Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Sveinn Arnarsson skrifar 30. maí 2014 07:15 Samið var við Nýherja fyrir á annað hundrað milljóna króna án útboðs á kjörtímabilinu 2006 til 2010. Fréttablaðið/Sigurjón Garðabær gerði samninga við Nýherja um tölvukaup, tölvulán og kaup á þjónustu frá fyrirtækinu, upp á samtals 120 milljónir íslenskra króna á síðasta kjörtímabili, á árabilinu 2006 til 2010. Samningarnir voru allir byggðir á tilboðum Nýherja og voru þar af leiðandi ekki gerðir eftir útboð Garðabæjar. Á því kjörtímabili var Gunnar Einarsson bæjarstjóri og hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins stýrði Garðabæ, eins og þeir hafa gert síðustu sex áratugina. Oddviti Sjálfstæðisflokksins var Erling Ásgeirsson. Erling var aftur oddviti sjálfstæðismanna á því kjörtímabili sem nú er að ljúka og situr í heiðurssæti listans til sveitarstjórnarkosninganna nú. Þegar samningarnir voru gerðir var hann framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Starfinu sinnti hann frá 1992 til 2008 þegar hann varð framkvæmdastjóri Sense ehf., dótturfyrirtækis Nýherja. Árið 2007 voru sett lög um opinber innkaup. Tilgangur laganna er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni. Samkvæmt þeim bar sveitarfélögum meðal annars að setja sér sjálf innkaupareglur. Garðabær setti sér ekki innkaupareglur fyrr en árið 2010. Í innkaupareglum Garðabæjar segir að stuðla eigi að samkeppni á markaði varðandi sölu á þjónustu og vörum og beita eigi markvissum aðgerðum við innkaup. M-listi Fólksins í bænum hefur meðal annars gagnrýnt það hvernig kaupum á vörum og þjónustu er háttað í Garðabæ. María Grétarsdóttir, oddviti listans, hefur gagnrýnt innkaup bæjarins nokkuð á kjörtímabilinu. „Við höfum ítrekað bent á og bókað um það í bæjarstjórn að bæjaryfirvöld fylgja ekki settum innkaupareglum við kaup á vöru og þjónustu. Um grafalvarlegt mál er að ræða sem mikilvægt er að ráða bót á þannig að gegnsæi ríki um hvernig gengið er til samninga og tryggt að öll fyrirtæki og einstaklingar sitji við sama borð,“ segir María. „Slagorð sjálfstæðismanna, „höldum áfram“, hljómar ekki vel í okkar eyrum því við teljum veruleg tækifæri til úrbóta í rekstri bæjarins,“ segir hún. Erling Ásgeirsson, oddviti sjálfstæðismanna á kjörtímabilinu, vildi ekki tjá sig um umrædda samninga við Nýherja þegar blaðamaður náði tali af honum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Garðabær gerði samninga við Nýherja um tölvukaup, tölvulán og kaup á þjónustu frá fyrirtækinu, upp á samtals 120 milljónir íslenskra króna á síðasta kjörtímabili, á árabilinu 2006 til 2010. Samningarnir voru allir byggðir á tilboðum Nýherja og voru þar af leiðandi ekki gerðir eftir útboð Garðabæjar. Á því kjörtímabili var Gunnar Einarsson bæjarstjóri og hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins stýrði Garðabæ, eins og þeir hafa gert síðustu sex áratugina. Oddviti Sjálfstæðisflokksins var Erling Ásgeirsson. Erling var aftur oddviti sjálfstæðismanna á því kjörtímabili sem nú er að ljúka og situr í heiðurssæti listans til sveitarstjórnarkosninganna nú. Þegar samningarnir voru gerðir var hann framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Starfinu sinnti hann frá 1992 til 2008 þegar hann varð framkvæmdastjóri Sense ehf., dótturfyrirtækis Nýherja. Árið 2007 voru sett lög um opinber innkaup. Tilgangur laganna er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni. Samkvæmt þeim bar sveitarfélögum meðal annars að setja sér sjálf innkaupareglur. Garðabær setti sér ekki innkaupareglur fyrr en árið 2010. Í innkaupareglum Garðabæjar segir að stuðla eigi að samkeppni á markaði varðandi sölu á þjónustu og vörum og beita eigi markvissum aðgerðum við innkaup. M-listi Fólksins í bænum hefur meðal annars gagnrýnt það hvernig kaupum á vörum og þjónustu er háttað í Garðabæ. María Grétarsdóttir, oddviti listans, hefur gagnrýnt innkaup bæjarins nokkuð á kjörtímabilinu. „Við höfum ítrekað bent á og bókað um það í bæjarstjórn að bæjaryfirvöld fylgja ekki settum innkaupareglum við kaup á vöru og þjónustu. Um grafalvarlegt mál er að ræða sem mikilvægt er að ráða bót á þannig að gegnsæi ríki um hvernig gengið er til samninga og tryggt að öll fyrirtæki og einstaklingar sitji við sama borð,“ segir María. „Slagorð sjálfstæðismanna, „höldum áfram“, hljómar ekki vel í okkar eyrum því við teljum veruleg tækifæri til úrbóta í rekstri bæjarins,“ segir hún. Erling Ásgeirsson, oddviti sjálfstæðismanna á kjörtímabilinu, vildi ekki tjá sig um umrædda samninga við Nýherja þegar blaðamaður náði tali af honum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði