Stoppuðu vegna slagsmála Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2014 12:30 Unnsteinn Manuel og félagar hans í Retro Stefson gerðu hlé á tónleikum sínum þegar að slagsmál brutust út. Vísir/Valli „Svona slagsmál eru náttúrulega ekki kúl og við sjáum þetta best sem erum uppi á sviðinu. Við viljum sýna gott fordæmi og ákváðum því að hætta að spila þangað til að þessum slagsmálum lauk,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson. Sveitin sýndi gott fordæmi með því að gera hlé á tónleikum sínum á sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Eins og flestir vita er tónlist hljómsveitarinnar mjög dansvæn og því ekki ósennilegt að fólk rekist hvert utan í annað þegar margir eru á dansgólfinu og getur það oft skapað ónot manna á milli. „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það brjótast út slagsmál á tónleikum hjá okkur en þetta er alltaf óþægilegt og vildum við sýna fólki að þetta sé ekki í lagi og við líðum ekki svona,“ segir Unnsteinn Manuel og hvetur aðra tónlistarmenn til að gera slíkt hið sama þegar slagsmál brjótast út.Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili.Vísir/ValliUnnsteinn Manuel segist hafa skemmt sér mjög vel á hátíðinni en hafi þó misst af brekkusöngnum og sjái eftir því. „Logi bróðir var í brekkusöngnum og skemmti sér konunglega en ég var því miður bara í gufubaði og rétt náði restinni. Það var gaman að sjá alla syngja svona saman og karókífílingurinn var flottur,“ segir Unnsteinn Manuel, sem ætlar ekki að láta brekkusönginn fram hjá sér fara næst. Þangað til getur hann horft á upptöku af söngnum hér á Vísi. Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili. „Við erum komin í smá frí núna og ætlum að einbeita okkur að því að búa til nýtt efni.“ Tónlist Tengdar fréttir Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni Stemningin var óviðjafnanleg í fjölmennasta brekkusögnum til þessa, eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 7. ágúst 2014 14:55 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Svona slagsmál eru náttúrulega ekki kúl og við sjáum þetta best sem erum uppi á sviðinu. Við viljum sýna gott fordæmi og ákváðum því að hætta að spila þangað til að þessum slagsmálum lauk,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson. Sveitin sýndi gott fordæmi með því að gera hlé á tónleikum sínum á sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Eins og flestir vita er tónlist hljómsveitarinnar mjög dansvæn og því ekki ósennilegt að fólk rekist hvert utan í annað þegar margir eru á dansgólfinu og getur það oft skapað ónot manna á milli. „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það brjótast út slagsmál á tónleikum hjá okkur en þetta er alltaf óþægilegt og vildum við sýna fólki að þetta sé ekki í lagi og við líðum ekki svona,“ segir Unnsteinn Manuel og hvetur aðra tónlistarmenn til að gera slíkt hið sama þegar slagsmál brjótast út.Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili.Vísir/ValliUnnsteinn Manuel segist hafa skemmt sér mjög vel á hátíðinni en hafi þó misst af brekkusöngnum og sjái eftir því. „Logi bróðir var í brekkusöngnum og skemmti sér konunglega en ég var því miður bara í gufubaði og rétt náði restinni. Það var gaman að sjá alla syngja svona saman og karókífílingurinn var flottur,“ segir Unnsteinn Manuel, sem ætlar ekki að láta brekkusönginn fram hjá sér fara næst. Þangað til getur hann horft á upptöku af söngnum hér á Vísi. Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili. „Við erum komin í smá frí núna og ætlum að einbeita okkur að því að búa til nýtt efni.“
Tónlist Tengdar fréttir Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni Stemningin var óviðjafnanleg í fjölmennasta brekkusögnum til þessa, eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 7. ágúst 2014 14:55 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni Stemningin var óviðjafnanleg í fjölmennasta brekkusögnum til þessa, eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 7. ágúst 2014 14:55