Átök í Úkraínu tefja rannsókn á flugi MH17 Snærós Sindradóttir skrifar 28. júlí 2014 06:00 Þessir hollensku lögreglumenn voru staddir í Dónetsk-borg í austurhluta Úkraínu á sunnudag. Vegna átaka geta þeir ekki hafið rannsókn á hrapi MH17. Mynd/AP Rannsókn á orsökum þess að malasíska flugvélin í flugi MH17 brotlenti í austurhluta Úkraínu hefur enn ekki hafist að fullu. Ellefu dagar eru síðan flugvélin hrapaði. Óvopnuð alþjóðleg lögreglusveit, meðal annars frá Ástralíu, hugðist hefja rannsókn á vettvangi á sunnudag en þurfti frá að hverfa vegna átaka á svæðinu. Átökin standa enn sem áður á milli aðskilnaðarsinna sem eru hallir undir Rússa annars vegar og úkraínska hersins hins vegar. Malasíska farþegaþotan var skotin niður fimmtudaginn 17. júlí síðastliðinn með flugskeyti frá jörðu niðri. Talið er að flugskeytið hafi borist frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Allir 298 sem voru um borð létust. Sönnunargögn úr flaki vélarinnar liggja undir skemmdum vegna umgangs um svæðið. Rótað hefur verið í brakinu í leit að munum og enn á eftir að fjarlægja allar líkamsleifar af svæðinu. Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu, segir að öruggasta leiðin til að hefja rannsókn á svæðinu sé með óvopnuðu liði lögreglumanna. „Þetta er áhættusöm aðgerð. Það leikur enginn vafi á því,“ sagði Abbot. Um það bil 170 ástralskir lögreglumenn bíða nú í Úkraínu eftir því að hefja rannsóknina. Fyrstu skref þeirra verða að ganga frá þeim líkamsleifum sem eftir eru á svæðinu. Alls hafa 227 kistur með líkamsleifum verið fluttar til Hollands. MH17 Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. 24. júlí 2014 13:53 Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17. 24. júlí 2014 08:35 Óvíst hvort kennsl verði borin á alla Stefnt að því að lokið verði við að flytja allar líkamsleifar þeirra sem voru um borð í Malaysian flugvélinni verði allar komnar til Hollands á laugardag. 24. júlí 2014 20:12 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Rannsókn á orsökum þess að malasíska flugvélin í flugi MH17 brotlenti í austurhluta Úkraínu hefur enn ekki hafist að fullu. Ellefu dagar eru síðan flugvélin hrapaði. Óvopnuð alþjóðleg lögreglusveit, meðal annars frá Ástralíu, hugðist hefja rannsókn á vettvangi á sunnudag en þurfti frá að hverfa vegna átaka á svæðinu. Átökin standa enn sem áður á milli aðskilnaðarsinna sem eru hallir undir Rússa annars vegar og úkraínska hersins hins vegar. Malasíska farþegaþotan var skotin niður fimmtudaginn 17. júlí síðastliðinn með flugskeyti frá jörðu niðri. Talið er að flugskeytið hafi borist frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Allir 298 sem voru um borð létust. Sönnunargögn úr flaki vélarinnar liggja undir skemmdum vegna umgangs um svæðið. Rótað hefur verið í brakinu í leit að munum og enn á eftir að fjarlægja allar líkamsleifar af svæðinu. Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu, segir að öruggasta leiðin til að hefja rannsókn á svæðinu sé með óvopnuðu liði lögreglumanna. „Þetta er áhættusöm aðgerð. Það leikur enginn vafi á því,“ sagði Abbot. Um það bil 170 ástralskir lögreglumenn bíða nú í Úkraínu eftir því að hefja rannsóknina. Fyrstu skref þeirra verða að ganga frá þeim líkamsleifum sem eftir eru á svæðinu. Alls hafa 227 kistur með líkamsleifum verið fluttar til Hollands.
MH17 Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. 24. júlí 2014 13:53 Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17. 24. júlí 2014 08:35 Óvíst hvort kennsl verði borin á alla Stefnt að því að lokið verði við að flytja allar líkamsleifar þeirra sem voru um borð í Malaysian flugvélinni verði allar komnar til Hollands á laugardag. 24. júlí 2014 20:12 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. 24. júlí 2014 13:53
Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17. 24. júlí 2014 08:35
Óvíst hvort kennsl verði borin á alla Stefnt að því að lokið verði við að flytja allar líkamsleifar þeirra sem voru um borð í Malaysian flugvélinni verði allar komnar til Hollands á laugardag. 24. júlí 2014 20:12