Samkeppni í flugrekstri Mikael Torfason skrifar 18. júní 2014 00:00 Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði – og mætti hafa meiri samúð með stjórnmálamönnum ef þeir hefðu ekki spilað því trompi út vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. Nú þarf að setja lög á flugvirkja en á mánudag lögðu flugvirkjar niður vinnu í einn dag og þá þurfti að fella niður 65 flugferðir hjá Icelandair. Það hafði áhrif á ferðaáætlanir þúsunda farþega. Við megum prísa okkur sæl að flugfreyjur hjá Icelandair undirrituðu kjarasamning nýlega. Eðlilegt er að líta á verkfallsréttinn sem heilagan. En flugmenn nutu lítillar samúðar meðal almennings; flugmenn eru með tiltölulega há laun sé litið til meðaltals launa auk þess sem flestir áttuðu sig á því að þjóðfélagið allt var að verða af miklum gjaldeyristekjum vegna þessa. Verkfall flugmanna, eins og annarra sem geta haldið flugsamgöngum til og frá landinu í gíslingu, hafði mikil áhrif þótt stutt væri. Aðilar í ferðaþjónustunni segja að hver einasti klukkutími hafi áhrif. Við getum öll sett okkur í spor ferðalanga sem ferðast til ókunnugs lands og eru í óvissu um hvort þeir yfirhöfuð komist á áfangastað eða heim aftur. Ímynd Íslands sem ferðamannalands stórskaðaðist. Samtök ferðaþjónustunnar skoruðu á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls kæmi í dag. Ábyrgð samningsaðila er enda mikil. Í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar segir að ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar sé í mikilli hættu, „enda eru öruggar samgöngur til og frá landinu eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á“. Hátekjuhópar, sem eru í þeirri stöðu að geta lamað þjóðfélagið allt og valdið því stórfelldum skaða, ættu að fara varlega í að beita verkfallsréttinum. Í það minnsta vilji þeir njóta samúðar og virðingar í samfélaginu. Þó er vert að undirstrika að „sanngjörn“ laun eru afstæð. Ef fyrirtæki græðir á tá og fingri er betra að starfsfólk njóti þess. Sjálfsagt er að líta til þess, sem og þess að verkfallsaðgerðir hafa leitt í ljós hversu stórt Icelandair er á íslenskum markaði. Þetta er ekkert venjulegt fyrirtæki. Hér fer allt á hliðina ef starfsfólk leggur þar niður vinnuna enda er það svo að mikill meirihluti þeirra farþegavéla sem fljúga með farþega til og frá Íslandi eru vélar Icelandair. Það er gott fyrir ferðaþjónustuna og farþega að alþingi setji lög á verkföll starfsfólks hjá Icelandair. En er það endilega til eftirbreytni? Myndi alþingi vera kallað saman til að setja lög á verkfall flugfreyja hjá WOW air? Ef ríkisvaldið beitir sér því aðeins að verkfallsaðgerðir hafi veruleg áhrif á þjóðarhag, eða volduga aðila í samfélaginu, þá hljóta menn að endurskoða hvers eðlis hinn heilagi verkfallsréttur er. Verkföll flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair benda hins vegar ótvírætt til þess að hér sé vert að hlúa betur að samkeppninni. Í raun er óásættanlegt að eitt fyrirtæki geti haldið hér öllu í gíslingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði – og mætti hafa meiri samúð með stjórnmálamönnum ef þeir hefðu ekki spilað því trompi út vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. Nú þarf að setja lög á flugvirkja en á mánudag lögðu flugvirkjar niður vinnu í einn dag og þá þurfti að fella niður 65 flugferðir hjá Icelandair. Það hafði áhrif á ferðaáætlanir þúsunda farþega. Við megum prísa okkur sæl að flugfreyjur hjá Icelandair undirrituðu kjarasamning nýlega. Eðlilegt er að líta á verkfallsréttinn sem heilagan. En flugmenn nutu lítillar samúðar meðal almennings; flugmenn eru með tiltölulega há laun sé litið til meðaltals launa auk þess sem flestir áttuðu sig á því að þjóðfélagið allt var að verða af miklum gjaldeyristekjum vegna þessa. Verkfall flugmanna, eins og annarra sem geta haldið flugsamgöngum til og frá landinu í gíslingu, hafði mikil áhrif þótt stutt væri. Aðilar í ferðaþjónustunni segja að hver einasti klukkutími hafi áhrif. Við getum öll sett okkur í spor ferðalanga sem ferðast til ókunnugs lands og eru í óvissu um hvort þeir yfirhöfuð komist á áfangastað eða heim aftur. Ímynd Íslands sem ferðamannalands stórskaðaðist. Samtök ferðaþjónustunnar skoruðu á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls kæmi í dag. Ábyrgð samningsaðila er enda mikil. Í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar segir að ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar sé í mikilli hættu, „enda eru öruggar samgöngur til og frá landinu eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á“. Hátekjuhópar, sem eru í þeirri stöðu að geta lamað þjóðfélagið allt og valdið því stórfelldum skaða, ættu að fara varlega í að beita verkfallsréttinum. Í það minnsta vilji þeir njóta samúðar og virðingar í samfélaginu. Þó er vert að undirstrika að „sanngjörn“ laun eru afstæð. Ef fyrirtæki græðir á tá og fingri er betra að starfsfólk njóti þess. Sjálfsagt er að líta til þess, sem og þess að verkfallsaðgerðir hafa leitt í ljós hversu stórt Icelandair er á íslenskum markaði. Þetta er ekkert venjulegt fyrirtæki. Hér fer allt á hliðina ef starfsfólk leggur þar niður vinnuna enda er það svo að mikill meirihluti þeirra farþegavéla sem fljúga með farþega til og frá Íslandi eru vélar Icelandair. Það er gott fyrir ferðaþjónustuna og farþega að alþingi setji lög á verkföll starfsfólks hjá Icelandair. En er það endilega til eftirbreytni? Myndi alþingi vera kallað saman til að setja lög á verkfall flugfreyja hjá WOW air? Ef ríkisvaldið beitir sér því aðeins að verkfallsaðgerðir hafi veruleg áhrif á þjóðarhag, eða volduga aðila í samfélaginu, þá hljóta menn að endurskoða hvers eðlis hinn heilagi verkfallsréttur er. Verkföll flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair benda hins vegar ótvírætt til þess að hér sé vert að hlúa betur að samkeppninni. Í raun er óásættanlegt að eitt fyrirtæki geti haldið hér öllu í gíslingu.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun