Agi og óvinsælar ákvarðanir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. ágúst 2014 06:00 Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga. Það er rétt sem Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum okkar á Stöð 2, að engin ríkisstofnun á að fá sérmeðferð og allar eiga þær að halda sig innan þess fjárhagsramma sem Alþingi hefur sett. Það er líka rétt sem Pétur H. Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í Bylgjufréttum í gær; að ríkisforstjórar sem ekki treysta sér til að fara að fjárlögum ættu að finna sér aðra vinnu. Enda eru í starfsmannalögum ríkisins ákvæði um að fari ríkisstofnun ítrekað fram úr fjárlögum megi áminna og reka forstöðumanninn. Það er gott hjá þingmönnunum að taka djúpt í árinni. Það er ein forsenda þess að hægt sé að koma á þeim aga í ríkisfjármálum, sem stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur boðað. En í slíkum aga felst hins vegar líka að þingmennirnir þurfa þá að vera reiðubúnir að standa við bakið á forstöðumönnum ríkisstofnana, sem neyðast til að taka pólitískt óvinsælar ákvarðanir til að halda sig innan fjárlaga. Á meðal þeirra stofnana sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum eru Landspítalinn, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðin. Á Landspítalanum hefur sjúklingum fjölgað umfram það sem gert var ráð fyrir. Ef forstjóri Landspítalans sér ekki aðrar leiðir til að mæta því en að hætta tiltekinni þjónustu, verða stjórnmálamennirnir að vera menn til að styðja þær ákvarðanir, jafnvel þótt það komi illa við tiltekna hópa. Eða þá koma með betri hugmyndir að sparnaði. Ef Vegagerðin er komin framúr vegna mikils kostnaðar við snjómokstur, verður pólitíkin að styðja það að hætt sé við einhverjar vegaframkvæmdir og þannig mætti áfram telja. Að sjálfsögðu á að láta forstöðumenn ríkisstofnana bera ábyrgð á að halda rekstri þeirra innan fjárlaga. En sagan geymir dæmi um að stjórnmálamennirnir setji þá í ómögulega stöðu. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi tiltók í fyrra dæmi um að heilbrigðisráðuneytið hefði hafnað niðurskurðartillögum forsvarsmanna heilbrigðisstofnana vegna þess að þær þóttu lítt til vinsælda fallnar, en látið undir höfuð leggjast að tryggja þá aukið fé til rekstrarins. Þannig hefðu viðkomandi stofnanir verið „dæmdar“ til hallareksturs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í Fréttablaðinu í gær að hin auknu útgjöld sem þar hafa fallið til á árinu hefðu að stærstum hluta verið fyrirséð í byrjun árs. Þá vaknar óneitanlega sú spurning hvort eitthvað af framúrakstrinum var fyrirséð strax við fjárlagagerðina, en menn hafi kosið að loka augunum fyrir því og vona það bezta, í stað þess að skerða réttindi fólks til sjúkratrygginga, eins og nú blasir við að þurfi að gera. Til að halda áformuðum aga á ríkisfjármálunum þarf að minnsta kosti þrennt; að stjórnendur ríkisstofnana axli ábyrgð á að halda þeim innan fjárlaga, að stjórnmálamennirnir séu reiðubúnir að taka með þeim ábyrgð á óvinsælum sparnaði og að gerðar séu raunhæfar áætlanir sem halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga. Það er rétt sem Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum okkar á Stöð 2, að engin ríkisstofnun á að fá sérmeðferð og allar eiga þær að halda sig innan þess fjárhagsramma sem Alþingi hefur sett. Það er líka rétt sem Pétur H. Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í Bylgjufréttum í gær; að ríkisforstjórar sem ekki treysta sér til að fara að fjárlögum ættu að finna sér aðra vinnu. Enda eru í starfsmannalögum ríkisins ákvæði um að fari ríkisstofnun ítrekað fram úr fjárlögum megi áminna og reka forstöðumanninn. Það er gott hjá þingmönnunum að taka djúpt í árinni. Það er ein forsenda þess að hægt sé að koma á þeim aga í ríkisfjármálum, sem stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur boðað. En í slíkum aga felst hins vegar líka að þingmennirnir þurfa þá að vera reiðubúnir að standa við bakið á forstöðumönnum ríkisstofnana, sem neyðast til að taka pólitískt óvinsælar ákvarðanir til að halda sig innan fjárlaga. Á meðal þeirra stofnana sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum eru Landspítalinn, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðin. Á Landspítalanum hefur sjúklingum fjölgað umfram það sem gert var ráð fyrir. Ef forstjóri Landspítalans sér ekki aðrar leiðir til að mæta því en að hætta tiltekinni þjónustu, verða stjórnmálamennirnir að vera menn til að styðja þær ákvarðanir, jafnvel þótt það komi illa við tiltekna hópa. Eða þá koma með betri hugmyndir að sparnaði. Ef Vegagerðin er komin framúr vegna mikils kostnaðar við snjómokstur, verður pólitíkin að styðja það að hætt sé við einhverjar vegaframkvæmdir og þannig mætti áfram telja. Að sjálfsögðu á að láta forstöðumenn ríkisstofnana bera ábyrgð á að halda rekstri þeirra innan fjárlaga. En sagan geymir dæmi um að stjórnmálamennirnir setji þá í ómögulega stöðu. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi tiltók í fyrra dæmi um að heilbrigðisráðuneytið hefði hafnað niðurskurðartillögum forsvarsmanna heilbrigðisstofnana vegna þess að þær þóttu lítt til vinsælda fallnar, en látið undir höfuð leggjast að tryggja þá aukið fé til rekstrarins. Þannig hefðu viðkomandi stofnanir verið „dæmdar“ til hallareksturs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í Fréttablaðinu í gær að hin auknu útgjöld sem þar hafa fallið til á árinu hefðu að stærstum hluta verið fyrirséð í byrjun árs. Þá vaknar óneitanlega sú spurning hvort eitthvað af framúrakstrinum var fyrirséð strax við fjárlagagerðina, en menn hafi kosið að loka augunum fyrir því og vona það bezta, í stað þess að skerða réttindi fólks til sjúkratrygginga, eins og nú blasir við að þurfi að gera. Til að halda áformuðum aga á ríkisfjármálunum þarf að minnsta kosti þrennt; að stjórnendur ríkisstofnana axli ábyrgð á að halda þeim innan fjárlaga, að stjórnmálamennirnir séu reiðubúnir að taka með þeim ábyrgð á óvinsælum sparnaði og að gerðar séu raunhæfar áætlanir sem halda.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun