Gefur út nýjan smell á afmælisdaginn Kristjana Arnarsdóttir skrifar 1. júlí 2014 10:00 Unni Eggertsdóttur er margt til lista lagt. Er hún til að mynda hörkudansari en nýja lagið heitir einmitt Dansa til að gleyma þér. Fréttablaðið/Valli „Í fyrsta skipti sem ég heyrði lagið féll ég algjörlega fyrir því,“ segir söng- og dagskrárgerðarkonan Unnur Eggertsdóttir sem á föstudaginn gefur út glænýtt lag. Lagið ber heitið Dansa til að gleyma þér og er pródúserað af þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen, sem saman mynda elektródúóið Kiasmos, og Friðriki Dór. „Óli vinur minn hringdi í mig og sagði að þeir hefðu verið uppi í stúdíói og óvart samið algjört popplag sem þeim fannst henta mér vel,“ segir Unnur en bætir við að lagið hafi verið þó nokkurn tíma í fæðingu. Nú sé lagið hins vegar tilbúið og fer það í spilun á föstudaginn, á sjálfan afmælisdag söngkonunnar. „Það verður mjög gaman að fá þetta í spilun á 22 ára afmælisdaginn. Svo drösla ég vinkonum mínum í bæinn á föstudagskvöldið og valsa á milli skemmtistaða með lagið á USB-kubb og heimta óskalag,“ segir hún og hlær. Unnur hefur í nægu að snúast í sumar en hún starfar sem dagskrárgerðarkona á sjónvarpsstöðinni Bravó ásamt því að skemmta sem Solla stirða líkt og hún hefur gert undanfarin ár. „Ég held ég sé búin að skemmta um 400 sinnum í Sollubúningnum og þetta er alltaf jafn mikil snilld.“ Þjóðleikhúsið vinnur nú að uppfærslu Latabæjar og verður sýningin frumsýnd í haust. Þar verður það hin 16 ára Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með hlutverk Sollu stirðu. „Ég held að hún sé alveg með það sem til þarf. Það er í raun mjög skemmtileg tilviljun að við Melkorka höfum búið hlið við hlið í mörg ár svo það er svolítið eins og Solla sé ættuð úr Skerjafirðinum.“ Tónlist Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Í fyrsta skipti sem ég heyrði lagið féll ég algjörlega fyrir því,“ segir söng- og dagskrárgerðarkonan Unnur Eggertsdóttir sem á föstudaginn gefur út glænýtt lag. Lagið ber heitið Dansa til að gleyma þér og er pródúserað af þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen, sem saman mynda elektródúóið Kiasmos, og Friðriki Dór. „Óli vinur minn hringdi í mig og sagði að þeir hefðu verið uppi í stúdíói og óvart samið algjört popplag sem þeim fannst henta mér vel,“ segir Unnur en bætir við að lagið hafi verið þó nokkurn tíma í fæðingu. Nú sé lagið hins vegar tilbúið og fer það í spilun á föstudaginn, á sjálfan afmælisdag söngkonunnar. „Það verður mjög gaman að fá þetta í spilun á 22 ára afmælisdaginn. Svo drösla ég vinkonum mínum í bæinn á föstudagskvöldið og valsa á milli skemmtistaða með lagið á USB-kubb og heimta óskalag,“ segir hún og hlær. Unnur hefur í nægu að snúast í sumar en hún starfar sem dagskrárgerðarkona á sjónvarpsstöðinni Bravó ásamt því að skemmta sem Solla stirða líkt og hún hefur gert undanfarin ár. „Ég held ég sé búin að skemmta um 400 sinnum í Sollubúningnum og þetta er alltaf jafn mikil snilld.“ Þjóðleikhúsið vinnur nú að uppfærslu Latabæjar og verður sýningin frumsýnd í haust. Þar verður það hin 16 ára Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með hlutverk Sollu stirðu. „Ég held að hún sé alveg með það sem til þarf. Það er í raun mjög skemmtileg tilviljun að við Melkorka höfum búið hlið við hlið í mörg ár svo það er svolítið eins og Solla sé ættuð úr Skerjafirðinum.“
Tónlist Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira