Sporin hræða Ásdís Ólafsdóttir íþróttakennari skrifar 29. maí 2014 07:00 Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp nú fyrir væntanlegar bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi, því kjósendur virðast mjög fljótir að gleyma eða eru blekktir, auk þess sem auglýsingar og gylliboð virðast hafa ótrúleg áhrif á kjósendur.Nokkrar vangaveltur um flokkana sem stýrðu bænum síðastliðin tvö ár: Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann Ármann sem hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs í 16 ár, þar af sem bæjarstjóri síðastliðin tvö ár, segist ætla að lækka skatta og greiða niður skuldir, sem hann átti allan þátt í að setja bæinn í, en þær eru yfir 40 milljarðar króna. Bæjarstjórinn og hirð hans eru nú búin að gefa svo mörg fjárskuldbindandi kosningaloforð og gera marga samninga, aðallega við íþróttafélögin, að allir viti bornir menn sjá að það er ógjörningur að lækka skatta og greiða niður skuldir á sama tíma. Skuldirnar hljóta að aukast þegar á að byggja íþróttahús við Vatnsendaskóla vegna Gerplu, golfskála GKG (vilyrði), fótboltastúku og flóðlýsingu við Kórinn fyrir HK (er nú þegar á teikniborðinu), hús fyrir skógræktarmenn í Guðmundarlundi sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna aðkomu „þungavigtarmanns“ í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi, og svona mætti lengi telja. Þetta er gert á sama tíma og menn berja sér á brjóst og segja að ekki sé til fjármagn til að búa betur að skólum bæjarins, m.a. hvað varðar búnað og aðstöðu. Y-listi Kópavogsbúa lofaði kjósendum fyrir fjórum árum að bæjarstjórinn yrði ekki pólitískt ráðinn og kusu margir listann vegna þess. Hann þverbraut það loforð ásamt fleiri prinsippum listans við myndun meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Um helmingur fólks á listanum skildi við hann í kjölfarið. Flest þau sem urðu eftir eru nú gengin í Bjarta framtíð eins og „úlfur í sauðagæru“ og eru þar menn af Y-listanum í fremstu sætum, þar á meðal í öðru og þriðja sæti. Sú sem skipar efsta sæti Bjartrar framtíðar er nýfarin úr Sjálfstæðisflokknum, fór svo yfir til Y-listans og ætlaði í framboð með þeim, en lenti að lokum í Bjartri framtíð vegna þess að Y-listinn virðist ekki hafa treyst sér til að fara fram aftur, en séð góðan kost í Bjartri framtíð. Kannski er stefnt að nýjum meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Lítið er hægt að segja um aumingja Framsókn sem er að missa foringja sinn sem virðist vera mjög öflugur, því hann sér um alla fótboltavelli bæjarins ásamt hinu erfiða starfi sínu sem bæjarfulltrúi sem hann vill gera að fullu starfi, með hægri hendi, og bætti svo á sig forstöðumannsstarfi í Salasundlaug tímabundið með þeirri vinstri, vegna veikinda forstöðumanns. Gárungarnir í bænum segja þó, að hann hafi hug á að koma sér þar fyrir til framtíðar og styðji því Ármann bæjarstjóra, því gott er að eiga vin sem hefur völd. Hugsið ykkur vel um áður en þið farið á kjörstað hvar þið krossið við því erfitt er að tryggja eftir á. Sporin eftir þessa þrjá flokka ættu að hræða. Skoðið þá flokka sem bjóða aðeins fram í Kópavogi og er ekki stjórnað af „stóra bróður“ á landsvísu. Svo virðist sem eini flokkurinn sem ræður sér sjálfur og lætur ekki aðra segja sér fyrir verkum sé Næstbesti flokkurinn (X – X) með Hjálmar Hjálmarsson sem oddvita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 28.06.2025 Halldór Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Lægri gjöld, fleiri tækifæri Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Tölum um stóra valdaframsalsmálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar Skoðun Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Gott frumvarp, en hvað með verklagið? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar Skoðun „Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Eyrún Arnarsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál Grímur Atlason skrifar Skoðun Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson skrifar Skoðun Árið 2023 kemur aldrei aftur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Trumpistar eru víða Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg áform í anda Ráðstjórnarríkjanna Guðmundur Fertram Sigurjónsson skrifar Skoðun Opið svar til formanns Samleik- Útsvarsgreiðendur borga leikskólann í Kópavogi! Rakel Ýr Isaksen skrifar Sjá meira
Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp nú fyrir væntanlegar bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi, því kjósendur virðast mjög fljótir að gleyma eða eru blekktir, auk þess sem auglýsingar og gylliboð virðast hafa ótrúleg áhrif á kjósendur.Nokkrar vangaveltur um flokkana sem stýrðu bænum síðastliðin tvö ár: Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann Ármann sem hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs í 16 ár, þar af sem bæjarstjóri síðastliðin tvö ár, segist ætla að lækka skatta og greiða niður skuldir, sem hann átti allan þátt í að setja bæinn í, en þær eru yfir 40 milljarðar króna. Bæjarstjórinn og hirð hans eru nú búin að gefa svo mörg fjárskuldbindandi kosningaloforð og gera marga samninga, aðallega við íþróttafélögin, að allir viti bornir menn sjá að það er ógjörningur að lækka skatta og greiða niður skuldir á sama tíma. Skuldirnar hljóta að aukast þegar á að byggja íþróttahús við Vatnsendaskóla vegna Gerplu, golfskála GKG (vilyrði), fótboltastúku og flóðlýsingu við Kórinn fyrir HK (er nú þegar á teikniborðinu), hús fyrir skógræktarmenn í Guðmundarlundi sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna aðkomu „þungavigtarmanns“ í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi, og svona mætti lengi telja. Þetta er gert á sama tíma og menn berja sér á brjóst og segja að ekki sé til fjármagn til að búa betur að skólum bæjarins, m.a. hvað varðar búnað og aðstöðu. Y-listi Kópavogsbúa lofaði kjósendum fyrir fjórum árum að bæjarstjórinn yrði ekki pólitískt ráðinn og kusu margir listann vegna þess. Hann þverbraut það loforð ásamt fleiri prinsippum listans við myndun meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Um helmingur fólks á listanum skildi við hann í kjölfarið. Flest þau sem urðu eftir eru nú gengin í Bjarta framtíð eins og „úlfur í sauðagæru“ og eru þar menn af Y-listanum í fremstu sætum, þar á meðal í öðru og þriðja sæti. Sú sem skipar efsta sæti Bjartrar framtíðar er nýfarin úr Sjálfstæðisflokknum, fór svo yfir til Y-listans og ætlaði í framboð með þeim, en lenti að lokum í Bjartri framtíð vegna þess að Y-listinn virðist ekki hafa treyst sér til að fara fram aftur, en séð góðan kost í Bjartri framtíð. Kannski er stefnt að nýjum meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Lítið er hægt að segja um aumingja Framsókn sem er að missa foringja sinn sem virðist vera mjög öflugur, því hann sér um alla fótboltavelli bæjarins ásamt hinu erfiða starfi sínu sem bæjarfulltrúi sem hann vill gera að fullu starfi, með hægri hendi, og bætti svo á sig forstöðumannsstarfi í Salasundlaug tímabundið með þeirri vinstri, vegna veikinda forstöðumanns. Gárungarnir í bænum segja þó, að hann hafi hug á að koma sér þar fyrir til framtíðar og styðji því Ármann bæjarstjóra, því gott er að eiga vin sem hefur völd. Hugsið ykkur vel um áður en þið farið á kjörstað hvar þið krossið við því erfitt er að tryggja eftir á. Sporin eftir þessa þrjá flokka ættu að hræða. Skoðið þá flokka sem bjóða aðeins fram í Kópavogi og er ekki stjórnað af „stóra bróður“ á landsvísu. Svo virðist sem eini flokkurinn sem ræður sér sjálfur og lætur ekki aðra segja sér fyrir verkum sé Næstbesti flokkurinn (X – X) með Hjálmar Hjálmarsson sem oddvita.
Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar
Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar
Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar
Skoðun Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson skrifar
Skoðun Opið svar til formanns Samleik- Útsvarsgreiðendur borga leikskólann í Kópavogi! Rakel Ýr Isaksen skrifar