Spila þjóðlög fallins heimsveldis Baldvin Þormóðsson skrifar 3. júlí 2014 14:00 Strákarnir eru hressir þegar þeir spila heimstónlistina en þeir nota hljóðfæri frá meðal annars Búlgaríu, Tyrklandi og Grikklandi. mynd/ásgeir ásgeirsson „Við erum að spila tónlist frá ákveðnu svæði í Evrópu sem kennt er við býsanska heimsveldið,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Ásgeirsson en hann var að gefa út plötuna Night Without Moon ásamt heimstónlistarhljómsveitinni Skuggamyndum frá Býsans. „Við Haukur Gröndal erum búnir að fara þó nokkrar ferðir til Búlgaríu, Tyrklands og Grikklands að læra á þessi hljóðfæri,“ segir Ásgeir. „Það er til svo mikið af flottum hljóðfærum sem fólk þekkir ekki,“ segir hann. Félagarnir gáfu út plötuna New Road árið 2012 þar sem þeir spiluðu mest tónlist frá Makedóníu og Búlgaríu en þeir einbeita sér að stærra svæði á nýju plötunni. Ásgeir segir tónlistina geta verið gríðarlega krefjandi og erfiða að spila. „Sumt er rosalega hratt og annað dulúðugt og seiðandi,“ segir hann en þeir spila mest gömul þjóðlög frá býsanska heimsveldinu og hafa einnig farið mikið í grunnskóla að kynna börn fyrir tónlistinni og hljóðfærunum. Á plötunni er að finna fjöldann allan af tónlistarmönnum en þeir fengu til liðs við sig tónlistarmenn frá Austurríki, Búlgaríu og Tyrklandi til þess að spila inn á plötuna. „Það er gaman að skoða bæklinginn með plötunni og sjá hverjir spila á hvað hverju sinni,“ segir Ásgeir en útgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Björtuloftum í Hörpu sunnudaginn 6. júlí. Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum að spila tónlist frá ákveðnu svæði í Evrópu sem kennt er við býsanska heimsveldið,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Ásgeirsson en hann var að gefa út plötuna Night Without Moon ásamt heimstónlistarhljómsveitinni Skuggamyndum frá Býsans. „Við Haukur Gröndal erum búnir að fara þó nokkrar ferðir til Búlgaríu, Tyrklands og Grikklands að læra á þessi hljóðfæri,“ segir Ásgeir. „Það er til svo mikið af flottum hljóðfærum sem fólk þekkir ekki,“ segir hann. Félagarnir gáfu út plötuna New Road árið 2012 þar sem þeir spiluðu mest tónlist frá Makedóníu og Búlgaríu en þeir einbeita sér að stærra svæði á nýju plötunni. Ásgeir segir tónlistina geta verið gríðarlega krefjandi og erfiða að spila. „Sumt er rosalega hratt og annað dulúðugt og seiðandi,“ segir hann en þeir spila mest gömul þjóðlög frá býsanska heimsveldinu og hafa einnig farið mikið í grunnskóla að kynna börn fyrir tónlistinni og hljóðfærunum. Á plötunni er að finna fjöldann allan af tónlistarmönnum en þeir fengu til liðs við sig tónlistarmenn frá Austurríki, Búlgaríu og Tyrklandi til þess að spila inn á plötuna. „Það er gaman að skoða bæklinginn með plötunni og sjá hverjir spila á hvað hverju sinni,“ segir Ásgeir en útgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Björtuloftum í Hörpu sunnudaginn 6. júlí.
Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira