Húsnæðisvísitala Már Wolfgang Mixa skrifar 3. júní 2014 00:00 Stefnt er að því af hálfu stjórnvalda að einungis verði hægt að taka óverðtryggð lán til fasteignakaupa. Þó taka um tveir þriðjuhlutar íslenskra heimila verðtryggð lán í dag, sem bera lægri raunvexti en óverðtryggð lán. Leigugjald peninga til fasteignakaupa yrði því dýrara. Það eru margir ókostir við verðtryggð lán. Meðal þeirra er að verðtryggð lán miða við almennt verðlag þó svo að húsnæðislán séu til þess eins að lána fyrir kaupum á fasteign. Þetta skapaði misvægi árin 2002-2007 þegar fasteignaverð rúmlega tvöfaldaðist en verðbólga jókst rétt rúmlega fjórðung á sama tíma. Þegar sú þróun gekk til baka í framhaldi af hruninu 2008 sátu nýlegir kaupendur uppi með fasteign sem féll í virði á meðan höfuðstóll lána, tengdur almennu verðlagi, rauk upp. Slík verðbólguskot þurfa lántakar að taka einir á sig í verðtryggðu umhverfi. Óverðtryggð lán eru aftur á móti engin lausn. Auk hærri raunvaxta sveiflast vaxtastig slíkra lána almennt í takti við verðlag, ekki fasteignaverð. Það vaxtastig náði til að mynda hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, sem hefði verið versta tímasetning fyrir íslensk heimili hefðu húsnæðislán verið almennt óverðtryggð. Lán tengd húsnæðisvísitölu, sem tengist vísitölu íbúðaverðs samkvæmt Þjóðskrá Íslands, er einföld lausn sem leysir ofangreind atriði. Höfuðstóll og greiðslubyrði slíkra lána hefðu snarhækkað árin 2002-2007. Umræða um slíka þróun hefði án efa dregið úr þeirri fasteignabólu. Aftur á móti hefði höfuðstóll lána og því greiðslubyrðin lækkað töluvert mikið árin 2008–2010, þegar mest á reyndi. Lánveitendur taka auk þess einnig á sig áhættuna ef veð af fasteignum lækkar en á sama tíma ættu raunvextir að vera jafnvel lægri en raunvextir verðtryggðra lána. Góð hagstjórn felst þá í því að viðhalda stöðugu fasteignaverði með gegnsæjum hætti. Húsnæðislánavísitalan er einnig ónæmari fyrir gengisbreytingum og upptaka hennar gæti því flýtt fyrir afnámi gjaldeyrishafta og jafnvel beintengingu við aðra gjaldmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Stefnt er að því af hálfu stjórnvalda að einungis verði hægt að taka óverðtryggð lán til fasteignakaupa. Þó taka um tveir þriðjuhlutar íslenskra heimila verðtryggð lán í dag, sem bera lægri raunvexti en óverðtryggð lán. Leigugjald peninga til fasteignakaupa yrði því dýrara. Það eru margir ókostir við verðtryggð lán. Meðal þeirra er að verðtryggð lán miða við almennt verðlag þó svo að húsnæðislán séu til þess eins að lána fyrir kaupum á fasteign. Þetta skapaði misvægi árin 2002-2007 þegar fasteignaverð rúmlega tvöfaldaðist en verðbólga jókst rétt rúmlega fjórðung á sama tíma. Þegar sú þróun gekk til baka í framhaldi af hruninu 2008 sátu nýlegir kaupendur uppi með fasteign sem féll í virði á meðan höfuðstóll lána, tengdur almennu verðlagi, rauk upp. Slík verðbólguskot þurfa lántakar að taka einir á sig í verðtryggðu umhverfi. Óverðtryggð lán eru aftur á móti engin lausn. Auk hærri raunvaxta sveiflast vaxtastig slíkra lána almennt í takti við verðlag, ekki fasteignaverð. Það vaxtastig náði til að mynda hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, sem hefði verið versta tímasetning fyrir íslensk heimili hefðu húsnæðislán verið almennt óverðtryggð. Lán tengd húsnæðisvísitölu, sem tengist vísitölu íbúðaverðs samkvæmt Þjóðskrá Íslands, er einföld lausn sem leysir ofangreind atriði. Höfuðstóll og greiðslubyrði slíkra lána hefðu snarhækkað árin 2002-2007. Umræða um slíka þróun hefði án efa dregið úr þeirri fasteignabólu. Aftur á móti hefði höfuðstóll lána og því greiðslubyrðin lækkað töluvert mikið árin 2008–2010, þegar mest á reyndi. Lánveitendur taka auk þess einnig á sig áhættuna ef veð af fasteignum lækkar en á sama tíma ættu raunvextir að vera jafnvel lægri en raunvextir verðtryggðra lána. Góð hagstjórn felst þá í því að viðhalda stöðugu fasteignaverði með gegnsæjum hætti. Húsnæðislánavísitalan er einnig ónæmari fyrir gengisbreytingum og upptaka hennar gæti því flýtt fyrir afnámi gjaldeyrishafta og jafnvel beintengingu við aðra gjaldmiðla.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun