Spilar inni í listaverki Ólafs Elíassonar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 09:00 Ásgeir hlakkar til að spila uppi á húsþaki. Vísir/Jónatan Grétarsson „Þetta leggst mjög vel í mig. Það er geggjað að fá að spila inni í þessu listaverki. Þetta eru litlir tónleikar. Það voru einhverjir 250 miðar í boði og þeir seldust upp,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti. Hann heldur tónleika inni í listaverkinu Your Rainbow Panorama eftir Ólaf Elíasson á þaki listasafnsins ARoS í Árósum í Danmörku þann 30. ágúst næstkomandi. Listaverkið er hringlaga og í litum regnbogans og verða Ásgeir og tónleikagestir inni í hringnum á meðan á tónleikunum stendur. Tónleikarnir eru liður í samstarfsverkefni ARoS og tónleikastaðarins Train sem heitir Beyond Borders. Tónleikarnir verða því í nokkurri hæð en það hræðir Ásgeir ekki. „Ég hef ekki verið lofthræddur hingað til. Þetta er ekki svo hátt þannig að ég held að það verði ekkert vandamál.“ Ásgeir er staddur í Bandaríkjunum á tónleikaferðalagi en á miðvikudag spilaði hann í hinu goðsagnakennda Electric Lady-hljóðveri í New York sem var byggt af tónlistarsnillingnum Jimi Hendrix og hannað af John Storyk árið 1970. Fjölmargir listamenn hafa leikið lög sín í hljóðverinu og má þar helst nefna Bob Dylan, John Lennon, Kiss, John Mayer og AC/DC.Ólafur Elíasson hannaði listaverkið á þaki ARoS. Vísir/Stefán„Það var frábært að koma þarna inn. Ég hef aldrei séð annað eins stúdíó. Við spiluðum einhver átta lög fyrir útvarpsstöð hér og vorum alveg í skýjunum með þetta,“ segir Ásgeir. Gaman er að segja frá því að fyrrnefndur John Storyk kom að því að hanna Hljóðrita, eitt elsta hljóðver á Íslandi, en plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, var einmitt tekin upp í Hljóðrita. Í dag spilar Ásgeir í Boston og snýr síðan heim til Íslands í stutt frí. „Við erum allir orðnir frekar þreyttir, aðallega út af síðustu vikunni hér í Bandaríkjunum. Hér er rosalegur hiti og þungt loft og við erum nánast búnir að vera með innilokunarkennd allan daginn. Það eru allir frekar ánægðir með að fara heim. Þegar heim er komið ætla ég að reyna að vinna eins og ég get og síðan liggur leiðin til Ástralíu og Japans í enda júlí,“ segir Ásgeir. Þá er annar stór túr um Bandaríkin á planinu í haust sem og nýtt myndband við lagið Leyndarmál á ensku sem verður frumsýnt innan skamms. Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Það er geggjað að fá að spila inni í þessu listaverki. Þetta eru litlir tónleikar. Það voru einhverjir 250 miðar í boði og þeir seldust upp,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti. Hann heldur tónleika inni í listaverkinu Your Rainbow Panorama eftir Ólaf Elíasson á þaki listasafnsins ARoS í Árósum í Danmörku þann 30. ágúst næstkomandi. Listaverkið er hringlaga og í litum regnbogans og verða Ásgeir og tónleikagestir inni í hringnum á meðan á tónleikunum stendur. Tónleikarnir eru liður í samstarfsverkefni ARoS og tónleikastaðarins Train sem heitir Beyond Borders. Tónleikarnir verða því í nokkurri hæð en það hræðir Ásgeir ekki. „Ég hef ekki verið lofthræddur hingað til. Þetta er ekki svo hátt þannig að ég held að það verði ekkert vandamál.“ Ásgeir er staddur í Bandaríkjunum á tónleikaferðalagi en á miðvikudag spilaði hann í hinu goðsagnakennda Electric Lady-hljóðveri í New York sem var byggt af tónlistarsnillingnum Jimi Hendrix og hannað af John Storyk árið 1970. Fjölmargir listamenn hafa leikið lög sín í hljóðverinu og má þar helst nefna Bob Dylan, John Lennon, Kiss, John Mayer og AC/DC.Ólafur Elíasson hannaði listaverkið á þaki ARoS. Vísir/Stefán„Það var frábært að koma þarna inn. Ég hef aldrei séð annað eins stúdíó. Við spiluðum einhver átta lög fyrir útvarpsstöð hér og vorum alveg í skýjunum með þetta,“ segir Ásgeir. Gaman er að segja frá því að fyrrnefndur John Storyk kom að því að hanna Hljóðrita, eitt elsta hljóðver á Íslandi, en plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, var einmitt tekin upp í Hljóðrita. Í dag spilar Ásgeir í Boston og snýr síðan heim til Íslands í stutt frí. „Við erum allir orðnir frekar þreyttir, aðallega út af síðustu vikunni hér í Bandaríkjunum. Hér er rosalegur hiti og þungt loft og við erum nánast búnir að vera með innilokunarkennd allan daginn. Það eru allir frekar ánægðir með að fara heim. Þegar heim er komið ætla ég að reyna að vinna eins og ég get og síðan liggur leiðin til Ástralíu og Japans í enda júlí,“ segir Ásgeir. Þá er annar stór túr um Bandaríkin á planinu í haust sem og nýtt myndband við lagið Leyndarmál á ensku sem verður frumsýnt innan skamms.
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira