Spilar inni í listaverki Ólafs Elíassonar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 09:00 Ásgeir hlakkar til að spila uppi á húsþaki. Vísir/Jónatan Grétarsson „Þetta leggst mjög vel í mig. Það er geggjað að fá að spila inni í þessu listaverki. Þetta eru litlir tónleikar. Það voru einhverjir 250 miðar í boði og þeir seldust upp,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti. Hann heldur tónleika inni í listaverkinu Your Rainbow Panorama eftir Ólaf Elíasson á þaki listasafnsins ARoS í Árósum í Danmörku þann 30. ágúst næstkomandi. Listaverkið er hringlaga og í litum regnbogans og verða Ásgeir og tónleikagestir inni í hringnum á meðan á tónleikunum stendur. Tónleikarnir eru liður í samstarfsverkefni ARoS og tónleikastaðarins Train sem heitir Beyond Borders. Tónleikarnir verða því í nokkurri hæð en það hræðir Ásgeir ekki. „Ég hef ekki verið lofthræddur hingað til. Þetta er ekki svo hátt þannig að ég held að það verði ekkert vandamál.“ Ásgeir er staddur í Bandaríkjunum á tónleikaferðalagi en á miðvikudag spilaði hann í hinu goðsagnakennda Electric Lady-hljóðveri í New York sem var byggt af tónlistarsnillingnum Jimi Hendrix og hannað af John Storyk árið 1970. Fjölmargir listamenn hafa leikið lög sín í hljóðverinu og má þar helst nefna Bob Dylan, John Lennon, Kiss, John Mayer og AC/DC.Ólafur Elíasson hannaði listaverkið á þaki ARoS. Vísir/Stefán„Það var frábært að koma þarna inn. Ég hef aldrei séð annað eins stúdíó. Við spiluðum einhver átta lög fyrir útvarpsstöð hér og vorum alveg í skýjunum með þetta,“ segir Ásgeir. Gaman er að segja frá því að fyrrnefndur John Storyk kom að því að hanna Hljóðrita, eitt elsta hljóðver á Íslandi, en plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, var einmitt tekin upp í Hljóðrita. Í dag spilar Ásgeir í Boston og snýr síðan heim til Íslands í stutt frí. „Við erum allir orðnir frekar þreyttir, aðallega út af síðustu vikunni hér í Bandaríkjunum. Hér er rosalegur hiti og þungt loft og við erum nánast búnir að vera með innilokunarkennd allan daginn. Það eru allir frekar ánægðir með að fara heim. Þegar heim er komið ætla ég að reyna að vinna eins og ég get og síðan liggur leiðin til Ástralíu og Japans í enda júlí,“ segir Ásgeir. Þá er annar stór túr um Bandaríkin á planinu í haust sem og nýtt myndband við lagið Leyndarmál á ensku sem verður frumsýnt innan skamms. Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Það er geggjað að fá að spila inni í þessu listaverki. Þetta eru litlir tónleikar. Það voru einhverjir 250 miðar í boði og þeir seldust upp,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti. Hann heldur tónleika inni í listaverkinu Your Rainbow Panorama eftir Ólaf Elíasson á þaki listasafnsins ARoS í Árósum í Danmörku þann 30. ágúst næstkomandi. Listaverkið er hringlaga og í litum regnbogans og verða Ásgeir og tónleikagestir inni í hringnum á meðan á tónleikunum stendur. Tónleikarnir eru liður í samstarfsverkefni ARoS og tónleikastaðarins Train sem heitir Beyond Borders. Tónleikarnir verða því í nokkurri hæð en það hræðir Ásgeir ekki. „Ég hef ekki verið lofthræddur hingað til. Þetta er ekki svo hátt þannig að ég held að það verði ekkert vandamál.“ Ásgeir er staddur í Bandaríkjunum á tónleikaferðalagi en á miðvikudag spilaði hann í hinu goðsagnakennda Electric Lady-hljóðveri í New York sem var byggt af tónlistarsnillingnum Jimi Hendrix og hannað af John Storyk árið 1970. Fjölmargir listamenn hafa leikið lög sín í hljóðverinu og má þar helst nefna Bob Dylan, John Lennon, Kiss, John Mayer og AC/DC.Ólafur Elíasson hannaði listaverkið á þaki ARoS. Vísir/Stefán„Það var frábært að koma þarna inn. Ég hef aldrei séð annað eins stúdíó. Við spiluðum einhver átta lög fyrir útvarpsstöð hér og vorum alveg í skýjunum með þetta,“ segir Ásgeir. Gaman er að segja frá því að fyrrnefndur John Storyk kom að því að hanna Hljóðrita, eitt elsta hljóðver á Íslandi, en plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, var einmitt tekin upp í Hljóðrita. Í dag spilar Ásgeir í Boston og snýr síðan heim til Íslands í stutt frí. „Við erum allir orðnir frekar þreyttir, aðallega út af síðustu vikunni hér í Bandaríkjunum. Hér er rosalegur hiti og þungt loft og við erum nánast búnir að vera með innilokunarkennd allan daginn. Það eru allir frekar ánægðir með að fara heim. Þegar heim er komið ætla ég að reyna að vinna eins og ég get og síðan liggur leiðin til Ástralíu og Japans í enda júlí,“ segir Ásgeir. Þá er annar stór túr um Bandaríkin á planinu í haust sem og nýtt myndband við lagið Leyndarmál á ensku sem verður frumsýnt innan skamms.
Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira