 2003, er jafnframt fyrsta íslenska hljómsveitin sem semur við fyrirtækið. Samningurinn kom til þegar fulltrúar plötufyrirtækisins sáu sveitina koma fram á hinni rómuðu tónlistarhátíð Roadburn Festival í Hollandi. „Það er nú verið að vinna við að plana tónleikaferðalag en það er ekki komið á hreint hvort við förum á þessu ári, en við förum pottþétt á næsta ári. Það er allavega pottþétt að við förum til Noregs,“ segir Hörður um tónleikaferðalag í kjölfar útgáfunnar. Sveitin hefur áður komið fram utanlands, til dæmis í Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi og Hollandi. Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Það er auðvitað frábært að fá svona samning, hann nær yfir nýjustu plötu okkar og einnig standa yfir viðræður um útgáfu á fyrri plötum okkar,“ segir Hörður Ólafsson, söngvari og bassaleikari þungarokkshljómsveitarinnar Momentum, en sveitin hefur skrifað undir samning við norska plötufyrirtækið Dark Essence Records. Norska fyrirtækið mun því gefa út væntanlega plötu sveitarinnar, The Freak Is Alive, en hún er jafnframt fjórða plata sveitarinnar. „Þetta er önnur platan okkar í fullri lengd, við höfum samt einnig gefið út tvær EP-plötur,“ bætir Hörður við. Nýjasta plata sveitarinnar kemur út með haustinu en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir enn. „Hún fer allavega í dreifingu á heimsvísu, ég geri þó ekki ráð fyrir að henni verði dreift í hverja einustu plötuverslun en fyrirtækið dreifir henni á heimsvísu,“ segir Hörður um samninginn. Momentum, sem var stofnuð árið 2003, er jafnframt fyrsta íslenska hljómsveitin sem semur við fyrirtækið. Samningurinn kom til þegar fulltrúar plötufyrirtækisins sáu sveitina koma fram á hinni rómuðu tónlistarhátíð Roadburn Festival í Hollandi. „Það er nú verið að vinna við að plana tónleikaferðalag en það er ekki komið á hreint hvort við förum á þessu ári, en við förum pottþétt á næsta ári. Það er allavega pottþétt að við förum til Noregs,“ segir Hörður um tónleikaferðalag í kjölfar útgáfunnar. Sveitin hefur áður komið fram utanlands, til dæmis í Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi og Hollandi.
Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira