Sveppi gefur út sumarslagara með eldgamalli hljómsveit Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2014 09:00 Í myndbandi við Sumarteiti tefla þeir Sveppi og Róbert. Mynd/Skjáskot „Við stofnuðum þessa hljómsveit í Kóngsbakka í Breiðholti árið nítján hundruð níutíu og eitthvað. Hingað til hafði þessi hljómsveit aldrei gert neitt nema syngja inni í stofu í Kóngsbakka,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Hann skipar hljómsveitina Spilagaldra ásamt þeim Steindóri Inga Snorrasyni og Róberti Erni Hjálmtýssyni úr hljómsveitinni Ég. Þeir gáfu út sitt fyrsta lag á fimmtudaginn sem heitir Sumarteiti. „Við sömdum fullt af misgóðum lögum og mig minnir að þau hafi verið tekin upp á kassettu sem segir ótrúlega margt um hvað ég er orðinn gamall. Um daginn kíktum við Robbi á þetta aftur og föttuðum að þarna leyndist fullt af skemmtilegu efni. Við fórum að hittast og sömdum nýja texta við lögin því textarnir voru bara bull og vitleysa. Sumarteiti er sem sagt fyrsta lagið okkar af tíu. Okkur fannst þetta svo skemmtilegt og þetta er mikil nostalgía fyrir okkur þannig að við ákváðum að kýla á þetta og stefnum á að gefa út plötu með lækkandi sól,“ segir Sveppi og er vongóður um framhaldið. „Ég held að platan verði epískt meistarastykki. Instant klassík. Þetta segja reyndar allir tónlistarmenn um sína tónlist.“ Myndbandið við lagið er afar sérstakt en þar sjást Róbert og Sveppi tefla. „Það var gert með honum Braga vini mínum Hinrikssyni sem er að leikstýra Stundinni okkar. Þetta myndband var tekið á meðan allir fóru í mat nema hann. Þetta tók solid korter,“ segir Sveppi en þeir félagarnir hafa mikla skákreynslu. „Við sátum hlið við hlið í skák í Breiðholtsskóla. Helgi Áss skákmeistari var með okkur í bekk og kenndi okkur líka skák. Okkur finnst gaman að tefla og fannst skemmtilega skrýtið að tefla í myndbandi við sumarslagara.“ Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við stofnuðum þessa hljómsveit í Kóngsbakka í Breiðholti árið nítján hundruð níutíu og eitthvað. Hingað til hafði þessi hljómsveit aldrei gert neitt nema syngja inni í stofu í Kóngsbakka,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Hann skipar hljómsveitina Spilagaldra ásamt þeim Steindóri Inga Snorrasyni og Róberti Erni Hjálmtýssyni úr hljómsveitinni Ég. Þeir gáfu út sitt fyrsta lag á fimmtudaginn sem heitir Sumarteiti. „Við sömdum fullt af misgóðum lögum og mig minnir að þau hafi verið tekin upp á kassettu sem segir ótrúlega margt um hvað ég er orðinn gamall. Um daginn kíktum við Robbi á þetta aftur og föttuðum að þarna leyndist fullt af skemmtilegu efni. Við fórum að hittast og sömdum nýja texta við lögin því textarnir voru bara bull og vitleysa. Sumarteiti er sem sagt fyrsta lagið okkar af tíu. Okkur fannst þetta svo skemmtilegt og þetta er mikil nostalgía fyrir okkur þannig að við ákváðum að kýla á þetta og stefnum á að gefa út plötu með lækkandi sól,“ segir Sveppi og er vongóður um framhaldið. „Ég held að platan verði epískt meistarastykki. Instant klassík. Þetta segja reyndar allir tónlistarmenn um sína tónlist.“ Myndbandið við lagið er afar sérstakt en þar sjást Róbert og Sveppi tefla. „Það var gert með honum Braga vini mínum Hinrikssyni sem er að leikstýra Stundinni okkar. Þetta myndband var tekið á meðan allir fóru í mat nema hann. Þetta tók solid korter,“ segir Sveppi en þeir félagarnir hafa mikla skákreynslu. „Við sátum hlið við hlið í skák í Breiðholtsskóla. Helgi Áss skákmeistari var með okkur í bekk og kenndi okkur líka skák. Okkur finnst gaman að tefla og fannst skemmtilega skrýtið að tefla í myndbandi við sumarslagara.“
Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira