Afar sjaldgæfar upptökur á netið Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. ágúst 2014 12:00 Liðsmenn Quarashi eru ekkert pirraðir yfir því að upptökur af tónleikum þeirra með Sinfóníuhljómsveit Íslands hafi ratað á netið. vísir/daníel „Ég vissi að þessar upptökur væru til en hafði ekki heyrt þetta í þrettán ár,“ segir Sölvi Blöndal, forsprakki hljómsveitarinnar Quarashi, en upptökur frá tónleikum sveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands eru komnar á netið, án þess þó að liðsmenn Quarashi hafi haft hugmynd um það. Á aðdáendasíðu Quarashi verður sett inn eitt lag á dag í sjö daga en lögin á tónleikunum voru einmitt sjö. Þrjú lög eru þegar komin inn á síðuna. Tónleikarnir sem um ræðir fóru fram árið 2001 og vöktu mikla athygli á sínum tíma. „Þetta var mjög áhugavert því það hafði enginn gert þetta áður, rapphljómsveit og sinfóníuhljómsveit að spila saman er eitthvað sem hafði ekki verið gert áður,“ bætir Sölvi við léttur í lundu. Hann minnist þess þó að lítið hafi verið æft fyrir tónleikana. „Við spiluðum prógrammið í fyrsta sinn með Sinfó á tónleikunum og æfðum aldrei nema bara hver í sínu lagi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti þetta frábærlega og þetta gekk ótrúlega vel, við vissum ekki hvernig þetta myndi takast,“ útskýrir Sölvi. Sölvi og Þorvaldur Bjarni unnu einnig saman að laginu Til hamingju Ísland sem fór í Eurovision á sínum tíma. Upptökurnar af tónleikunum fóru þó í útvarpsspilun á sínum tíma. „Það er líklegast að upptökurnar hafi lekið á netið í gegnum útvarpsspilunina en mér finnst samt bara fínt að þetta komi á netið. Ég held samt að þessar upptökur komi ekki til með vera gefnar út nema bara svona á netinu,“ segir Sölvi. Liðsmenn Quarashi eru þessa dagana að jafna sig eftir vel heppnaða tónleika á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Núna erum við bara að slaka á, við vorum mjög ánægðir með þessa tónleika. Ég veit ekki alveg hvað gerist næst hjá Quarashi.“ Eurovision Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Ég vissi að þessar upptökur væru til en hafði ekki heyrt þetta í þrettán ár,“ segir Sölvi Blöndal, forsprakki hljómsveitarinnar Quarashi, en upptökur frá tónleikum sveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands eru komnar á netið, án þess þó að liðsmenn Quarashi hafi haft hugmynd um það. Á aðdáendasíðu Quarashi verður sett inn eitt lag á dag í sjö daga en lögin á tónleikunum voru einmitt sjö. Þrjú lög eru þegar komin inn á síðuna. Tónleikarnir sem um ræðir fóru fram árið 2001 og vöktu mikla athygli á sínum tíma. „Þetta var mjög áhugavert því það hafði enginn gert þetta áður, rapphljómsveit og sinfóníuhljómsveit að spila saman er eitthvað sem hafði ekki verið gert áður,“ bætir Sölvi við léttur í lundu. Hann minnist þess þó að lítið hafi verið æft fyrir tónleikana. „Við spiluðum prógrammið í fyrsta sinn með Sinfó á tónleikunum og æfðum aldrei nema bara hver í sínu lagi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti þetta frábærlega og þetta gekk ótrúlega vel, við vissum ekki hvernig þetta myndi takast,“ útskýrir Sölvi. Sölvi og Þorvaldur Bjarni unnu einnig saman að laginu Til hamingju Ísland sem fór í Eurovision á sínum tíma. Upptökurnar af tónleikunum fóru þó í útvarpsspilun á sínum tíma. „Það er líklegast að upptökurnar hafi lekið á netið í gegnum útvarpsspilunina en mér finnst samt bara fínt að þetta komi á netið. Ég held samt að þessar upptökur komi ekki til með vera gefnar út nema bara svona á netinu,“ segir Sölvi. Liðsmenn Quarashi eru þessa dagana að jafna sig eftir vel heppnaða tónleika á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Núna erum við bara að slaka á, við vorum mjög ánægðir með þessa tónleika. Ég veit ekki alveg hvað gerist næst hjá Quarashi.“
Eurovision Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira