Spennandi samstarf Vesturports og 365 8. ágúst 2014 14:00 Fyrsta myndin í fullri lengd sem Björn Hlynur leikstýrir. MYND/Vesturport Tökur hófust í vikunni á kvikmyndinni Blóðbergi, en hún er framleidd af Vesturporti í samvinnu við 365 miðla og framleiðslufyrirtækið Pegasus. Að sögn Jóhönnu Margrétar Gísladóttur, framkvæmdastjóra sjónvarpssviðs 365 miðla, er um nokkuð einstakt samstarf að ræða. „Þetta er rosalega spennandi verkefni,“ segir Jóhanna Margrét. „Mér skilst að þetta sé í fyrsta sinn sem mynd af þessari stærðargráðu er frumsýnd í íslensku sjónvarpi.“á setti Leikstjórinn ræðir við aðalleikarana, Hilmar Jónsson og Hörpu Arnardóttur. MYND/VESTURPORTTil stendur að Blóðberg verði frumsýnd í tveimur hlutum á Stöð 2 eftir áramót, og í heild sinni í kvikmyndahúsum á svipuðum tíma. Jóhanna Margrét segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um fleiri framleiðsluverkefni af þessu tagi. „Við erum bara spennt fyrir því að sjá hvernig þetta verkefni gengur,“ segir hún. „Þetta er náttúrulega bara hluti af öflugri, innlendri dagskrárgerð hjá Stöð 2.“ Það er Björn Hlynur Haraldsson sem leikstýrir myndinni en handritið er byggt á leikriti hans, Dubbeldusch, sem Vesturport setti fyrst upp árið 2008. Sagan er gamansöm með alvarlegum undirtón og fjallar um hefðbundna íslenska fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur sem þarf að takast á við gamalt leyndarmál, sem einn daginn bankar upp á og þá breytist allt. Tæknileg atriði Stefnt er á að frumsýna myndina eftir áramót.Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, segir tökur fara vel af stað. „Myndin er búin að vera lengi í þróun hjá okkur í Vesturporti og hún ætti að höfða til allra,“ segir Rakel. Hún bendir á að hægt að sé að fylgjast með tökum á Facebook-síðunni Blóðberg og undir #bloðberg á Instagram. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sonur Rögnu og Árna fæddur Lífið Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Bíó og sjónvarp Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lífið Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Lífið Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Fleiri fréttir Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Sjá meira
Tökur hófust í vikunni á kvikmyndinni Blóðbergi, en hún er framleidd af Vesturporti í samvinnu við 365 miðla og framleiðslufyrirtækið Pegasus. Að sögn Jóhönnu Margrétar Gísladóttur, framkvæmdastjóra sjónvarpssviðs 365 miðla, er um nokkuð einstakt samstarf að ræða. „Þetta er rosalega spennandi verkefni,“ segir Jóhanna Margrét. „Mér skilst að þetta sé í fyrsta sinn sem mynd af þessari stærðargráðu er frumsýnd í íslensku sjónvarpi.“á setti Leikstjórinn ræðir við aðalleikarana, Hilmar Jónsson og Hörpu Arnardóttur. MYND/VESTURPORTTil stendur að Blóðberg verði frumsýnd í tveimur hlutum á Stöð 2 eftir áramót, og í heild sinni í kvikmyndahúsum á svipuðum tíma. Jóhanna Margrét segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um fleiri framleiðsluverkefni af þessu tagi. „Við erum bara spennt fyrir því að sjá hvernig þetta verkefni gengur,“ segir hún. „Þetta er náttúrulega bara hluti af öflugri, innlendri dagskrárgerð hjá Stöð 2.“ Það er Björn Hlynur Haraldsson sem leikstýrir myndinni en handritið er byggt á leikriti hans, Dubbeldusch, sem Vesturport setti fyrst upp árið 2008. Sagan er gamansöm með alvarlegum undirtón og fjallar um hefðbundna íslenska fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur sem þarf að takast á við gamalt leyndarmál, sem einn daginn bankar upp á og þá breytist allt. Tæknileg atriði Stefnt er á að frumsýna myndina eftir áramót.Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, segir tökur fara vel af stað. „Myndin er búin að vera lengi í þróun hjá okkur í Vesturporti og hún ætti að höfða til allra,“ segir Rakel. Hún bendir á að hægt að sé að fylgjast með tökum á Facebook-síðunni Blóðberg og undir #bloðberg á Instagram.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sonur Rögnu og Árna fæddur Lífið Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Bíó og sjónvarp Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lífið Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Lífið Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Fleiri fréttir Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Sjá meira